Segja Tarrant hafa misheppnast ætlunarverk sitt með árásinni í Christchurch Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2020 15:31 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur beðist afsökunar á þeim mistökum sem rannsóknarnefndin uppgötvaði og segir að tillögum nefndarinnar verði fylgt eftir. AP/Vincent Thian Þrátt fyrir að nefnd sem rannsakað hefur hina mannskæðu hryðjuverkaárás í Christchurch í Nýja-Sjálandi, hafi fundið galla á reglugerðum og áherslu, komst nefndin að þeirri niðurstöðu að hið opinbera hefði ekki getað komið í veg fyrir árásina ef þessir gallar og önnur mistök hefðu ekki verið til staðar. Í mars í fyrra skaut hinn ástralski Brenton Tarrant 51 til bana í tveimur moskum í Christchurch. Hann notaðist við hálfsjálfvirk vopn og sýndi árásina í beinni útsendingu á Facebook með myndavél sem hann var með á hjálmi sínum. Árásarmaðurinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi í sumar. Í kjölfar árásarinnar var stofnuð sérstök nefnd sem átti meðal annars að kanna aðdraganda árásarinnar og hvort að yfirvöld hefðu getað komið í veg fyrir hana. Nefndin opinberaði niðurstöður sínar í morgun. Í stuttu máli segir nefndin engin mistök eða vankanntar á hinu opinbera hafi fundist sem hefðu leitt til þess að ætlanir Tarrant myndu uppgötvast, eins og bent er á í samantekt Guardian. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, fjallaði um skýrsluna í morgun sagðist hún að þó að ekki hafi verið hægt að stöðva árásina hafi mistök fundist og baðst hún afsökunar á því. Hún sagði að ríkisstjórn hennar myndi samþykkja allar tillögur nefndarinnar. Þar á meðal eru tillögur um að stofna nýja leyniþjónustu, Í niðurstöðum nefndarinnar segir að Tarrant hafi sýnt af sér rasisma frá unga aldri. Hann flutti til Nýja-Sjálands í ágúst 2017 og varði miklum tíma í að skipuleggja og undirbyggja hryðjuverkaárás. Hann átti enga nána vini og forðaðist viðburði. Þá segir að hann hafi fengið skotvopnaleyfi innan við þremur mánuðum eftir að hann flutti til landsins og það þrátt fyrir að hann hefði litla sem enga sögu í Nýja-Sjálandi. Nefndin segir að ekki hafi verið farið nægilega vel yfir umsókn hans. Brenton Harrison Tarrant var dæmdur í lífstíðarfangelsi í sumar.AP/John Kirk-Anderson Þá sagði nefndin einnig að yfirvöld Nýja Sjálands hafi lagt of mikla áherslu á varnir gegn íslamistum og mögulegum hryðjuverkum þeirra. Einnig kemur fram í skýrslu nefndarinnar að nokkrum mánuðum fyrir árásina hafi Tarrant farið á sjúkrahús eftir að hafa skotið sjálfan sig fyrir mistök. Það skotsár var ekki tilkynnt til lögreglu og segir nefndin að þörf sé á slíkum reglum. Nefndin segir einnig að Tarrant hafi misheppnast ætlunarverk sitt. Hann hafi ætlað sér að valda óreiðu og óeiningu innan Nýja-Sjálands en það hafi ekki gengið yfir. Þvert á móti hafi Ný-Sjálendingar snúið bökum saman vegna árásarinnar og staðið vörð um gildi þeirra og hvað það þýðir að búa í Nýja-Sjálandi. Nýja-Sjáland Hryðjuverk í Christchurch Tengdar fréttir Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch hlaut lífstíðardóm Brenton Tarrant, sem játaði að hafa myrt 51 í tveimur skotárásum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars í fyrra, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í morgun, án reynslulausnar 27. ágúst 2020 07:03 Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. 24. ágúst 2020 07:34 Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42 Gáfu frá sér meira en 50 þúsund byssur Íbúar Nýja-Sjálands hafa gefið frá sér meira en 50 þúsund byssur eftir að skotvopnalög landsins voru hert í kjölfar þess að 51 var myrtur í tveimur moskum í Christchurch í mars. 21. desember 2019 09:09 Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Fleiri fréttir Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Sjá meira
Í mars í fyrra skaut hinn ástralski Brenton Tarrant 51 til bana í tveimur moskum í Christchurch. Hann notaðist við hálfsjálfvirk vopn og sýndi árásina í beinni útsendingu á Facebook með myndavél sem hann var með á hjálmi sínum. Árásarmaðurinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi í sumar. Í kjölfar árásarinnar var stofnuð sérstök nefnd sem átti meðal annars að kanna aðdraganda árásarinnar og hvort að yfirvöld hefðu getað komið í veg fyrir hana. Nefndin opinberaði niðurstöður sínar í morgun. Í stuttu máli segir nefndin engin mistök eða vankanntar á hinu opinbera hafi fundist sem hefðu leitt til þess að ætlanir Tarrant myndu uppgötvast, eins og bent er á í samantekt Guardian. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, fjallaði um skýrsluna í morgun sagðist hún að þó að ekki hafi verið hægt að stöðva árásina hafi mistök fundist og baðst hún afsökunar á því. Hún sagði að ríkisstjórn hennar myndi samþykkja allar tillögur nefndarinnar. Þar á meðal eru tillögur um að stofna nýja leyniþjónustu, Í niðurstöðum nefndarinnar segir að Tarrant hafi sýnt af sér rasisma frá unga aldri. Hann flutti til Nýja-Sjálands í ágúst 2017 og varði miklum tíma í að skipuleggja og undirbyggja hryðjuverkaárás. Hann átti enga nána vini og forðaðist viðburði. Þá segir að hann hafi fengið skotvopnaleyfi innan við þremur mánuðum eftir að hann flutti til landsins og það þrátt fyrir að hann hefði litla sem enga sögu í Nýja-Sjálandi. Nefndin segir að ekki hafi verið farið nægilega vel yfir umsókn hans. Brenton Harrison Tarrant var dæmdur í lífstíðarfangelsi í sumar.AP/John Kirk-Anderson Þá sagði nefndin einnig að yfirvöld Nýja Sjálands hafi lagt of mikla áherslu á varnir gegn íslamistum og mögulegum hryðjuverkum þeirra. Einnig kemur fram í skýrslu nefndarinnar að nokkrum mánuðum fyrir árásina hafi Tarrant farið á sjúkrahús eftir að hafa skotið sjálfan sig fyrir mistök. Það skotsár var ekki tilkynnt til lögreglu og segir nefndin að þörf sé á slíkum reglum. Nefndin segir einnig að Tarrant hafi misheppnast ætlunarverk sitt. Hann hafi ætlað sér að valda óreiðu og óeiningu innan Nýja-Sjálands en það hafi ekki gengið yfir. Þvert á móti hafi Ný-Sjálendingar snúið bökum saman vegna árásarinnar og staðið vörð um gildi þeirra og hvað það þýðir að búa í Nýja-Sjálandi.
Nýja-Sjáland Hryðjuverk í Christchurch Tengdar fréttir Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch hlaut lífstíðardóm Brenton Tarrant, sem játaði að hafa myrt 51 í tveimur skotárásum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars í fyrra, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í morgun, án reynslulausnar 27. ágúst 2020 07:03 Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. 24. ágúst 2020 07:34 Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42 Gáfu frá sér meira en 50 þúsund byssur Íbúar Nýja-Sjálands hafa gefið frá sér meira en 50 þúsund byssur eftir að skotvopnalög landsins voru hert í kjölfar þess að 51 var myrtur í tveimur moskum í Christchurch í mars. 21. desember 2019 09:09 Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Fleiri fréttir Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Sjá meira
Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch hlaut lífstíðardóm Brenton Tarrant, sem játaði að hafa myrt 51 í tveimur skotárásum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars í fyrra, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í morgun, án reynslulausnar 27. ágúst 2020 07:03
Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. 24. ágúst 2020 07:34
Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42
Gáfu frá sér meira en 50 þúsund byssur Íbúar Nýja-Sjálands hafa gefið frá sér meira en 50 þúsund byssur eftir að skotvopnalög landsins voru hert í kjölfar þess að 51 var myrtur í tveimur moskum í Christchurch í mars. 21. desember 2019 09:09
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð