Íslenski boltinn

Willi­am Cole frá FH til Borussia Dort­mund

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
William Cole Campbell í viðtali síðasta sumar.
William Cole Campbell í viðtali síðasta sumar. Vísir/Stöð 2

FH hefur selt hinn 16 ára gamla William Cole Campbell til þýska stórliðsins Borussia Dortmund.

Frá þessu var greint á vef Sky í Þýskalandi. Þar segir einfaldlega að Dortmund hafi fest kaup á hinum eftirsótta William Cole. Hann á að baki einn leik með FH í Bestu deild karlaí sumar.

Í frétt Sky segir að William Cole muni spila með unglinga- og varaliði félagsins á næstu leiktíð. Þýskalandsmeistarar Bayern München vildu einnig fá leikmanninn í sínar raðir en hann ákvað að fara til Dortmund.

Þar hittir hann fyrir Kolbein Birgi Finnsson en hann leikur með varaliði Dortmund og er samningsbundinn til 30. júní 2023.

William Cole á að baki tvo leiki í efstu deild fyrir FH-inga og fjóra í deildarbikarnum. Þá hefur hann spilað fimm leiki fyrir U-17 ára landslið Íslands og skorað í þeim tvö mörk.


Tengdar fréttir

Velur Ísland yfir Bandaríkin til að feta í fótspor móður sinnar

William Cole Campbell kom í gær inn á sem varamaður er lið hans FH vann 5-0 á Leikni Reykjavík í Kaplakrika í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Hann er aðeins 15 ára gamall og varð næst yngstur í sögu félagsins til að spila í efstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×