Enski boltinn

Fékk risastórt faðmlag frá Klopp eftir leik sem talaði um fáránleikann í stöðu Origi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp faðmar Divock Origi í leikslok eftir sigur Liverpool á Everton í gær.
Jürgen Klopp faðmar Divock Origi í leikslok eftir sigur Liverpool á Everton í gær. Getty/Clive Brunskill

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er löngu búinn að læra það að spila Divock Origi í derby leikjunum á móti Everton. Origi launaði honum líka traustið á Anfield í gær.

Klopp hefur oft ekki pláss fyrir Origi í byrjunarliði sínu og stundum ekki einu sinni í hópnum. „Fáránlegt,“ eins og Klopp sagði sjálfur í viðtali eftir leikinn.

Divock Origi hefur nú skorað sex mörk í níu leikjum á móti Everton sem eru tvöfalt fleiri mörk en á móti öðru liði í enska boltanum.

Origi fékk risastórt faðmlag frá Klopp eftir leik sem vildi helst ekki sleppa Belganum. Hann talaði líka vel um hann eftir leikinn.

„Ef ég er alveg hreinskilinn þá er hann heimsklassa framherji. Hann er það og hann er ekki að spila reglulega. Hann kemst stundum ekki einu sinni á bekkinn sem er algjörlega fáránlegt,“ sagði Jürgen Klopp í viðtali við Sky Sports eftir leik.

„Þegar við köllum á hann hann, ég meina, þegar við þurfum á honum að halda, þá er hann alltaf mættur. Hann er goðsögn og mun áfram verða goðsögn í mínum augum að eilífu,“ sagði Klopp.

„Hvað hann gerði í dag. Hann átti þátt í báðum mörkunum. Miðað við allt sem við gerðum betur í seinni hálfleiknum þá höfðum við líklega ekki klárað þennan leik án Origi,“ sagði Klopp.

„Hann er frábær fótboltamaður, heimsklassa framherji og okkar besti færaklárari. Allir hjá félaginu myndu segja það. Við sjáum það á æfingum. Það er virkilega erfið ákvörðun að velja hann ekki í liðið. Allir elska Divock hér,“ sagði Klopp.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.