Sleit krossband í hné í sínum fyrsta deildarleik fyrir ÍBV Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. maí 2022 23:31 Sydney Carr (til vinstri) ásamt Haley Thomas og Ameera Hussen. ÍBV Sport Sydney Nicole Carr hóf feril sinn með ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta á versta mögulega hátt. Hún sleit krossband í hné og var tekin af velli eftir rétt rúmlega tíu mínútna leik. Hún spilar ekki meira á tímabilinu. Sydney Carr gekk í raðir ÍBV seint á síðasta ári og átti að hjálpa til við að bæta sóknarleik liðsins eftir að hafa raðað inn mörkum í bandaríska háskólaboltanum. Sydney var á sínum tíma valin í bæði U-17 og U-19 ára landslið Bandaríkjanna á sínum tíma. Sydney hafði leikið fjóra leiki með ÍBV í Lengjubikarnum og var svo í byrjunarliði liðsins þegar Stjarnan kom í heimsókn til Vestmannaeyja í 1. umferð Bestu deildar kvenna. Varð hún fyrir því óláni að meiðast illa upphafi leiks og var í kjölfarið tekin af velli. Samkvæmt heimildum Vísis kom í kjölfarið í ljós að um slitið krossband í hné væri að ræða og ljóst að Sydney Carr spilar ekki meira með ÍBV í sumar. Íþróttadeild Vísis spáði ÍBV 7. sæti Bestu deildar kvenna í ár. Þegar tveimur umferðum er lokið eru Eyjakonur með eitt stig eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Stjörnuna og tapað 0-1 gegn Selfossi en báðir leikir fóru fram í Eyjum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn ÍBV Besta deild kvenna Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Sydney Carr gekk í raðir ÍBV seint á síðasta ári og átti að hjálpa til við að bæta sóknarleik liðsins eftir að hafa raðað inn mörkum í bandaríska háskólaboltanum. Sydney var á sínum tíma valin í bæði U-17 og U-19 ára landslið Bandaríkjanna á sínum tíma. Sydney hafði leikið fjóra leiki með ÍBV í Lengjubikarnum og var svo í byrjunarliði liðsins þegar Stjarnan kom í heimsókn til Vestmannaeyja í 1. umferð Bestu deildar kvenna. Varð hún fyrir því óláni að meiðast illa upphafi leiks og var í kjölfarið tekin af velli. Samkvæmt heimildum Vísis kom í kjölfarið í ljós að um slitið krossband í hné væri að ræða og ljóst að Sydney Carr spilar ekki meira með ÍBV í sumar. Íþróttadeild Vísis spáði ÍBV 7. sæti Bestu deildar kvenna í ár. Þegar tveimur umferðum er lokið eru Eyjakonur með eitt stig eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Stjörnuna og tapað 0-1 gegn Selfossi en báðir leikir fóru fram í Eyjum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn ÍBV Besta deild kvenna Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira