Þetta var fyrsti Englandsmeistaratitill félagsins síðan árið 1968 og það má með sanni segja að dramatískari verða sigrarnir líklega ekki.
Liðið þurfti sigur gegn QPR í lokaumferðinni til að hafa betur gegn nágrönnum sínum í Manchester United í baráttunni um titilinn. Heimamenn í City voru 2-1 undir þegar venjulegum leiktíma lauk, en Edin Dzeko jafnaði metin á annarri mínútu uppbótartíma áður en Sergi Agüero skoraði sigurmarkið eftirminnilega tveimur mínútum síðar.
Markið tryggði liðinu Englandsmeistaratitilinn, en aðeins markatalan skildi Manchester liðin að þetta tímabilið.
Sergio Aguero at the unveiling of his new statue outside the Etihad 💙 pic.twitter.com/4Gehf0JuIH
— GOAL (@goal) May 13, 2022
„Þetta var besta stund lífs míns,“ sagði Agüero þegar styttan var afhjúpuð.
„Þetta augnablik breytti lífi mínu. Það breytti klúbbnum og öllu. Þetta augnablik verður alltaf nálægt hjarta mínu.“
„Við vitum ekki hvað hefði gerst ef við hefðum ekki unnið titilinn þetta ár. Þetta breytti öllu af því að á næstu árum þá fórum við að vinna fleiri titla,“ sagði Argentínumaðurinn að lokum.