Það hafa komið leikir þar sem við höfum fengið 30 færi og ekki skorað eitt einasta mark Sverrir Mar Smárason skrifar 25. apríl 2022 20:50 Dagur Dan, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason. Vísir/Vilhelm Breiðablik vann góðan sigur á KR á Meistaravöllum í Vesturbænum í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld, 0-1. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var gríðarlega sáttur í leikslok. „Okkur líður bara mjög vel. Strákarnir lögðu auðvitað mikið á sig og gaman að þeir skyldu uppskera. Þeir ýttu okkur mjög niður hérna í seinni hálfleik en mér fannst hann aldrei í neinni sérstakri hættu sigurinn sem slíkur. Fyrst og fremst stoltur af drengjunum,“ sagði Óskar Hrafn strax að leik loknum. Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson ræða málin í hálfleik.Vísir/Vilhelm KR liðið fékk fleiri og betri færi í fyrri hálfleik en vörn Breiðabliks hélt vel. Blikar komu svo töluvert sterkari út í síðari hálfleikinn og tóku yfir eftir að hafa lagað nokkra hluti í hálfleik. Blikar aftur á móti sköpuðu sér færri færi en vanalega en voru mjög klínískir þegar í besta færið var komið. „Við svo sem bara löguðum nokkra hluti sem að við gátum gert betur. Ég er svo sem ekkert endilega sammála því að þeir hafi verið mikið sterkari í fyrri hálfleik en það er annað mál. Fyrst og síðast þá stigum við kannski aðeins framar og löguðum nokkra hluti. Það skilaði sér í þessum sigri sem er bara fínt,“ sagði Óskar. Jason Daði Svanþórsson skoraði sigurmark Breiðabliks í kvöld.Vísir/Vilhelm „Það má vel vera [að við höfum skapað okkur fá færi] en mér fannst við reyndar alveg fá nokkur færi til að skora. Auðvitað var markið gott. Það hafa komið leikir þar sem við höfum fengið 30 færi og ekki skorað eitt einasta mark. Það hefur lítill smekkur verið hafður fyrir því þegar það hefur ekki gengið. Stundum er þetta svona og KR er með gott lið en í raun og veru sköpuðu sér ekkert færi eftir að við komumst yfir. Ég er ánægður með það,“ sagði Óskar Hrafn. Breiðablik hefur unnið báða að fyrstu leikjum sínum í mótinu. Óskar Hrafn segir of snemmt að fara að pæla í lokum mótsins. „Auðvitað er alltaf gott að vinna en það er jafn mikilvægt að vita það að á sunnudaginn erum við að fara að spila við FH. Það er þriðji leikurinn í mótinu, nú eru 25 leikir eftir og 75 stig í pottinum. Það er rosalega mikilvægt að missa sig ekki einhvern vegin í gleðinni. Það er rosalega mikilvægt líka að þó að menn byrji ekki vel að þá er það ekki upphaf og endir alls.“ „Vissulega gott að vinna fyrstu tvo leikina en það sem er mikilvægara er að frammistaðan er þannig að liðið er að vinna saman, menn eru að leggja sig mikið fram. Stundum ganga hlutirnir ekki upp fótboltalega, sendingarnar rata ekki rétta leið og spilið situr ekki. Þá er þeim mun mikilvægara að menn setji hjarta, sálina og allt í verkefnið og menn gerðu það svo sannarlega í dag,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Breiðablik 1-0 | Loks náðu Blikar í þrjú stig gegn KR Breiðablik sótti gull í greipar KR í kvöld er liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta. Er þetta fyrsti sigur Breiðabliks á KR undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar í deild og bikar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 25. apríl 2022 19:55 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Sjá meira
„Okkur líður bara mjög vel. Strákarnir lögðu auðvitað mikið á sig og gaman að þeir skyldu uppskera. Þeir ýttu okkur mjög niður hérna í seinni hálfleik en mér fannst hann aldrei í neinni sérstakri hættu sigurinn sem slíkur. Fyrst og fremst stoltur af drengjunum,“ sagði Óskar Hrafn strax að leik loknum. Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson ræða málin í hálfleik.Vísir/Vilhelm KR liðið fékk fleiri og betri færi í fyrri hálfleik en vörn Breiðabliks hélt vel. Blikar komu svo töluvert sterkari út í síðari hálfleikinn og tóku yfir eftir að hafa lagað nokkra hluti í hálfleik. Blikar aftur á móti sköpuðu sér færri færi en vanalega en voru mjög klínískir þegar í besta færið var komið. „Við svo sem bara löguðum nokkra hluti sem að við gátum gert betur. Ég er svo sem ekkert endilega sammála því að þeir hafi verið mikið sterkari í fyrri hálfleik en það er annað mál. Fyrst og síðast þá stigum við kannski aðeins framar og löguðum nokkra hluti. Það skilaði sér í þessum sigri sem er bara fínt,“ sagði Óskar. Jason Daði Svanþórsson skoraði sigurmark Breiðabliks í kvöld.Vísir/Vilhelm „Það má vel vera [að við höfum skapað okkur fá færi] en mér fannst við reyndar alveg fá nokkur færi til að skora. Auðvitað var markið gott. Það hafa komið leikir þar sem við höfum fengið 30 færi og ekki skorað eitt einasta mark. Það hefur lítill smekkur verið hafður fyrir því þegar það hefur ekki gengið. Stundum er þetta svona og KR er með gott lið en í raun og veru sköpuðu sér ekkert færi eftir að við komumst yfir. Ég er ánægður með það,“ sagði Óskar Hrafn. Breiðablik hefur unnið báða að fyrstu leikjum sínum í mótinu. Óskar Hrafn segir of snemmt að fara að pæla í lokum mótsins. „Auðvitað er alltaf gott að vinna en það er jafn mikilvægt að vita það að á sunnudaginn erum við að fara að spila við FH. Það er þriðji leikurinn í mótinu, nú eru 25 leikir eftir og 75 stig í pottinum. Það er rosalega mikilvægt að missa sig ekki einhvern vegin í gleðinni. Það er rosalega mikilvægt líka að þó að menn byrji ekki vel að þá er það ekki upphaf og endir alls.“ „Vissulega gott að vinna fyrstu tvo leikina en það sem er mikilvægara er að frammistaðan er þannig að liðið er að vinna saman, menn eru að leggja sig mikið fram. Stundum ganga hlutirnir ekki upp fótboltalega, sendingarnar rata ekki rétta leið og spilið situr ekki. Þá er þeim mun mikilvægara að menn setji hjarta, sálina og allt í verkefnið og menn gerðu það svo sannarlega í dag,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Breiðablik 1-0 | Loks náðu Blikar í þrjú stig gegn KR Breiðablik sótti gull í greipar KR í kvöld er liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta. Er þetta fyrsti sigur Breiðabliks á KR undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar í deild og bikar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 25. apríl 2022 19:55 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Sjá meira
Leik lokið: KR - Breiðablik 1-0 | Loks náðu Blikar í þrjú stig gegn KR Breiðablik sótti gull í greipar KR í kvöld er liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta. Er þetta fyrsti sigur Breiðabliks á KR undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar í deild og bikar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 25. apríl 2022 19:55