Íslenski boltinn

William Cole æfir með Blikum þar til hann heldur til Dortmund

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
William Cole Campbell er farinn frá FH.
William Cole Campbell er farinn frá FH. Vísir/Stöð 2

Hinn 16 ára gamli William Cole Campbell mun æfa með Breiðablik þangað til hann gengur í raðir Borussia Dortmund í júlí.

Í gær var greint frá því að William Cole væri á leið til Dortmund , en þessi ungi og efnilega leikmaður fer til þýska liðsins frá FH.

Hann mun þó æfa með Blikum þangað til hann heldur út í júlí, en þetta staðfesti Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar hjá Breiðabliki, við Fótbolta.net í dag.

„Hann er farinn frá FH og vantaði stað til þess að æfa á þangað til hann fer út í júlí. Við gáfum honum leyfi til þess," sagði Sigurður í samtali við Fótbolta.net, en sagðist þó ekki vita ástæðuna fyrir því að leikmaðurinn væri farinn frá FH.

William Cole á að baki tvo leiki í efstu deild fyrir FH-inga og fjóra í deildarbikarnum. Þá hefur hann spilað fimm leiki fyrir U-17 ára landslið Íslands og skorað í þeim tvö mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.