Jón Þór: Frábær liðsframmistaða og það í 90 mínútur Sverrir Mar Smárason skrifar 24. apríl 2022 20:50 Jón Þór Hauksson, þjálfari íA, og Oliver Stefánsson. ÍA Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var gríðarlega ánægður með öflugan 3-0 sigur sinna manna gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Bestu deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Norðurálsvelli á Akranesi. „Virkilega ánægður og stoltur af liðinu. Frábær liðsframmistaða og það í 90 mínútur. Við töluðum um það að það voru kaflar í Stjörnuleiknum, bæði fyrsti kaflinn í fyrri hálfleik og svo fyrsti kaflinn í seinni hálfleik sem við ætluðum að laga í þessum leik. Mér finnst liðsheildin, liðsframmistaðan og samheldnin í liðinu vera að eflast með hverjum leik núna. Við hefðum mögulega getað notað 2-3 vikur í viðbót í aðdraganda þessa móts til að aðeins að gela menn saman. Mikið af nýjum leikmönnum og nýr þjálfari. Menn virkilega þjöppuðu sér saman og áttu frábæran leik hérna í dag,“ sagði Jón Þór. Skagamönnum hefur ekki verið spáð í efri hluta deildarinnar af mörgum spekingum, sérstaklega eftir slæmt gengi lengst af á tímabilinu í fyrra. Jón Þór segir liðið þurfa að vinna sig inn í mótið og einbeita sér að því að laga ýmsa galla. „Eins og við töluðum um að þá ætlum við að vinna okkur inn í mótið. Það er ekkert leyndarmál að við verðum að þétta okkur og liðið auðvitað fékk mikið af mörkum á sig í fyrra. Það er númer eitt, tvö og þrjú að við þurfum að byrja á byrjuninni, leggja grunninn áður en við förum í spariskóna. Það var ljóst að í upphafi þessarar leiktíðar þá færum við rólega inn í mótið, reyndum að safna stigum og þétta liðið. Það er fyrsta markmið á dagskrá og síðan bara tökum við þetta þaðan. Við finnum taktinn inn í leikina og inn í mótið. Það er það eina sem við getum gert og svo þegar líður á mótið þá vonandi finnum við betri og betri takt,“ sagði Jón Þór. Oliver Stefánsson, Skagamaðurinn ungi sem kom meiddur heim frá Norrköping í Svíþjóð í vetur, spilaði frábærlega í dag sem og gegn Stjörnunni en athygli vakti að hann spilaði allan leikinn í dag eftir að hafa aðeins spilað fyrri hálfleik gegn Stjörnunni. Jón Þór var ánægður með Oliver og þarf að róa styrktarþjálfara Olivers. „Ég þarf að tala við Kjartan Guðbrands, hans þjálfara, og þarf að róa hann aðeins niður eftir þennan leik. Það var vissulega planið að spila Oliver í gang. Hann spilaði á Samsung vellinum sinn fyrsta keppnisleik í þrjú ár. Auðvitað þurfum við að fara varlega með hann en hann átti frábæran leik á Samsung og aftur hérna í dag. Við ætluðum að taka fyrri hálfleikinn og sjá svo til. Síðan var þetta bara þannig að hann hefði þurft að skríða hérna útaf, við vorum aldrei að fara að taka hann útaf. Hann lokaði algjörlega hjartanu hjá okkur og miðjunni í þessum leik og var frábær eins og félagar hans með honum,“ sagði Jón Þór að lokum um Oliver. Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA – Víkingur 3-0 | Skagamenn rúlluðu yfir meistarana Skagamenn fóru illa með Íslands- og bikarmeistara Víkings í Bestu deildinni í fótbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 24. apríl 2022 19:50 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
„Virkilega ánægður og stoltur af liðinu. Frábær liðsframmistaða og það í 90 mínútur. Við töluðum um það að það voru kaflar í Stjörnuleiknum, bæði fyrsti kaflinn í fyrri hálfleik og svo fyrsti kaflinn í seinni hálfleik sem við ætluðum að laga í þessum leik. Mér finnst liðsheildin, liðsframmistaðan og samheldnin í liðinu vera að eflast með hverjum leik núna. Við hefðum mögulega getað notað 2-3 vikur í viðbót í aðdraganda þessa móts til að aðeins að gela menn saman. Mikið af nýjum leikmönnum og nýr þjálfari. Menn virkilega þjöppuðu sér saman og áttu frábæran leik hérna í dag,“ sagði Jón Þór. Skagamönnum hefur ekki verið spáð í efri hluta deildarinnar af mörgum spekingum, sérstaklega eftir slæmt gengi lengst af á tímabilinu í fyrra. Jón Þór segir liðið þurfa að vinna sig inn í mótið og einbeita sér að því að laga ýmsa galla. „Eins og við töluðum um að þá ætlum við að vinna okkur inn í mótið. Það er ekkert leyndarmál að við verðum að þétta okkur og liðið auðvitað fékk mikið af mörkum á sig í fyrra. Það er númer eitt, tvö og þrjú að við þurfum að byrja á byrjuninni, leggja grunninn áður en við förum í spariskóna. Það var ljóst að í upphafi þessarar leiktíðar þá færum við rólega inn í mótið, reyndum að safna stigum og þétta liðið. Það er fyrsta markmið á dagskrá og síðan bara tökum við þetta þaðan. Við finnum taktinn inn í leikina og inn í mótið. Það er það eina sem við getum gert og svo þegar líður á mótið þá vonandi finnum við betri og betri takt,“ sagði Jón Þór. Oliver Stefánsson, Skagamaðurinn ungi sem kom meiddur heim frá Norrköping í Svíþjóð í vetur, spilaði frábærlega í dag sem og gegn Stjörnunni en athygli vakti að hann spilaði allan leikinn í dag eftir að hafa aðeins spilað fyrri hálfleik gegn Stjörnunni. Jón Þór var ánægður með Oliver og þarf að róa styrktarþjálfara Olivers. „Ég þarf að tala við Kjartan Guðbrands, hans þjálfara, og þarf að róa hann aðeins niður eftir þennan leik. Það var vissulega planið að spila Oliver í gang. Hann spilaði á Samsung vellinum sinn fyrsta keppnisleik í þrjú ár. Auðvitað þurfum við að fara varlega með hann en hann átti frábæran leik á Samsung og aftur hérna í dag. Við ætluðum að taka fyrri hálfleikinn og sjá svo til. Síðan var þetta bara þannig að hann hefði þurft að skríða hérna útaf, við vorum aldrei að fara að taka hann útaf. Hann lokaði algjörlega hjartanu hjá okkur og miðjunni í þessum leik og var frábær eins og félagar hans með honum,“ sagði Jón Þór að lokum um Oliver.
Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA – Víkingur 3-0 | Skagamenn rúlluðu yfir meistarana Skagamenn fóru illa með Íslands- og bikarmeistara Víkings í Bestu deildinni í fótbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 24. apríl 2022 19:50 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Leik lokið: ÍA – Víkingur 3-0 | Skagamenn rúlluðu yfir meistarana Skagamenn fóru illa með Íslands- og bikarmeistara Víkings í Bestu deildinni í fótbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 24. apríl 2022 19:50