Ný karlapilla þykir örugg og laus við aukaverkanir Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. maí 2022 18:00 Nýja karlapillan var þróuð af teymi vísindamanna við háskólann í Minnesota og kynnt fyrir skemmstu á vorráðstefnu Bandaríska efnafræðifélagsins, þar sem kynntar voru niðurstöður 12.000 rannsókna. Myndin er úr safni. Getty Enn á ný boða vísindamenn að ný getnaðarvörn fyrir karla, karlapillan, sé handan við hornið. Rannsóknir á músum sýna að aukaverkanir séu færri en áður og að öryggi þeirra sé allt að 99%. Í meira en hálfa öld hafa vísindamenn reynt að þróa pillu fyrir karla, án árangurs. Hingað til hafa tilraunir strandað á miklum aukaverkunum sem pillurnar hafa í för með sér, húðvandamál, hárlos, þyngdaraukning, höfuðverkur og minnkandi kynhvöt. Og reynsla liðinna ára sýnir að um leið og karlar finna fyrir þessum aukaverkunum þá segja margir þeirra, hingað og ekki lengra. Þetta kann að virka hjákátlegt, svo ekki sé meira sagt, þegar haft er huga að konur sem taka pilluna hafa í 70 ár þjáðst af öllum þessum sömu aukaverkunum, og jafnvel enn fleirum. Þá hafa framleiðendur einnig óttast að konur muni einfaldlega ekki treysta körlum sem fullyrða að þeir séu á pillunni, það eru jú konurnar sem verða barnshafandi og þurfa að ganga með barnið í 9 mánuði, eða ganga í gegnum þungunarrof. Nýja pillan er öðruvísi Nýja karlapillan var þróuð af teymi vísindamanna við háskólann í Minnesota og kynnt fyrir skemmstu á vorráðstefnu Bandaríska efnafræðifélagsins, þar sem kynntar voru niðurstöður 12.000 rannsókna. Það sem gerir þessa pillu frábrugðna karlapillum liðinna áratuga, sem allar hafa endað í ruslinu, er að hún byggir ekki á neinum hormónum, sem eykur trú manna á að henni fylgi færri og minni aukaverkanir. Nýja pillan hindrar prótein í að bindast A-vítamíni, sem er talið lykilatriði fyrir frjósemi og kynorku spendýra. Nú þegar hefur pillan verið prófuð á músum. Þær tilraunir benda til þess að pillan sé 99% örugg, ekki hafa greinst neinar aukaverkanir og þegar mýsnar hætta að taka pilluna þá nær sæðisframleiðsla þeirra sér á strik á um það bil 6 vikum. Vonir standa til að tilraunir á körlum hefjist undir lok þessa árs. Efasemdarraddir eru víða Margir eru þó efins um að karlapillan komi nokkurn tíma á markað. Einn þeirra er doktor Amin Herati, forstöðumaður þvagfæralækningasviðs Johns Hopkins stofnunarinnar í Bandaríkjunum, sem segir í samtali við New York Times að það sé himinn og haf á milli tilrauna á músum og tilrauna á körlum. Kollegi hans við Stanford háskóla, Michael Eisenberg, segir í samtali við sama blað, að ef öll lyf sem virkað hafa vel í tilraunum á músum hefðu virkað jafn vel á mannfólkið, þá væru læknavísindin löngu búin að finna upp lækningu við krabbameini. Loks má geta þess að annað teymi vísindamanna er að gera tilraunir með aðra tegund getnaðarvarna fyrir karla. Það er hlaup sem er nuddað daglega á axlir og upphandlegg karla. Sú tilraun sýnir kannski fyrst og fremst að hugmyndaflugi vísindamanna eru engin takmörk sett. Bandaríkin Vísindi Lyf Tengdar fréttir Gamlingjar ekki eins spenntir fyrir getnaðarvarnarpillu og yngri karlar Rúmur helmingur karlmanna jákvæðir gagnvart getnaðarvarnarpillu. 9. maí 2019 11:05 Löng og erfið fæðing karlapillunnar Vísindamenn telja að getnaðarvarnarpilla fyrir karla komi á markað innan tíu ára. Slíkar hugmyndir hafa verið kannaðar síðan hormónagetnaðarvarnir fyrir konur komu á markað um miðja síðustu öld. 9. maí 2019 08:15 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Í meira en hálfa öld hafa vísindamenn reynt að þróa pillu fyrir karla, án árangurs. Hingað til hafa tilraunir strandað á miklum aukaverkunum sem pillurnar hafa í för með sér, húðvandamál, hárlos, þyngdaraukning, höfuðverkur og minnkandi kynhvöt. Og reynsla liðinna ára sýnir að um leið og karlar finna fyrir þessum aukaverkunum þá segja margir þeirra, hingað og ekki lengra. Þetta kann að virka hjákátlegt, svo ekki sé meira sagt, þegar haft er huga að konur sem taka pilluna hafa í 70 ár þjáðst af öllum þessum sömu aukaverkunum, og jafnvel enn fleirum. Þá hafa framleiðendur einnig óttast að konur muni einfaldlega ekki treysta körlum sem fullyrða að þeir séu á pillunni, það eru jú konurnar sem verða barnshafandi og þurfa að ganga með barnið í 9 mánuði, eða ganga í gegnum þungunarrof. Nýja pillan er öðruvísi Nýja karlapillan var þróuð af teymi vísindamanna við háskólann í Minnesota og kynnt fyrir skemmstu á vorráðstefnu Bandaríska efnafræðifélagsins, þar sem kynntar voru niðurstöður 12.000 rannsókna. Það sem gerir þessa pillu frábrugðna karlapillum liðinna áratuga, sem allar hafa endað í ruslinu, er að hún byggir ekki á neinum hormónum, sem eykur trú manna á að henni fylgi færri og minni aukaverkanir. Nýja pillan hindrar prótein í að bindast A-vítamíni, sem er talið lykilatriði fyrir frjósemi og kynorku spendýra. Nú þegar hefur pillan verið prófuð á músum. Þær tilraunir benda til þess að pillan sé 99% örugg, ekki hafa greinst neinar aukaverkanir og þegar mýsnar hætta að taka pilluna þá nær sæðisframleiðsla þeirra sér á strik á um það bil 6 vikum. Vonir standa til að tilraunir á körlum hefjist undir lok þessa árs. Efasemdarraddir eru víða Margir eru þó efins um að karlapillan komi nokkurn tíma á markað. Einn þeirra er doktor Amin Herati, forstöðumaður þvagfæralækningasviðs Johns Hopkins stofnunarinnar í Bandaríkjunum, sem segir í samtali við New York Times að það sé himinn og haf á milli tilrauna á músum og tilrauna á körlum. Kollegi hans við Stanford háskóla, Michael Eisenberg, segir í samtali við sama blað, að ef öll lyf sem virkað hafa vel í tilraunum á músum hefðu virkað jafn vel á mannfólkið, þá væru læknavísindin löngu búin að finna upp lækningu við krabbameini. Loks má geta þess að annað teymi vísindamanna er að gera tilraunir með aðra tegund getnaðarvarna fyrir karla. Það er hlaup sem er nuddað daglega á axlir og upphandlegg karla. Sú tilraun sýnir kannski fyrst og fremst að hugmyndaflugi vísindamanna eru engin takmörk sett.
Bandaríkin Vísindi Lyf Tengdar fréttir Gamlingjar ekki eins spenntir fyrir getnaðarvarnarpillu og yngri karlar Rúmur helmingur karlmanna jákvæðir gagnvart getnaðarvarnarpillu. 9. maí 2019 11:05 Löng og erfið fæðing karlapillunnar Vísindamenn telja að getnaðarvarnarpilla fyrir karla komi á markað innan tíu ára. Slíkar hugmyndir hafa verið kannaðar síðan hormónagetnaðarvarnir fyrir konur komu á markað um miðja síðustu öld. 9. maí 2019 08:15 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Gamlingjar ekki eins spenntir fyrir getnaðarvarnarpillu og yngri karlar Rúmur helmingur karlmanna jákvæðir gagnvart getnaðarvarnarpillu. 9. maí 2019 11:05
Löng og erfið fæðing karlapillunnar Vísindamenn telja að getnaðarvarnarpilla fyrir karla komi á markað innan tíu ára. Slíkar hugmyndir hafa verið kannaðar síðan hormónagetnaðarvarnir fyrir konur komu á markað um miðja síðustu öld. 9. maí 2019 08:15