Chelsea glutraði niður tveggja marka forystu á heimavelli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fyrstu mörk Lukaku í ár.
Fyrstu mörk Lukaku í ár. vísir/Getty

Óvæntur markaskorari kom Chelsea í kjörstöðu gegn Wolverhampton Wanderers á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni en það dugði ekki til sigurs.

Belgíski framherjinn Romelu Lukaku hefur ekki látið mikið til sín taka með Chelsea á tímabilinu en hann fékk tækifærið í sóknarlínu liðsins í dag. 

Fyrri hálfleikur var markalaus en fljótlega í síðari hálfleik fór að draga til tíðinda.

Lukaku kom heimamönnum í forystu með marki úr vítaspyrnu á 56.mínútu og aðeins örfáum sekúndum síðar tvöfaldaði hann forystuna. Fyrstu deildarmörk kappans á þessu ári.

Úlfarnir, sem voru án stjóra síns, Bruno Lage, gáfust ekki upp og náðu að kreista út eitt stig með tveimur mörkum á lokakaflanum.

Trincao minnkaði muninn á 80.mínútu og þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði Conor Coady metin fyrir Úlfana. Nokkrum sekúndum síðar var flautað til leiksloka og lokatölur 2-2.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira