Íslandsvinurinn og jarðeigandinn ekki búinn að gefast upp að eignast Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2022 09:30 Sir Jim Ratcliffe er ekki bara áhugamaður um veiði og jarðir á Íslandi því hann elskar líka fótbolta. Getty/Bryn Lennon Sir Jim Ratcliffe hefur keypt margar jarðir á Íslandi en núna vill breski auðkýfingurinn eignast enska fótboltaliðið Chelsea. Hann kom reyndar seint inn í útboðið en mætti með risatilboð. Chelsea er nú til sölu eins og frægt er vegna það að eftir innrás Rússa í Úkraínu þá þvingaði breska ríkisstjórnin Rússann Roman Abramovich til að selja félagið vegna tengsla hans við Vladímír Pútin og rússnesk yfirvöld. Sir Jim er einn ríkasti maður Bretlands en hann er meirihlutaeignandi í efnifyrirtækinu Ineos og hefur sýnt fram á mikinn áhuga á íþróttum með því að kaupa nokkur íþróttalið. Billionaire Sir Jim Ratcliffe says he is "not giving up" on taking over Chelsea despite "disappointing communication" over his £4.25bn offer.The majority shareholder of chemical group Ineos, made a late bid for the Premier League club on FridayRead more | #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) May 4, 2022 Hann á aftur á móti eftir að eignast fótboltalið í heimalandi sínu og þegar allir voru búnir afskrifa tilboð frá honum og útboðsglugganum hafði í raun verið lokað þá sendi hann óvænt inn risatilboð upp á 4,25 milljarða punda eða um 696 milljarða íslenskra króna. Ratcliffe ræddi tilboðið sitt í viðtali við breska ríkisútvarpið og um þá staðreynd að því hefði nú verið hafnað. Hann talaði um slæm samskipti en veitti væntanlega viðtalið til að koma sínum hugmyndum á framfæri og setja pressu á sölunefndina. Tilboð frá fjárfestingahóp undir forystu Todd Boehly, eignandi hafnarboltaliðsins LA Dodgers, er sagt vera það útvalda í söluferlinu en það hefur þó ekki verið tilkynnt formlega. Ratcliffe spilar út breska spilinu í viðtalinu. „Þeir ættu að íhuga tilboð frá Bretlandi,“ sagði Sir Jim Ratcliffe í viðtalinu. Ratcliffe segir að sinn hópur hafi átt jákvæðar viðræður við bresk yfirvöld en að hann hafi ekki rætt við núverandi eiganda Chelsea, Roman Abramovich. „Við höfum talað við Raine og hittum þau í lok síðustu viku. Við kynntum okkar tilboð en höfum heyrt mjög lítið síðan,“ sagði Ratcliffe. Sir Jim Ratcliffe s Chelsea bid rejected out of hand , Ineos director confirms https://t.co/iGdIeyBS9W— The Guardian (@guardian) May 4, 2022 „Mín skilaboð til Raine er að ekki slá okkar tilboð út af borðinu. Við erum bresk og ætlum okkur að gera frábæra hluti með Chelsea. Ef ég væri Raine þá myndi ég ekki loka neinum dyrum,“ sagði Ratcliffe. En af hverju kom tilboðið hans svona seint? „Það er frekar einfalt svar við því. Það er risastór ákvörðun að kaupa þjóðareign og þetta er stór skuldbinding bæði hvað varðar tíma og peninga. Við erum mætt til að vera hér til langframa. Það er mikil ábyrgð og það tekur tíma að komast að slíkri ákvörðun til að gera hana af fullum hug,“ sagði Ratcliffe en hvaðan kemur áhugi hans á Chelsea fótboltaliðinu? „Ég á hús í Chelsea og hef búð í Chelsea í mörg ár. Ég hef verið ársmiðahafi í mörg ár og fyrirtæki mitt er með aðsetur í Chelsea. Þegar við horfum síðan á alla myndina þá er fótbolti stærsta íþróttin í heimi, breska deildina er stærsta deildin í heiminum og Chelsea er eitt af bestu liðunum í þeirri deild,“ sagði Ratcliff. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira
Chelsea er nú til sölu eins og frægt er vegna það að eftir innrás Rússa í Úkraínu þá þvingaði breska ríkisstjórnin Rússann Roman Abramovich til að selja félagið vegna tengsla hans við Vladímír Pútin og rússnesk yfirvöld. Sir Jim er einn ríkasti maður Bretlands en hann er meirihlutaeignandi í efnifyrirtækinu Ineos og hefur sýnt fram á mikinn áhuga á íþróttum með því að kaupa nokkur íþróttalið. Billionaire Sir Jim Ratcliffe says he is "not giving up" on taking over Chelsea despite "disappointing communication" over his £4.25bn offer.The majority shareholder of chemical group Ineos, made a late bid for the Premier League club on FridayRead more | #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) May 4, 2022 Hann á aftur á móti eftir að eignast fótboltalið í heimalandi sínu og þegar allir voru búnir afskrifa tilboð frá honum og útboðsglugganum hafði í raun verið lokað þá sendi hann óvænt inn risatilboð upp á 4,25 milljarða punda eða um 696 milljarða íslenskra króna. Ratcliffe ræddi tilboðið sitt í viðtali við breska ríkisútvarpið og um þá staðreynd að því hefði nú verið hafnað. Hann talaði um slæm samskipti en veitti væntanlega viðtalið til að koma sínum hugmyndum á framfæri og setja pressu á sölunefndina. Tilboð frá fjárfestingahóp undir forystu Todd Boehly, eignandi hafnarboltaliðsins LA Dodgers, er sagt vera það útvalda í söluferlinu en það hefur þó ekki verið tilkynnt formlega. Ratcliffe spilar út breska spilinu í viðtalinu. „Þeir ættu að íhuga tilboð frá Bretlandi,“ sagði Sir Jim Ratcliffe í viðtalinu. Ratcliffe segir að sinn hópur hafi átt jákvæðar viðræður við bresk yfirvöld en að hann hafi ekki rætt við núverandi eiganda Chelsea, Roman Abramovich. „Við höfum talað við Raine og hittum þau í lok síðustu viku. Við kynntum okkar tilboð en höfum heyrt mjög lítið síðan,“ sagði Ratcliffe. Sir Jim Ratcliffe s Chelsea bid rejected out of hand , Ineos director confirms https://t.co/iGdIeyBS9W— The Guardian (@guardian) May 4, 2022 „Mín skilaboð til Raine er að ekki slá okkar tilboð út af borðinu. Við erum bresk og ætlum okkur að gera frábæra hluti með Chelsea. Ef ég væri Raine þá myndi ég ekki loka neinum dyrum,“ sagði Ratcliffe. En af hverju kom tilboðið hans svona seint? „Það er frekar einfalt svar við því. Það er risastór ákvörðun að kaupa þjóðareign og þetta er stór skuldbinding bæði hvað varðar tíma og peninga. Við erum mætt til að vera hér til langframa. Það er mikil ábyrgð og það tekur tíma að komast að slíkri ákvörðun til að gera hana af fullum hug,“ sagði Ratcliffe en hvaðan kemur áhugi hans á Chelsea fótboltaliðinu? „Ég á hús í Chelsea og hef búð í Chelsea í mörg ár. Ég hef verið ársmiðahafi í mörg ár og fyrirtæki mitt er með aðsetur í Chelsea. Þegar við horfum síðan á alla myndina þá er fótbolti stærsta íþróttin í heimi, breska deildina er stærsta deildin í heiminum og Chelsea er eitt af bestu liðunum í þeirri deild,“ sagði Ratcliff. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira