Besta upphitunin: Fyrirliði Vals hrósaði umgjörðinni hjá Aftureldingu í hástert Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2022 16:00 Kristín Þóra Birgisdóttir og Elísa Viðarsdóttir voru gestir Bestu upphitunarinnar. stöð 2 sport Helena Ólafsdóttir fékk fyrirliða Vals og Aftureldingar í heimsókn til að hita upp fyrir 4. umferð Bestu deildar kvenna sem fer af stað á morgun. Bæði Valur og Afturelding eiga mikilvæga leiki annað kvöld. Íslandsmeistarar Vals sækja Stjörnuna heim á meðan Afturelding sækir Keflavík heim. Elísa Viðarsdóttir kom Val á bragðið í 3-0 sigrinum á Keflavík í síðustu umferð. Valskonur sneru þar vörn í sókn eftir tapið fyrir Þór/KA, 2-1, í 2. umferðinni. Valur er í 2. sæti deildarinnar með sex stig, einu stigi á eftir toppliði Selfoss. „Deildin hefur farið skemmtilega af stað og óvænt úrslit í bland við viðbúin úrslit. Það er skemmtilegt að fá Selfoss á toppnum eftir þrjár umferðir,“ sagði Elísa sem hefur þó engan áhuga á að sjá Selfyssinga á toppnum mikið lengur. Kristín Þóra Birgisdóttir og stöllur hennar í Aftureldingu eru aftur á móti án stiga í 9. sæti deildarinnar. Undirbúningstímabilið byrjaði vel hjá Mosfellingum en meiðsli hafa sett stórt strik í reikning nýliðanna. Til að bregðast við því fékk Afturelding þrjá leikmenn á lokadegi félagaskiptagluggans; miðjumanninn Alexöndru Soree frá Breiðabliki og framherjann Sólveigu Jóhannesdóttur Larsen og markvörðinn Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving frá Val. Klippa: Besta upphitunin fyrir 4. umferð „Þetta var ekki draumabyrjunin hjá okkur. Við fengum á okkur mörk bara á fyrstu mínútunum og það er högg fyrir liðið. Við erum nýjar í þessari deild og kannski ekki alveg vanar þessu. En mér finnst við vera að koma til og finna hvernig stemmningin er,“ sagði Kristín. Hún segir stemmninguna í Mosfellsbæ góða og áhugann fyrir liðinu mikinn. „Það hafa rosa margir komið á leikina og stemmning fyrir að byrja mótið hjá okkur. Fólk er hvatt til að mæta á leiki og sett vinna í það, að við fáum smá athygli,“ sagði Kristín. Elísa segir að stemmningin í Mosfellsbænum og umgjörðin í kringum lið Aftureldingar hafi ekki farið fram hjá henni. „Maður finnur það sterkt, standandi fyrir utan liðið þeirra, að það er svo mikið af sjálfboðaliðum. Auðvitað erum við öll ofboðslega þakklát fyrir okkar sjálfsboðaliða sem sjást alltof sjaldan en maður finnur sérstaklega fyrir því í Mosó. Sjálfboðaliðarnir standa þétt við bakið á ykkur og þá myndast þessi gagnkvæma virðing. Ég get ímyndað mér að stelpurnar vilji leggja sig allar fram fyrir félagið þegar þær sjá hvernig starfið er unnið.“ Bestu upphitunina fyrir 4. umferðina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikirnir í 4. umferð Besta deild kvenna Bestu mörkin Afturelding Valur Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Bæði Valur og Afturelding eiga mikilvæga leiki annað kvöld. Íslandsmeistarar Vals sækja Stjörnuna heim á meðan Afturelding sækir Keflavík heim. Elísa Viðarsdóttir kom Val á bragðið í 3-0 sigrinum á Keflavík í síðustu umferð. Valskonur sneru þar vörn í sókn eftir tapið fyrir Þór/KA, 2-1, í 2. umferðinni. Valur er í 2. sæti deildarinnar með sex stig, einu stigi á eftir toppliði Selfoss. „Deildin hefur farið skemmtilega af stað og óvænt úrslit í bland við viðbúin úrslit. Það er skemmtilegt að fá Selfoss á toppnum eftir þrjár umferðir,“ sagði Elísa sem hefur þó engan áhuga á að sjá Selfyssinga á toppnum mikið lengur. Kristín Þóra Birgisdóttir og stöllur hennar í Aftureldingu eru aftur á móti án stiga í 9. sæti deildarinnar. Undirbúningstímabilið byrjaði vel hjá Mosfellingum en meiðsli hafa sett stórt strik í reikning nýliðanna. Til að bregðast við því fékk Afturelding þrjá leikmenn á lokadegi félagaskiptagluggans; miðjumanninn Alexöndru Soree frá Breiðabliki og framherjann Sólveigu Jóhannesdóttur Larsen og markvörðinn Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving frá Val. Klippa: Besta upphitunin fyrir 4. umferð „Þetta var ekki draumabyrjunin hjá okkur. Við fengum á okkur mörk bara á fyrstu mínútunum og það er högg fyrir liðið. Við erum nýjar í þessari deild og kannski ekki alveg vanar þessu. En mér finnst við vera að koma til og finna hvernig stemmningin er,“ sagði Kristín. Hún segir stemmninguna í Mosfellsbæ góða og áhugann fyrir liðinu mikinn. „Það hafa rosa margir komið á leikina og stemmning fyrir að byrja mótið hjá okkur. Fólk er hvatt til að mæta á leiki og sett vinna í það, að við fáum smá athygli,“ sagði Kristín. Elísa segir að stemmningin í Mosfellsbænum og umgjörðin í kringum lið Aftureldingar hafi ekki farið fram hjá henni. „Maður finnur það sterkt, standandi fyrir utan liðið þeirra, að það er svo mikið af sjálfboðaliðum. Auðvitað erum við öll ofboðslega þakklát fyrir okkar sjálfsboðaliða sem sjást alltof sjaldan en maður finnur sérstaklega fyrir því í Mosó. Sjálfboðaliðarnir standa þétt við bakið á ykkur og þá myndast þessi gagnkvæma virðing. Ég get ímyndað mér að stelpurnar vilji leggja sig allar fram fyrir félagið þegar þær sjá hvernig starfið er unnið.“ Bestu upphitunina fyrir 4. umferðina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikirnir í 4. umferð
Besta deild kvenna Bestu mörkin Afturelding Valur Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira