Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2022 14:46 Payton Gendron í dómsal í nótt. AP/Mark Mulville Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. Ellefu af þeim þrettán sem hann skaut voru dökkir á hörund. Hann skaut fjóra fyrir utan verslun í Buffalo, þar af þrjá sem dóu, og fór svo inn í verslunina þar sem hann hélt skothríðinni áfram. „Þetta var bókstaflega glæpur sem framinn var vegna haturs,“ hefur New York Times eftir John Garcia, fógeta. Hann lýsti fjöldamorðinu sem „hreinni illsku“. AP fréttaveitan segir að meðal hinna látnu sé Aaron Salter, fyrrverandi lögregluþjónn sem starfaði sem öryggisvörður í versluninni. Hann skaut nokkrum skotum að árásarmanninum og hæfði hann einu sinni en Gendron var í skotheldu vesti og særðist ekki. Hann skaut öryggisvörðinn til bana. Hin 86 ára gamla Ruth Whitfield var einnig meðal hinna látnu. Var í beinni útsendingu Gendron sýndi árásina í beinni útsendingu á netinu með myndavél sem hann hafði komið fyrir á hjálmi sínum. Forsvarsmenn Twitch, þar sem hann streymdi frá árásinni, segja þó að lokað hafi verið á útsendinguna innan við tveimur mínútum eftir að skothríðin hófst. Árásarmaðurinn virðist aðhyllast kenningu um að minnihlutahópar séu að leysa hvítt fólk af hópi í Bandaríkjunum og annars staðar með markvissum hætti. Það er samkvæmt löngu skjali sem hann birti á netinu skömmu fyrir árásina. Í skjalinu lýsti hann einnig vilja sínum til að myrða svart þeldökkt fólk. Kenning þessi hefur orðið sífellt meira áberandi á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum og hefur orðið sífellt meira móðins meðal hægri sinnaðra stjórnmálamanna og sjónvarpsmanna. Skjalið ber einnig merki þess að Gendron hafi fengið innblástur frá Brenton Tarrant, sem skaut 51 til bana í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi árið 2019. Hann streymdi einnig frá árásinni á netinu. Hér má sjá myndband frá því þegar Gendron var færður fyrir dómara í nótt. Gendron hafði skrifað á byssu sína og var skriftin sýnileg á myndbandi hans. Meðal annars hafði hann skrifað N-orðið svokallaða og einnig: „Hér eru bæturnar ykkar“, og vísaði hann þar til umræðu um að afkomendur þræla í Bandaríkjunum ættu að fá bætur frá ríkinu. Hann hafði einnig skrifað töluna fjórtán á byssuna. Það er sömuleiðis tilvísun í slagorð hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum. Þegar lögregluþjóna bar að garði beindi Gendron byssu sinni fyrst að sjálfum sér en lögregluþjónar fengu hann til að leggja hana frá sér og gefast upp. Hann var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli með margra skota magasín, sem ólöglegt er í New York. Hér að neðan má sjá upphaf streymis Gendron, áður en árásin hófst. Það síðasta sem hann sagði áður en hann fór úr bíl sínum og skaut konu var: „Maður verður bara að vaða í þetta, er það ekki? Þetta er endirinn. Hér.“ Moments before the shooter opened fire on people loading their groceries in their car in front of the store. (Not graphic, cuts before gunfire erupts.) pic.twitter.com/b2efL7zShq— Doge (@IntelDoge) May 14, 2022 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tíu létu lífið í skotárás sem var streymt Tíu manns létu lífið í Buffalo í New York-fylki í Bandaríkjunum í dag þegar karlmaður skaut á gesti í verslunarmiðstöð. Byssumaðurinn streymdi árásinni á streymissíðunni Twitch. 14. maí 2022 21:29 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Ellefu af þeim þrettán sem hann skaut voru dökkir á hörund. Hann skaut fjóra fyrir utan verslun í Buffalo, þar af þrjá sem dóu, og fór svo inn í verslunina þar sem hann hélt skothríðinni áfram. „Þetta var bókstaflega glæpur sem framinn var vegna haturs,“ hefur New York Times eftir John Garcia, fógeta. Hann lýsti fjöldamorðinu sem „hreinni illsku“. AP fréttaveitan segir að meðal hinna látnu sé Aaron Salter, fyrrverandi lögregluþjónn sem starfaði sem öryggisvörður í versluninni. Hann skaut nokkrum skotum að árásarmanninum og hæfði hann einu sinni en Gendron var í skotheldu vesti og særðist ekki. Hann skaut öryggisvörðinn til bana. Hin 86 ára gamla Ruth Whitfield var einnig meðal hinna látnu. Var í beinni útsendingu Gendron sýndi árásina í beinni útsendingu á netinu með myndavél sem hann hafði komið fyrir á hjálmi sínum. Forsvarsmenn Twitch, þar sem hann streymdi frá árásinni, segja þó að lokað hafi verið á útsendinguna innan við tveimur mínútum eftir að skothríðin hófst. Árásarmaðurinn virðist aðhyllast kenningu um að minnihlutahópar séu að leysa hvítt fólk af hópi í Bandaríkjunum og annars staðar með markvissum hætti. Það er samkvæmt löngu skjali sem hann birti á netinu skömmu fyrir árásina. Í skjalinu lýsti hann einnig vilja sínum til að myrða svart þeldökkt fólk. Kenning þessi hefur orðið sífellt meira áberandi á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum og hefur orðið sífellt meira móðins meðal hægri sinnaðra stjórnmálamanna og sjónvarpsmanna. Skjalið ber einnig merki þess að Gendron hafi fengið innblástur frá Brenton Tarrant, sem skaut 51 til bana í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi árið 2019. Hann streymdi einnig frá árásinni á netinu. Hér má sjá myndband frá því þegar Gendron var færður fyrir dómara í nótt. Gendron hafði skrifað á byssu sína og var skriftin sýnileg á myndbandi hans. Meðal annars hafði hann skrifað N-orðið svokallaða og einnig: „Hér eru bæturnar ykkar“, og vísaði hann þar til umræðu um að afkomendur þræla í Bandaríkjunum ættu að fá bætur frá ríkinu. Hann hafði einnig skrifað töluna fjórtán á byssuna. Það er sömuleiðis tilvísun í slagorð hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum. Þegar lögregluþjóna bar að garði beindi Gendron byssu sinni fyrst að sjálfum sér en lögregluþjónar fengu hann til að leggja hana frá sér og gefast upp. Hann var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli með margra skota magasín, sem ólöglegt er í New York. Hér að neðan má sjá upphaf streymis Gendron, áður en árásin hófst. Það síðasta sem hann sagði áður en hann fór úr bíl sínum og skaut konu var: „Maður verður bara að vaða í þetta, er það ekki? Þetta er endirinn. Hér.“ Moments before the shooter opened fire on people loading their groceries in their car in front of the store. (Not graphic, cuts before gunfire erupts.) pic.twitter.com/b2efL7zShq— Doge (@IntelDoge) May 14, 2022
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tíu létu lífið í skotárás sem var streymt Tíu manns létu lífið í Buffalo í New York-fylki í Bandaríkjunum í dag þegar karlmaður skaut á gesti í verslunarmiðstöð. Byssumaðurinn streymdi árásinni á streymissíðunni Twitch. 14. maí 2022 21:29 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Tíu létu lífið í skotárás sem var streymt Tíu manns létu lífið í Buffalo í New York-fylki í Bandaríkjunum í dag þegar karlmaður skaut á gesti í verslunarmiðstöð. Byssumaðurinn streymdi árásinni á streymissíðunni Twitch. 14. maí 2022 21:29