Komnir á toppinn en heldur löppunum á jörðinni Bjarki Sigurðsson skrifar 15. maí 2022 20:00 Arnar var eðlilega sáttur með sigur dagsins. Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var ánægður eftir 3-0 sigur hans manna á Skagamönnum í dag. Það var mikill vindur á Akranesi og völlurinn ekki upp á sitt besta. „Bara, mjög sáttur náttúrulega að vinna. Alltaf erfitt að koma upp á Skaga og aðstæðurnar líka ekki þær léttustu til að spila fótbolta, töluverður vindur og völlurinn ekki rennisléttur. Hann er skrjáfþurr. Þá færðu náttúrulega ekki einhvern frábæran fótboltaleik. Mér fannst við gera nóg, komumst yfir með stórglæsilegu marki frá Danna, svo fengum við þó nokkuð af sénsum til að koma okkur í 2-0.“ „Förum eitt núll í hálfleik og vissum að þeir myndu svolítið grimmir í seinni en byrjuðu svona mun betur en við fyrstu einhverjar átta mínúturnar af hálfleiknum. Við skorum eiginlega svona gegn gangi byrjunarinnar á seinni hálfleik. Þá breytist leikurinn en svo fá þeir þetta víti, hvort það var víti eða ekki, en þeir fá víti og Stubbur gerir það vel og ver.“ „Mér fannst við alltaf vera hættulegir fram á við, mér fannst þeir skapa sér mjög lítið í leiknum, nánast ekki neitt. En við fengum töluvert af sóknum sem við hefðum getað komið boltanum í netið og gerum það, þriðja markið svona klárar leikinn. Bara virkilega sáttur við það.“ Stubbur varði víti sem Gísli Laxdal tók. Með marki hefðu Skagamenn minnkað muninn í 2-1 og komist almennilega inn í leikinn. Arnar segir Stubb og markmannsþjálfarann hafa skoðað þetta fyrir leik. „Við erum með markmannsþjálfara sem er að skoða hlutina og þeir fara alltaf yfir leikina daginn fyrir. Ég held að hann hafi verið búinn að fara yfir það með honum. Bara mjög vel gert hjá Stubb og það er þetta sem skilur á milli. Þarna hefðu þeir getað komist inn í leikinn og það hefði verið allt annar leikur í staðinn fyrir að hann ver. Þá fer svolítið líka powerið úr þessu hjá þeim. Við gátum fylgt því eftir og við klárað það með þriðja markinu.“ Akureyringar eru taplausir það sem af er móts og sitja á toppnum eftir leikinn í dag. „Það er meðan er. Við eigum leik á móti Stjörnunni næstu helgi, við höldum löppunum á jörðinni. Þetta er langt mót og þetta er flott stigasöfnun það sem af er, en menn þurfa að halda áfram. Það er mikið eftir.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
„Bara, mjög sáttur náttúrulega að vinna. Alltaf erfitt að koma upp á Skaga og aðstæðurnar líka ekki þær léttustu til að spila fótbolta, töluverður vindur og völlurinn ekki rennisléttur. Hann er skrjáfþurr. Þá færðu náttúrulega ekki einhvern frábæran fótboltaleik. Mér fannst við gera nóg, komumst yfir með stórglæsilegu marki frá Danna, svo fengum við þó nokkuð af sénsum til að koma okkur í 2-0.“ „Förum eitt núll í hálfleik og vissum að þeir myndu svolítið grimmir í seinni en byrjuðu svona mun betur en við fyrstu einhverjar átta mínúturnar af hálfleiknum. Við skorum eiginlega svona gegn gangi byrjunarinnar á seinni hálfleik. Þá breytist leikurinn en svo fá þeir þetta víti, hvort það var víti eða ekki, en þeir fá víti og Stubbur gerir það vel og ver.“ „Mér fannst við alltaf vera hættulegir fram á við, mér fannst þeir skapa sér mjög lítið í leiknum, nánast ekki neitt. En við fengum töluvert af sóknum sem við hefðum getað komið boltanum í netið og gerum það, þriðja markið svona klárar leikinn. Bara virkilega sáttur við það.“ Stubbur varði víti sem Gísli Laxdal tók. Með marki hefðu Skagamenn minnkað muninn í 2-1 og komist almennilega inn í leikinn. Arnar segir Stubb og markmannsþjálfarann hafa skoðað þetta fyrir leik. „Við erum með markmannsþjálfara sem er að skoða hlutina og þeir fara alltaf yfir leikina daginn fyrir. Ég held að hann hafi verið búinn að fara yfir það með honum. Bara mjög vel gert hjá Stubb og það er þetta sem skilur á milli. Þarna hefðu þeir getað komist inn í leikinn og það hefði verið allt annar leikur í staðinn fyrir að hann ver. Þá fer svolítið líka powerið úr þessu hjá þeim. Við gátum fylgt því eftir og við klárað það með þriðja markinu.“ Akureyringar eru taplausir það sem af er móts og sitja á toppnum eftir leikinn í dag. „Það er meðan er. Við eigum leik á móti Stjörnunni næstu helgi, við höldum löppunum á jörðinni. Þetta er langt mót og þetta er flott stigasöfnun það sem af er, en menn þurfa að halda áfram. Það er mikið eftir.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira