Vaktin: Þakklátur Bretum fyrir að opna aftur sendiráð í Kænugarði Atli Ísleifsson, Vésteinn Örn Pétursson og Árni Sæberg skrifa 22. apríl 2022 06:19 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kveðst vera þakklátur Bretum eftir að þeir urðu 21. þjóðin til að opna sendiráð sitt í Kænugarði á nýjan leik. AP/Forsetaembætti Úkraínu Vladimír Pútín Rússlandsforseti segist ekki ætla að ræða beint við Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, nema ljóst sé að viðræður þeirra muni skila áþreifanlegum niðurstöðum. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Pútín að ráðamenn í Úkraínu séu ekki tilbúnir að leita sameiginlegra lausna og þeir séu ósamkvæmir sjálfum sér. Fyrr í vikunni sagði Dmitry Peskov, talsmaður Kreml, að Rússar hefðu afhent úkraínskum stjórnvöldum lykilgögn svo hægt væri að ráðast í friðarviðræður og því væri það á valdi Úkraínu að ráðast í þær viðræður. Selenskí sagði hins vegar að Úkraína hefði engin slík gögn fengið. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: David Malpass, forseti Alþjóðabankans, áætlar að skemmdir á innviðum og byggingum í Úkraínu nemi um 60 milljörðum Bandaríkjadala, um 7.700 milljörðum íslenskra króna, vegna árásar Rússa. Selenskí segir að Úkraínumenn þurfi um sjö milljarða dala á mánuði til að vega upp á móti því efnahagslega tapi sem rekja má til innrásarinnar. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að Bandaríkjastjórn muni senda varnar- og vopnabúnað fyrir andvirði 800 milljónum dala til Úkraínumanna, til viðbótar við það sem áður hafi verið sent. Þjóðþingin í Eistlandi og Lettlandi samþykktu í gær ályktun þar sem talað er um „þjóðarmorð“ í tengslum við aðgerðir rússneska hersins í Úkraínu. Selenskí segir að rússnesk stjórnvöld hafi hafnað tillögu Úkraínustjórnar um vopnahlé um helgina. Rússlandsstjórn hefur ekki tjáð sig um málið. Megináhersla Rússa virðist nú vera að ná algerri stjórn á austurhluta Úkraínu og koma upp landleið að Krímskaga. Hér má sjá vakt gærdagsins á Vísi.
Breska ríkisútvarpið hefur eftir Pútín að ráðamenn í Úkraínu séu ekki tilbúnir að leita sameiginlegra lausna og þeir séu ósamkvæmir sjálfum sér. Fyrr í vikunni sagði Dmitry Peskov, talsmaður Kreml, að Rússar hefðu afhent úkraínskum stjórnvöldum lykilgögn svo hægt væri að ráðast í friðarviðræður og því væri það á valdi Úkraínu að ráðast í þær viðræður. Selenskí sagði hins vegar að Úkraína hefði engin slík gögn fengið. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: David Malpass, forseti Alþjóðabankans, áætlar að skemmdir á innviðum og byggingum í Úkraínu nemi um 60 milljörðum Bandaríkjadala, um 7.700 milljörðum íslenskra króna, vegna árásar Rússa. Selenskí segir að Úkraínumenn þurfi um sjö milljarða dala á mánuði til að vega upp á móti því efnahagslega tapi sem rekja má til innrásarinnar. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að Bandaríkjastjórn muni senda varnar- og vopnabúnað fyrir andvirði 800 milljónum dala til Úkraínumanna, til viðbótar við það sem áður hafi verið sent. Þjóðþingin í Eistlandi og Lettlandi samþykktu í gær ályktun þar sem talað er um „þjóðarmorð“ í tengslum við aðgerðir rússneska hersins í Úkraínu. Selenskí segir að rússnesk stjórnvöld hafi hafnað tillögu Úkraínustjórnar um vopnahlé um helgina. Rússlandsstjórn hefur ekki tjáð sig um málið. Megináhersla Rússa virðist nú vera að ná algerri stjórn á austurhluta Úkraínu og koma upp landleið að Krímskaga. Hér má sjá vakt gærdagsins á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Telja allt að níu þúsund lík vera í 300 metra langri fjöldagröf við Mariupol Borgarráð Mariupol telur að lík allt að níu þúsund almennra borgara geti verið grafin í fjöldagröf í þorpinu Manhush, við útjaðar Mariupol. Borgarstjóri Mariupol kallar svæðið hið nýja Babi Yar, sem er gljúfur í Úkraínu þar sem nasistar drápu þúsundir gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. 21. apríl 2022 21:45 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Telja allt að níu þúsund lík vera í 300 metra langri fjöldagröf við Mariupol Borgarráð Mariupol telur að lík allt að níu þúsund almennra borgara geti verið grafin í fjöldagröf í þorpinu Manhush, við útjaðar Mariupol. Borgarstjóri Mariupol kallar svæðið hið nýja Babi Yar, sem er gljúfur í Úkraínu þar sem nasistar drápu þúsundir gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. 21. apríl 2022 21:45