Frá þessu var greint á vef Sky í Þýskalandi. Þar segir einfaldlega að Dortmund hafi fest kaup á hinum eftirsótta William Cole. Hann á að baki einn leik með FH í Bestu deild karlaí sumar.
Cole Campbell Dortmund pic.twitter.com/2wsviEyJrh
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) May 16, 2022
Í frétt Sky segir að William Cole muni spila með unglinga- og varaliði félagsins á næstu leiktíð. Þýskalandsmeistarar Bayern München vildu einnig fá leikmanninn í sínar raðir en hann ákvað að fara til Dortmund.
Þar hittir hann fyrir Kolbein Birgi Finnsson en hann leikur með varaliði Dortmund og er samningsbundinn til 30. júní 2023.
William Cole á að baki tvo leiki í efstu deild fyrir FH-inga og fjóra í deildarbikarnum. Þá hefur hann spilað fimm leiki fyrir U-17 ára landslið Íslands og skorað í þeim tvö mörk.