Vaktin: Selenskí vill fá að hitta Pútín Viktor Örn Ásgeirsson, Smári Jökull Jónsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 23. apríl 2022 07:43 Úkraínskur hermaður situr við rústir byggingar í borginni Chernihiv. Vísir/AP „Innrásin í Úkraínu er aðeins upphaf af því sem koma skal,“ sagði Volódímír Selenskí Úkraínuforseti í ávarpi í gærkvöldi. Hann segir að ummæli háttsetts rússnesks herforingja bendi til þess að Rússar vilji ráðast inn í önnur lönd. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn felldu tvo herforingja Rússa við borgina Kherson í dag. Rýming íbúa frá Maríupól hefur enn og aftur mistekist og Úkraínumenn segja Rússa hafa hótað íbúum sem safnast höfðu saman til að komast frá borginni. Ráðgjafi borgarstjórans í Maríupól segir að Rússar hafi flutt yfir 300 manns frá borginni til Vladivostok í Rússlandi sem er í meira en 9000 kílómetra fjarlægð. Úkraínumenn hafa náð að halda aftur af ákafri sókn Rússa í Donbas þar sem þeir freista þess að ná yfirráðum á svæðum við Donetsk og Luhansk. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti varar við því að innrás Rússlandsforseta sé aðeins upphaf á því sem koma skal. Hershöfðingi kveðst vilja ná fullri stjórn yfir suðurhluta Úkraínu. Hundruðir almennra borgara eru innilokaðir í Azovstal stálverksmiðjunni í Mariupol. Rússneska varnamálaráðuneytið kveðst leyfa borgurum að flýja ef hersveitir Úkraínumanna í verksmiðjunni gefast upp. Önnur fjöldagröf hefur fundist fyrir utan Mariupol. Talið er að þúsund íbúar Mariupol liggi í gröfinni. Aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu segir mögulegt að opnaðar verða flóttaleiðir frá Mariupol í dag. Hér má sjá vakt gærdagsins á Vísi.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn felldu tvo herforingja Rússa við borgina Kherson í dag. Rýming íbúa frá Maríupól hefur enn og aftur mistekist og Úkraínumenn segja Rússa hafa hótað íbúum sem safnast höfðu saman til að komast frá borginni. Ráðgjafi borgarstjórans í Maríupól segir að Rússar hafi flutt yfir 300 manns frá borginni til Vladivostok í Rússlandi sem er í meira en 9000 kílómetra fjarlægð. Úkraínumenn hafa náð að halda aftur af ákafri sókn Rússa í Donbas þar sem þeir freista þess að ná yfirráðum á svæðum við Donetsk og Luhansk. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti varar við því að innrás Rússlandsforseta sé aðeins upphaf á því sem koma skal. Hershöfðingi kveðst vilja ná fullri stjórn yfir suðurhluta Úkraínu. Hundruðir almennra borgara eru innilokaðir í Azovstal stálverksmiðjunni í Mariupol. Rússneska varnamálaráðuneytið kveðst leyfa borgurum að flýja ef hersveitir Úkraínumanna í verksmiðjunni gefast upp. Önnur fjöldagröf hefur fundist fyrir utan Mariupol. Talið er að þúsund íbúar Mariupol liggi í gröfinni. Aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu segir mögulegt að opnaðar verða flóttaleiðir frá Mariupol í dag. Hér má sjá vakt gærdagsins á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira