Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍBV 0-2 | Þægi­legt hjá ÍBV og ný­liðarnir án stiga

Jón Már Ferro skrifar
Kristín Erna skoraði síðara mark ÍBV í kvöld.
Kristín Erna skoraði síðara mark ÍBV í kvöld. Vísir/Vilhelm

ÍBV vann þægilegan 2-0 útisigur er liðið heimsótti Meistaravelli í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Nýliðar KR hafa nú tapað öllum þremur leikjum sínum til þessa í deildinni.

Í fyrri hálfleik þá voru ÍBV með öll völd á vellinum. KR-ingar hélt gestunum í skefjum með vel skipulögðum varnarleik en áttu erfitt uppdráttar þegar þær unnu boltann og misstu hann gjarnan jafn óðum. 

Haley Marie Thomas, fyrirliði ÍBV.Vísir/Vilhelm

Þrátt fyrir það fengu þær nokkrar skyndisóknir sem hefði verið nauðsynlegt að nýta ætluðu þær að fá eitthvað úr leiknum. Það voru hinsvegar gestirnir frá Vestmannaeyjum sem komust yfir undir lok fyrri hálfleiks. Eflaust verðskuldað ef litið er á tækifærin og gang leiksins.

Í seinni hálfleik þá gerði Jóhannes þjálfari KR-inga þrefalda skiptingu sem virtist fríska örlítið upp á leik þeirra en því miður fyrir þær skoruðu Eyjakonur á 73.mínútu. Það reyndist vera síðasta mark leiksins og sanngjarn sigur ÍBV staðreynd.

Af hverju vann ÍBV?

ÍBV vann leikinn vegna þess að varnarleikurinn var góður þegar þær þurftu að verjast. Annars voru þær meira með boltann og gerðu KR-ingum erfitt fyrir bæði varnarlega og sóknarlega. 

ÍBV virtist vera kraftmeira fram á við heldur en KR. Heimakonur réðu illa við kantmenn og framherja gestanna sem voru mjög sprækar sóknarlega.

Hverjar stóðu upp úr?

Flestar ef ekki allir leikmenn ÍBV spiluðu vel í kvöld. Kristín og Viktorija skoruðu mörkin sem skiluðu sigrinum svo það má segja að þær hafi staðið upp úr í dag.

Hvað gekk illa?

KR-ingum gekk illa að nýta sér boltann þegar þær unnu hann. Varnarleikurinn var alls ekki hræðilegur en vegna þess hve illa þær gerðu með boltann þá var leikurinn of erfiður fyrir þær. Það vantar örlítið upp á sóknarlega til að fara vinna leiki.

Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR, í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm

Hvað gerist næst?

KR spilar á móti Breiðablik og Val í næstu tveimur leikjum. Það verður erfitt fyrir KR að ná í stig á móti þessum tveimur liðum. ÍBV aftur á móti á leik á móti Þrótti næst og svo Breiðablik.

Það verður fróðlegt að fylgjast með liðunum í næstu leikjum.

Heilt yfir erum við ekki að skapa mikið

Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR.Vísir/Vilhelm

Aðspurður hvernig Jóhannes fannst leikplanið ganga upp í kvöld:

„Framan að leik gekk það ágætlega, við leyfðum þeim aðeins að vera með boltann til baka og reyndum að loka svæðum og sækja síðan hratt á þær. Við fáum móment í stöðunni 0-0 í fyrri hálfleik, þar sem við hefðum viljað fá brot rétt fyrir utan teig eða fá eitthvað út úr þeirri sókn en heilt yfir erum við ekki að skapa mikið. Engu að síður náum við að halda þessu í 50/50 bísna lengi og erum að reyna berjast fyrir öllum boltum. Við þurfum bara hreinlega meiri gæði heilt yfir til þess að skapa okkur meira og fara fá mörk,“ sagði Jóhannes Karl þjálfari KR um upplegg þeirra.

Jóhannes telur að sitt lið þurfi að bæta sóknarleikinn.

„Klárlega við þurfum fleiri leikmenn inn í sóknarleikinn. Þetta er einhæft, við þurfum meiri hraða fram á við í að allir séu komnir í stöðu. Við erum að fara í erfiða bolta of fljótt. Þetta er erfitt þegar þú liggur djúpt og þarft að spila hratt upp, þá þarftu að fá hraðar hreyfingar. Við þurfum að fara bjóða efstu línu upp á fleiri kosti undir, þannig við þurfum bara hreinlega meiri breidd í sóknarleikinn. Það þurfa fleiri að stíga upp og taka rétt hlaup og ákvarðanir.“

KR gerir þrefalda skiptingu á 58.mínútu og eiga fínan kafla í nokkrar mínútur eftir það en náðu því miður ekki að nýta sér það.

„Þær skora náttúrulega eftir horn þar sem við erum búin að hreinsa í tvígang en náðum ekki að ýta upp og fylgja því eftir. Við vorum aðeins að fara reyna ýta upp á völlinn, við þurftum jöfnunarmarkið. Ætluðum að sækja það en mér fannst annað markið óþarfi, mér fannst það klaufalegt. Við erum búin að hreinsa þessu og látum svolítið teyma okkur út úr stöðum, einfaldur bolti út vinstra megin hjá þeim og fyrirgjöf. Þetta er of einfalt, við eigum að lesa þetta betur,“sagði Jóhannes um mínúturnar sem gera út um leikinn.

Jóhannes fannst varnarleikurinn vera fínn en talaði um þætti sem hans lið getur bætt.

„Varnarlega fannst mér við fínar í dag, við þurfum náttúrulega að klára maður á mann stöður. Heillt yfir er liðið að hreyfa vel og er að vinna góða vinnu, það er hraði í færslum. Mér fannst fyrsta markið bara soft varnarleikur einn á einn, hún nær skoti þarna fyrir utan teig. Úr stöðu þar sem það eru leikmenn á réttum stað, það eru leikmenn fyrir. Þú þarft bara að vera aggressívari, þú þarf að klára einn á einn stöðuna þína. Það var nákvæmlega eins í seinna markinu þarna í boxinu, við áttum samt að vera búin að bæja þeirri hættu frá. Heilt yfir fannst mér varnarleikurinn í góðu lagi. Hinsvegar er það þannig ef við náum ekki að spila boltanum inn á miðjunna, náum ekki að halda boltanum innan liðsins þá verður þetta alltaf mjög langur leikur varnarlega séð. Það sem okkur vantar fyrst og fremst núna er að halda betur í boltann, fá betri hreyfingar og kannski meiri trú á að við getum spilað betri fótbolta en hér í dag,“ sagði Jóhannes ákveðinn.

Varðandi framhaldið var Jóhannes léttur á því.

„Breiðablik og Valur í næstu tveimur. Ætli það verði ekki bara sex stig,“ sagði Jóhannes kíminn að lokum.

Vorum á þeirra vallarhelmingi mestann hluta leiksins

Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV.Vísir/Vilhelm

„Þetta var góður sigur fyrir okkur til að koma tímabilinu almennilega af stað. Við stjórnuðum leiknum frá upphafi til enda. Það er alltaf ánægjulegt að vinna og halda hreinu,“ sagði Jonathan Glenn.

Jonathan Glenn sagði að markmið ÍBV fyrir leikinn hafi verið að stjórna leiknum og halda boltanum.

„Já ég held að það sé eitthvað sem við sáum úr síðasta leik og töluðum um að þyrfti að bæta. Við töluðum um þolinmæði og að bíða eftir réttu tækifærunum, ég held það hafi tekist vel í dag.“

Þjálfari ÍBV taldi að hans lið hafi varist KR vel og náð að loka vel á þeirra sóknaraðgerðir. Hann tók það hinsvegar fram að það var ekki sjálfgefið

„Já auðvitað, við verðum að virða þeirra lið. Þær eru í Bestu deildinni af ástæðu. Í fyrri hálfleik voru nokkur augnablik þar sem við gáfum færi á okkur. Við fórum yfir það í hálfleik og í seinni hálfleik held ég að við höfum náð að laga það,“ sagði Jonathan Glenn.

Aðspurður hvort hans lið hafi geta skapað fleiri færi.

„Ég held aðallega að við hefðum getað spilað betur úr þeim stöðum sem komu upp á síðasta þriðjungi vallarins. Loka sendingin og síðustu hreyfingarnar hefðu getað verið betri, heilt yfir var ég sáttur með frammistöðuna í dag,“ sagði Jonathan um sóknarleikinn.

„Ég er frekar sáttur við leikinn, við vorum á þeirra vallarhelmingi mestann hluta leiksins. Stjórnuðum leiknum og KR ógnaði okkur ekki mjög mikið,“sagði Jonathan Glenn að lokum.


Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.