Segja Tarrant hafa misheppnast ætlunarverk sitt með árásinni í Christchurch Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2020 15:31 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur beðist afsökunar á þeim mistökum sem rannsóknarnefndin uppgötvaði og segir að tillögum nefndarinnar verði fylgt eftir. AP/Vincent Thian Þrátt fyrir að nefnd sem rannsakað hefur hina mannskæðu hryðjuverkaárás í Christchurch í Nýja-Sjálandi, hafi fundið galla á reglugerðum og áherslu, komst nefndin að þeirri niðurstöðu að hið opinbera hefði ekki getað komið í veg fyrir árásina ef þessir gallar og önnur mistök hefðu ekki verið til staðar. Í mars í fyrra skaut hinn ástralski Brenton Tarrant 51 til bana í tveimur moskum í Christchurch. Hann notaðist við hálfsjálfvirk vopn og sýndi árásina í beinni útsendingu á Facebook með myndavél sem hann var með á hjálmi sínum. Árásarmaðurinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi í sumar. Í kjölfar árásarinnar var stofnuð sérstök nefnd sem átti meðal annars að kanna aðdraganda árásarinnar og hvort að yfirvöld hefðu getað komið í veg fyrir hana. Nefndin opinberaði niðurstöður sínar í morgun. Í stuttu máli segir nefndin engin mistök eða vankanntar á hinu opinbera hafi fundist sem hefðu leitt til þess að ætlanir Tarrant myndu uppgötvast, eins og bent er á í samantekt Guardian. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, fjallaði um skýrsluna í morgun sagðist hún að þó að ekki hafi verið hægt að stöðva árásina hafi mistök fundist og baðst hún afsökunar á því. Hún sagði að ríkisstjórn hennar myndi samþykkja allar tillögur nefndarinnar. Þar á meðal eru tillögur um að stofna nýja leyniþjónustu, Í niðurstöðum nefndarinnar segir að Tarrant hafi sýnt af sér rasisma frá unga aldri. Hann flutti til Nýja-Sjálands í ágúst 2017 og varði miklum tíma í að skipuleggja og undirbyggja hryðjuverkaárás. Hann átti enga nána vini og forðaðist viðburði. Þá segir að hann hafi fengið skotvopnaleyfi innan við þremur mánuðum eftir að hann flutti til landsins og það þrátt fyrir að hann hefði litla sem enga sögu í Nýja-Sjálandi. Nefndin segir að ekki hafi verið farið nægilega vel yfir umsókn hans. Brenton Harrison Tarrant var dæmdur í lífstíðarfangelsi í sumar.AP/John Kirk-Anderson Þá sagði nefndin einnig að yfirvöld Nýja Sjálands hafi lagt of mikla áherslu á varnir gegn íslamistum og mögulegum hryðjuverkum þeirra. Einnig kemur fram í skýrslu nefndarinnar að nokkrum mánuðum fyrir árásina hafi Tarrant farið á sjúkrahús eftir að hafa skotið sjálfan sig fyrir mistök. Það skotsár var ekki tilkynnt til lögreglu og segir nefndin að þörf sé á slíkum reglum. Nefndin segir einnig að Tarrant hafi misheppnast ætlunarverk sitt. Hann hafi ætlað sér að valda óreiðu og óeiningu innan Nýja-Sjálands en það hafi ekki gengið yfir. Þvert á móti hafi Ný-Sjálendingar snúið bökum saman vegna árásarinnar og staðið vörð um gildi þeirra og hvað það þýðir að búa í Nýja-Sjálandi. Nýja-Sjáland Hryðjuverk í Christchurch Tengdar fréttir Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch hlaut lífstíðardóm Brenton Tarrant, sem játaði að hafa myrt 51 í tveimur skotárásum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars í fyrra, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í morgun, án reynslulausnar 27. ágúst 2020 07:03 Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. 24. ágúst 2020 07:34 Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42 Gáfu frá sér meira en 50 þúsund byssur Íbúar Nýja-Sjálands hafa gefið frá sér meira en 50 þúsund byssur eftir að skotvopnalög landsins voru hert í kjölfar þess að 51 var myrtur í tveimur moskum í Christchurch í mars. 21. desember 2019 09:09 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Í mars í fyrra skaut hinn ástralski Brenton Tarrant 51 til bana í tveimur moskum í Christchurch. Hann notaðist við hálfsjálfvirk vopn og sýndi árásina í beinni útsendingu á Facebook með myndavél sem hann var með á hjálmi sínum. Árásarmaðurinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi í sumar. Í kjölfar árásarinnar var stofnuð sérstök nefnd sem átti meðal annars að kanna aðdraganda árásarinnar og hvort að yfirvöld hefðu getað komið í veg fyrir hana. Nefndin opinberaði niðurstöður sínar í morgun. Í stuttu máli segir nefndin engin mistök eða vankanntar á hinu opinbera hafi fundist sem hefðu leitt til þess að ætlanir Tarrant myndu uppgötvast, eins og bent er á í samantekt Guardian. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, fjallaði um skýrsluna í morgun sagðist hún að þó að ekki hafi verið hægt að stöðva árásina hafi mistök fundist og baðst hún afsökunar á því. Hún sagði að ríkisstjórn hennar myndi samþykkja allar tillögur nefndarinnar. Þar á meðal eru tillögur um að stofna nýja leyniþjónustu, Í niðurstöðum nefndarinnar segir að Tarrant hafi sýnt af sér rasisma frá unga aldri. Hann flutti til Nýja-Sjálands í ágúst 2017 og varði miklum tíma í að skipuleggja og undirbyggja hryðjuverkaárás. Hann átti enga nána vini og forðaðist viðburði. Þá segir að hann hafi fengið skotvopnaleyfi innan við þremur mánuðum eftir að hann flutti til landsins og það þrátt fyrir að hann hefði litla sem enga sögu í Nýja-Sjálandi. Nefndin segir að ekki hafi verið farið nægilega vel yfir umsókn hans. Brenton Harrison Tarrant var dæmdur í lífstíðarfangelsi í sumar.AP/John Kirk-Anderson Þá sagði nefndin einnig að yfirvöld Nýja Sjálands hafi lagt of mikla áherslu á varnir gegn íslamistum og mögulegum hryðjuverkum þeirra. Einnig kemur fram í skýrslu nefndarinnar að nokkrum mánuðum fyrir árásina hafi Tarrant farið á sjúkrahús eftir að hafa skotið sjálfan sig fyrir mistök. Það skotsár var ekki tilkynnt til lögreglu og segir nefndin að þörf sé á slíkum reglum. Nefndin segir einnig að Tarrant hafi misheppnast ætlunarverk sitt. Hann hafi ætlað sér að valda óreiðu og óeiningu innan Nýja-Sjálands en það hafi ekki gengið yfir. Þvert á móti hafi Ný-Sjálendingar snúið bökum saman vegna árásarinnar og staðið vörð um gildi þeirra og hvað það þýðir að búa í Nýja-Sjálandi.
Nýja-Sjáland Hryðjuverk í Christchurch Tengdar fréttir Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch hlaut lífstíðardóm Brenton Tarrant, sem játaði að hafa myrt 51 í tveimur skotárásum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars í fyrra, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í morgun, án reynslulausnar 27. ágúst 2020 07:03 Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. 24. ágúst 2020 07:34 Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42 Gáfu frá sér meira en 50 þúsund byssur Íbúar Nýja-Sjálands hafa gefið frá sér meira en 50 þúsund byssur eftir að skotvopnalög landsins voru hert í kjölfar þess að 51 var myrtur í tveimur moskum í Christchurch í mars. 21. desember 2019 09:09 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch hlaut lífstíðardóm Brenton Tarrant, sem játaði að hafa myrt 51 í tveimur skotárásum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars í fyrra, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í morgun, án reynslulausnar 27. ágúst 2020 07:03
Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. 24. ágúst 2020 07:34
Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42
Gáfu frá sér meira en 50 þúsund byssur Íbúar Nýja-Sjálands hafa gefið frá sér meira en 50 þúsund byssur eftir að skotvopnalög landsins voru hert í kjölfar þess að 51 var myrtur í tveimur moskum í Christchurch í mars. 21. desember 2019 09:09