Mér fannst við vera að fá fleiri færi og eiga að vinna Sverrir Mar Smárason skrifar 6. maí 2022 20:45 Ólafur Jóhannesson (til hægri) hefði viljað sjá sína menn taka öll þrjú stigin í kvöld. Vísir/Hulda Margrét FH fékk Val í heimsókn í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var opinn og skiptust liðin á að leiða. Lokaniðurstaðan varð 2-2 jafntefli og Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var sáttur við frammistöðu síns liðs. FH fékk Val í heimsókn í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var opinn og skiptust liðin á að leiða. Lokaniðurstaðan varð 2-2 jafntefli og Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var sáttur við frammistöðu síns liðs. „Þetta var fínn leikur af okkar hálfu og erum að spila á móti öflugu liði. Mér fannst við hefðum átt að koma leiknum í 2-0 fyrir okkur á tímabili og við fengum það í bakið. Það voru nú ekki mörg færi í þessum leik en ég held að þau hafi verið fleiri okkar megin. Boltinn fór bara ekki inn, það munaði því. Svo eru Valsararnir stórhættulegt lið og með öfluga framherja. Þeir ná að snúa leiknum sér í hag en feiknalega fínt að koma til baka og fá stigið,“ sagði Ólafur. FH liðið skapaði sér góð færi og spilaði á köflum mjög vel. Ólafur segir uppleggið hafa gengið þokkalega upp. „Mér fannst uppleggið bara ganga fínt. Við vorum duglegir og fórum í þessi svæði sem við ætluðum að fara í. Eins og ég segi að þá fannst mér við eiga að vinna þennan leik, mér fannst við vera að fá fleiri færi og eiga að vinna hann. Þannig að ég er mjög ánægður með leik minna manna,“ sagði Ólafur. Davíð Snær Jóhannsson og Lasse Petry voru tilkynntir sem nýir leikmenn FH í gær og í dag. Davíð var strax í byrjunarliðinu í kvöld en Lasse Petry ekki enn kominn með leikheimild. „Mér fannst Davíð standa sig feikna vel og er geysilega ánægður með hans innkomu í liðið. Hann, eins og fleiri leikmenn, var í fínu standi hér í dag og ég er mjög spenntur að sjá hvernig hann bregst við og hagar sér í framhaldinu. Lasse ætti að vera klár í næsta leik. Við erum að klára smá mál við Danina en það ætti að ganga eftir,“ sagði Ólafur um nýju leikmennina. Mikið hefur verið rætt um að leikmaður Vals, Sigurður Egill Lárusson, gæti verið á leið til FH. Ólafur segir ekkert til í því. Vísir spurði hvort FH væri ‚ennþá‘ að reyna að fá Sigurð Egil. „Þú sagðir ‚ennþá‘ hvað þýðir það? Nei, við erum ekki búnir að tala við hann,“ sagði Ólafur að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Valur 2-2 | Heimamenn fyrstir til að ná stigum af Valsmönnum FH varð fyrsta lið sumarsins til að ná stigum af Val er liðin mættust í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur í Kaplakrika 2-2 eftir að Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin undir lok leiks. 6. maí 2022 19:55 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
FH fékk Val í heimsókn í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var opinn og skiptust liðin á að leiða. Lokaniðurstaðan varð 2-2 jafntefli og Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var sáttur við frammistöðu síns liðs. „Þetta var fínn leikur af okkar hálfu og erum að spila á móti öflugu liði. Mér fannst við hefðum átt að koma leiknum í 2-0 fyrir okkur á tímabili og við fengum það í bakið. Það voru nú ekki mörg færi í þessum leik en ég held að þau hafi verið fleiri okkar megin. Boltinn fór bara ekki inn, það munaði því. Svo eru Valsararnir stórhættulegt lið og með öfluga framherja. Þeir ná að snúa leiknum sér í hag en feiknalega fínt að koma til baka og fá stigið,“ sagði Ólafur. FH liðið skapaði sér góð færi og spilaði á köflum mjög vel. Ólafur segir uppleggið hafa gengið þokkalega upp. „Mér fannst uppleggið bara ganga fínt. Við vorum duglegir og fórum í þessi svæði sem við ætluðum að fara í. Eins og ég segi að þá fannst mér við eiga að vinna þennan leik, mér fannst við vera að fá fleiri færi og eiga að vinna hann. Þannig að ég er mjög ánægður með leik minna manna,“ sagði Ólafur. Davíð Snær Jóhannsson og Lasse Petry voru tilkynntir sem nýir leikmenn FH í gær og í dag. Davíð var strax í byrjunarliðinu í kvöld en Lasse Petry ekki enn kominn með leikheimild. „Mér fannst Davíð standa sig feikna vel og er geysilega ánægður með hans innkomu í liðið. Hann, eins og fleiri leikmenn, var í fínu standi hér í dag og ég er mjög spenntur að sjá hvernig hann bregst við og hagar sér í framhaldinu. Lasse ætti að vera klár í næsta leik. Við erum að klára smá mál við Danina en það ætti að ganga eftir,“ sagði Ólafur um nýju leikmennina. Mikið hefur verið rætt um að leikmaður Vals, Sigurður Egill Lárusson, gæti verið á leið til FH. Ólafur segir ekkert til í því. Vísir spurði hvort FH væri ‚ennþá‘ að reyna að fá Sigurð Egil. „Þú sagðir ‚ennþá‘ hvað þýðir það? Nei, við erum ekki búnir að tala við hann,“ sagði Ólafur að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Valur 2-2 | Heimamenn fyrstir til að ná stigum af Valsmönnum FH varð fyrsta lið sumarsins til að ná stigum af Val er liðin mættust í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur í Kaplakrika 2-2 eftir að Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin undir lok leiks. 6. maí 2022 19:55 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Leik lokið: FH - Valur 2-2 | Heimamenn fyrstir til að ná stigum af Valsmönnum FH varð fyrsta lið sumarsins til að ná stigum af Val er liðin mættust í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur í Kaplakrika 2-2 eftir að Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin undir lok leiks. 6. maí 2022 19:55