Veður

Víða ró­leg­heita­veður og sums staðar dá­lítil væta

Atli Ísleifsson skrifar
Maður að njóta á Austurvelli.
Maður að njóta á Austurvelli. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir rólegheitaveðri víða um land í dag. Skýjað og sums staðar dálítil væta, síst þó suðaustanlands.

Á vef Veðurstofunnar segir að reikna megi með suðvestlægri eða breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu og súld eða dálítilli rigningu með köflum á vestanverðu landinu, annars yfirleitt þurrt. Hiti verður á bilinu þrjú til tólf stig.

„Á morgun hvessir, einkum norðaustantil. Hiti gæti farið í 16-18 stig hlémegin fjalla, það er á austurhelmningi landsins, en annars víða 6 til 12 stiga hiti.

Svo eru spá almennt sammála að á sunnudag kólni allmikið þegar vindur snýst til norðanáttar. Líklegt er að frysti fyrir norðan og úrkoma verði á éljaformi en mildara syðra og yfirleitt þurrt.“

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Suðvestan og vestan 5-13 m/s, en 10-18 í vindstrengjum norðvestantil á landinu. Skýjað með köflum um landið vestanvert og sums staðar dálítil súld, en yfirleitt þurrt og bjart annars staðar. Hiti 6 til 14 stig.

Á sunnudag: Snýst í norðan og norðaustan 5-13 og kólnar með dálitlum éljum norðanlands, vægt frost þar síðdegis. Þurrt að kalla sunnan heiða með hita 5 til 12 stig.

Á mánudag: Austan og norðaustan 5-13 m/s. Dálitlar skúrir eða él á Suður- og Vesturlandi með hita 0 til 6 stig, annars þurrt að kalla og vægt frost.

Á þriðjudag: Suðaustlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda sunnan- og vestantil, en annars þurrt. Hiti 1 til 7 stig að deginum.

Á miðvikudag: Suðlæg átt og rigning með köflum, en þurrt norðaustan og austanlands. Hiti 5 til 11 stig.

Á fimmtudag: Útlit fyrir fremur milda suðvestanátt með vætu víða um land.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×