Veður

Heldur skýjaðra en í gær og sums staðar rigning

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður um átta til sautján stig, en svalara austast.
Hiti verður um átta til sautján stig, en svalara austast. Vísir/Vilhelm

Heldur skýjaðara verður á landinu í dag samanborið við í í gær og má búast við rigningu suðaustantil og jafnvel gætu komið nokkrir dropar um landið suðvestanvert eftir hádegi og fram á kvöld.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði að öllum líkindum þess valdandi að við munum ekki sjá sömu hitatölur og í gær. Samt muni allnokkrar stöðvar fara yfir fimmtán stigin og um miðjan maí, þyki það bara ansi gott. Þannig verði hiti átta til sautján stig, en svalara austast.

„Á morgun, miðvikudag er svo enn meiri bleyta á leiðinni til okkar en suðvestantil á landinu verður þurrt fram yfir hádegi og horfur eru á að úrkoman þar verði minni en víðast hvar annars staðar og líklega á skúraformi. Það veldur því að hæstu hitatölurnar verða líklega kringum 13 til 15 gráður, en fremur svalt verður fyrir norðan og austan,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og rigning víða um land. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands.

Á fimmtudag: Norðaustan 8-13 m/s og rigning norðvestantil, en annars suðaustan 3-10 og víða skúrir. Hiti yfirleitt 7 til 14 stig.

Á föstudag: Fremur hæg austlæg átt og rigning með köflum sunnantil, en stöku skúrir fyrir norðan. Hiti 6 til 15 stig, svalast á Vestfjörðum.

Á laugardag: Norðlæg eða breytileg átt og víða dálítil væta, en þurrt að mestu sunnan- og vestanlands. Hlýtt á sunnanverðu landinu, en svalt fyrir norðan.

Á sunnudag: Norðan kaldi. Rigning fyrir norðan og fremur kalt, en þurrt, víða bjart milt syðra að deginum.

Á mánudag: Útlit fyrir suðvestanátt með dálítilli vætu sunnan- og vestantil, en annars þurrt. Hiti 6 til 12 stig.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.