Vaktin: „Hjálpið Úkraínu, Mariupol. Hjálpið Azovstal strax“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2022 08:48 Kalush Orchestra gengu inn í höllina veifandi úkraínska fánanum í kvöld. Jens Büttner/Getty Rússar eru taldir hafa tekið þá ákvörðun að hörfa alfarið frá Kharkiv í norðurhluta Úkraínu. Það er eftir umfangsmiklar og vel heppnaðar gagnárásir Úkraínumanna á svæðinu. Hersveitir Rússa hafa á síðustu dögum að mestu hörfað undan Úkraínumönnum án þess að berjast við þá, samkvæmt greiningu hugveitunnar Institute for the study of war. Úkraínumenn munu líklega reyna að koma aftan að sveitu Rússa í Izyum og skera á birgðalínur þeirra. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Úkraínu eru byrjaðar að sækja að birgðalínum rússneskra hermanna í Izyum í Donbas-héraði. Það er eftir að Rússar hörfuðu frá borginni Kharkiv, þar sem Úkraínumenn hafa gert stífar gagnárásir að undanförnu. Rússar eru taldir hafa gefið Kharkiv upp á bátinn og ákveðið að flytja sveitir sínar þar til Donbas-héraðs. Sögusagnir um að Vladimír Pútín sé alvarlega veikur og jafnvel dauðvona verða sífellt háværari. Yfirmaður leyniþjónustu Úkraínuhers tók undir þær í gær. Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu hers Úkraínu, sagði einnig að vendipunktur verði í stríðinu við Rússa í ágúst og að því verði lokið fyrir árslok. Ráðamenn í Rússlandi segja að sæki Finnar og Svíar um aðilda að Atlantshafsbandalaginu muni spenna á svæðinu aukast til muna. Rússar hafa stöðvað alla rafmagnsflutninga til Finnlands. Sérfræðingar ISW segja að Pútín muni líklega reyna að innlima héröð í Suður- og Austur-Úkraínu á næstu misserum og í kjölfarið lýsa því yfir að tilraunir Úkraínumanna til að frelsa þau héröð væru árásir á sjálft Rússland og gætu verið tilefni til notkunnar svokallaðra taktískra kjarnorkuvopna.
Hersveitir Rússa hafa á síðustu dögum að mestu hörfað undan Úkraínumönnum án þess að berjast við þá, samkvæmt greiningu hugveitunnar Institute for the study of war. Úkraínumenn munu líklega reyna að koma aftan að sveitu Rússa í Izyum og skera á birgðalínur þeirra. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Úkraínu eru byrjaðar að sækja að birgðalínum rússneskra hermanna í Izyum í Donbas-héraði. Það er eftir að Rússar hörfuðu frá borginni Kharkiv, þar sem Úkraínumenn hafa gert stífar gagnárásir að undanförnu. Rússar eru taldir hafa gefið Kharkiv upp á bátinn og ákveðið að flytja sveitir sínar þar til Donbas-héraðs. Sögusagnir um að Vladimír Pútín sé alvarlega veikur og jafnvel dauðvona verða sífellt háværari. Yfirmaður leyniþjónustu Úkraínuhers tók undir þær í gær. Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu hers Úkraínu, sagði einnig að vendipunktur verði í stríðinu við Rússa í ágúst og að því verði lokið fyrir árslok. Ráðamenn í Rússlandi segja að sæki Finnar og Svíar um aðilda að Atlantshafsbandalaginu muni spenna á svæðinu aukast til muna. Rússar hafa stöðvað alla rafmagnsflutninga til Finnlands. Sérfræðingar ISW segja að Pútín muni líklega reyna að innlima héröð í Suður- og Austur-Úkraínu á næstu misserum og í kjölfarið lýsa því yfir að tilraunir Úkraínumanna til að frelsa þau héröð væru árásir á sjálft Rússland og gætu verið tilefni til notkunnar svokallaðra taktískra kjarnorkuvopna.
Úkraína Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira