„Megið færa Helenu og þeim þennan sokk“ Atli Arason skrifar 4. maí 2022 22:30 Gunnar Magnús Jónsson mætti með sokk fyrir sérfræðinga Stöðvar 2 Sport eftir leik. Vísir/Atli Arason Það voru ekki margir sem höfðu einhverja trú á Keflavík á þessu tímabili, þar á meðal Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport sem spáðu því að Keflavík myndi enda í neðsta sæti deildarinnar. Keflavík hefur svarað því með tveimur sigrum í tveimur leikjum, þar á meðal gegn bikarmeisturum Breiðabliks í kvöld. Eftir sigurinn gegn Breiðablik var Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, spurður af því hvort hann væri ekki að troða sokki upp í ansi marga með þessum sigri í kvöld. Gunnar gerði sér lítið fyrir og dróg sokk upp úr vasanum og sagði, „ég ætla að fá að byrja á því, þið megið færa Helenu og þeim þennan sokk.“ Gunnar kom sokknum til skila og uppskar mikinn hlátur áður en hann bætti við. „Vissulega getum við verið glaðar yfir þessum sigri. Við vorum á toppnum eftir fyrstu umferð og við höldum okkur þar áfram. Þetta var geggjuð frammistaða hjá stelpunum. Auðvitað er mótið rétt að byrja en fyrir lið eins og okkur sem var spáð þetta slæmu gengi þá er geggjað að byrja svona, að halda hreinu í tveimur leikjum og vinna gríðarlega sterk lið Breiðabliks,“ sagði Gunnar í viðtali við Vísi eftir leikinn. Keflvíkingar náðu fjórum stigum af Breiðablik á síðasta leiktímabili og bætta við öðrum þrem í fyrstu tilraun í ár. Gunnar segir leikplanið í kvöld hafi verið svipað og það á síðasta tímabili. „Við erum kannski með eitthvað tak á Blikum, við lögðum leikinn upp ekkert ósvipað og við gerðum í fyrra. Blikar eru með taktískt lið og eru með ákveðnar færslur sem við náðum bara að loka nokkuð vel á. Svo líka auðvitað eins og allir sem horfðu á leikinn sáu, markvörðurinn okkar, vá. Ég hef bara ekki séð annað eins. Hún var frábær í leiknum, bæði vörslur, fyrirgjafir sem hún greip og spyrnur frá markinu sem hún kemur hátt á völlinn.“ Samantha Murphy, markvörður Keflavíkur, átti sennilega einhvern besta leik sem leikmaður hefur átt í treyju Keflavíkur í langan tíma. Hún varði allt sem Blikar komu á hana í leiknum í kvöld og kórónaði frammistöðu sína með því að verja vítaspyrnu í uppbótatíma síðari hálfleiks. „Við erum búnar að sjá hana [Murphy] á æfingum og við vitum hvað hún er góð en önnur lið eru kannski ekki búin að sjá það því hún er bara búinn að spila á móti KR. Hún er frábær markvörður og auðvitað gefur það liðinu mikið sjálfstraust að vita af svona góðri manneskju fyrir aftan sig,“ sagði sigurreifur Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna Keflavík ÍF Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Getur varla gengið lengur Sport Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Eftir sigurinn gegn Breiðablik var Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, spurður af því hvort hann væri ekki að troða sokki upp í ansi marga með þessum sigri í kvöld. Gunnar gerði sér lítið fyrir og dróg sokk upp úr vasanum og sagði, „ég ætla að fá að byrja á því, þið megið færa Helenu og þeim þennan sokk.“ Gunnar kom sokknum til skila og uppskar mikinn hlátur áður en hann bætti við. „Vissulega getum við verið glaðar yfir þessum sigri. Við vorum á toppnum eftir fyrstu umferð og við höldum okkur þar áfram. Þetta var geggjuð frammistaða hjá stelpunum. Auðvitað er mótið rétt að byrja en fyrir lið eins og okkur sem var spáð þetta slæmu gengi þá er geggjað að byrja svona, að halda hreinu í tveimur leikjum og vinna gríðarlega sterk lið Breiðabliks,“ sagði Gunnar í viðtali við Vísi eftir leikinn. Keflvíkingar náðu fjórum stigum af Breiðablik á síðasta leiktímabili og bætta við öðrum þrem í fyrstu tilraun í ár. Gunnar segir leikplanið í kvöld hafi verið svipað og það á síðasta tímabili. „Við erum kannski með eitthvað tak á Blikum, við lögðum leikinn upp ekkert ósvipað og við gerðum í fyrra. Blikar eru með taktískt lið og eru með ákveðnar færslur sem við náðum bara að loka nokkuð vel á. Svo líka auðvitað eins og allir sem horfðu á leikinn sáu, markvörðurinn okkar, vá. Ég hef bara ekki séð annað eins. Hún var frábær í leiknum, bæði vörslur, fyrirgjafir sem hún greip og spyrnur frá markinu sem hún kemur hátt á völlinn.“ Samantha Murphy, markvörður Keflavíkur, átti sennilega einhvern besta leik sem leikmaður hefur átt í treyju Keflavíkur í langan tíma. Hún varði allt sem Blikar komu á hana í leiknum í kvöld og kórónaði frammistöðu sína með því að verja vítaspyrnu í uppbótatíma síðari hálfleiks. „Við erum búnar að sjá hana [Murphy] á æfingum og við vitum hvað hún er góð en önnur lið eru kannski ekki búin að sjá það því hún er bara búinn að spila á móti KR. Hún er frábær markvörður og auðvitað gefur það liðinu mikið sjálfstraust að vita af svona góðri manneskju fyrir aftan sig,“ sagði sigurreifur Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild kvenna Keflavík ÍF Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Getur varla gengið lengur Sport Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn