Mér fannst við vera að fá fleiri færi og eiga að vinna Sverrir Mar Smárason skrifar 6. maí 2022 20:45 Ólafur Jóhannesson (til hægri) hefði viljað sjá sína menn taka öll þrjú stigin í kvöld. Vísir/Hulda Margrét FH fékk Val í heimsókn í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var opinn og skiptust liðin á að leiða. Lokaniðurstaðan varð 2-2 jafntefli og Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var sáttur við frammistöðu síns liðs. FH fékk Val í heimsókn í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var opinn og skiptust liðin á að leiða. Lokaniðurstaðan varð 2-2 jafntefli og Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var sáttur við frammistöðu síns liðs. „Þetta var fínn leikur af okkar hálfu og erum að spila á móti öflugu liði. Mér fannst við hefðum átt að koma leiknum í 2-0 fyrir okkur á tímabili og við fengum það í bakið. Það voru nú ekki mörg færi í þessum leik en ég held að þau hafi verið fleiri okkar megin. Boltinn fór bara ekki inn, það munaði því. Svo eru Valsararnir stórhættulegt lið og með öfluga framherja. Þeir ná að snúa leiknum sér í hag en feiknalega fínt að koma til baka og fá stigið,“ sagði Ólafur. FH liðið skapaði sér góð færi og spilaði á köflum mjög vel. Ólafur segir uppleggið hafa gengið þokkalega upp. „Mér fannst uppleggið bara ganga fínt. Við vorum duglegir og fórum í þessi svæði sem við ætluðum að fara í. Eins og ég segi að þá fannst mér við eiga að vinna þennan leik, mér fannst við vera að fá fleiri færi og eiga að vinna hann. Þannig að ég er mjög ánægður með leik minna manna,“ sagði Ólafur. Davíð Snær Jóhannsson og Lasse Petry voru tilkynntir sem nýir leikmenn FH í gær og í dag. Davíð var strax í byrjunarliðinu í kvöld en Lasse Petry ekki enn kominn með leikheimild. „Mér fannst Davíð standa sig feikna vel og er geysilega ánægður með hans innkomu í liðið. Hann, eins og fleiri leikmenn, var í fínu standi hér í dag og ég er mjög spenntur að sjá hvernig hann bregst við og hagar sér í framhaldinu. Lasse ætti að vera klár í næsta leik. Við erum að klára smá mál við Danina en það ætti að ganga eftir,“ sagði Ólafur um nýju leikmennina. Mikið hefur verið rætt um að leikmaður Vals, Sigurður Egill Lárusson, gæti verið á leið til FH. Ólafur segir ekkert til í því. Vísir spurði hvort FH væri ‚ennþá‘ að reyna að fá Sigurð Egil. „Þú sagðir ‚ennþá‘ hvað þýðir það? Nei, við erum ekki búnir að tala við hann,“ sagði Ólafur að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Valur 2-2 | Heimamenn fyrstir til að ná stigum af Valsmönnum FH varð fyrsta lið sumarsins til að ná stigum af Val er liðin mættust í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur í Kaplakrika 2-2 eftir að Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin undir lok leiks. 6. maí 2022 19:55 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
FH fékk Val í heimsókn í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var opinn og skiptust liðin á að leiða. Lokaniðurstaðan varð 2-2 jafntefli og Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var sáttur við frammistöðu síns liðs. „Þetta var fínn leikur af okkar hálfu og erum að spila á móti öflugu liði. Mér fannst við hefðum átt að koma leiknum í 2-0 fyrir okkur á tímabili og við fengum það í bakið. Það voru nú ekki mörg færi í þessum leik en ég held að þau hafi verið fleiri okkar megin. Boltinn fór bara ekki inn, það munaði því. Svo eru Valsararnir stórhættulegt lið og með öfluga framherja. Þeir ná að snúa leiknum sér í hag en feiknalega fínt að koma til baka og fá stigið,“ sagði Ólafur. FH liðið skapaði sér góð færi og spilaði á köflum mjög vel. Ólafur segir uppleggið hafa gengið þokkalega upp. „Mér fannst uppleggið bara ganga fínt. Við vorum duglegir og fórum í þessi svæði sem við ætluðum að fara í. Eins og ég segi að þá fannst mér við eiga að vinna þennan leik, mér fannst við vera að fá fleiri færi og eiga að vinna hann. Þannig að ég er mjög ánægður með leik minna manna,“ sagði Ólafur. Davíð Snær Jóhannsson og Lasse Petry voru tilkynntir sem nýir leikmenn FH í gær og í dag. Davíð var strax í byrjunarliðinu í kvöld en Lasse Petry ekki enn kominn með leikheimild. „Mér fannst Davíð standa sig feikna vel og er geysilega ánægður með hans innkomu í liðið. Hann, eins og fleiri leikmenn, var í fínu standi hér í dag og ég er mjög spenntur að sjá hvernig hann bregst við og hagar sér í framhaldinu. Lasse ætti að vera klár í næsta leik. Við erum að klára smá mál við Danina en það ætti að ganga eftir,“ sagði Ólafur um nýju leikmennina. Mikið hefur verið rætt um að leikmaður Vals, Sigurður Egill Lárusson, gæti verið á leið til FH. Ólafur segir ekkert til í því. Vísir spurði hvort FH væri ‚ennþá‘ að reyna að fá Sigurð Egil. „Þú sagðir ‚ennþá‘ hvað þýðir það? Nei, við erum ekki búnir að tala við hann,“ sagði Ólafur að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Valur 2-2 | Heimamenn fyrstir til að ná stigum af Valsmönnum FH varð fyrsta lið sumarsins til að ná stigum af Val er liðin mættust í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur í Kaplakrika 2-2 eftir að Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin undir lok leiks. 6. maí 2022 19:55 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Leik lokið: FH - Valur 2-2 | Heimamenn fyrstir til að ná stigum af Valsmönnum FH varð fyrsta lið sumarsins til að ná stigum af Val er liðin mættust í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur í Kaplakrika 2-2 eftir að Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin undir lok leiks. 6. maí 2022 19:55