Íslenski boltinn

Toppliðið heldur áfram að styrkja sig

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Keflavíkurkonur hafa byrjað mótið frábærlega.
Keflavíkurkonur hafa byrjað mótið frábærlega. Vísir/Hulda Margrét

Topplið Keflavíkur hefur fengið liðsstyrk fyrir átökin í Bestu deildinni í sumar.

Spænski miðvallarleikmaðurinn Maria Pinon hefur fengið leikheimild með liðinu og gæti tekið þátt í leiknum gegn Val á mánudag.

Pinon lék síðast í háskólaboltanum í Bandaríkjunum þar sem hún var samherji brasilíska framherjans, Ana Paula Santos, sem kom til Keflavíkur fyrir mótið og skoraði þrennu í 4-0 sigri á KR í fyrstu umferð deildarinnar.

Pinon er 21 árs og hefur einnig leikið í B-deild á Spáni.

Keflavík er á toppi Bestu deildarinnar eftir tvær umferðir með fullt hús stiga og markatöluna 5-0 og verður áhugavert að sjá hvernig liðinu gengur að eiga við Íslandsmeistara Vals á mánudag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×