Hart barist í austurhluta Úkraínu og Mariupol ósigruð Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2022 19:21 Íbúar í Chernihiv skoða það sem eftir er af húsi þeirra eftir árásir Rússa í dag. AP/Emilio Morenatt Forseti Úkraínu segir mikilvægt að hraða vopnaflutningum til landsins frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum vegna aukins þunga í hernaði Rússa í austur- og suðurhluta landsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um sigur í Mariupol sé borgin ekki á þeirra valdi þar sem barist sé á götum úti í miðborgini. Zelenskyy Úkraínuforseti þakkaði Bandaríkjastjórn fyrir aukinn stuðning upp á 800 milljónir dollara sem Joe Biden forseti Bandaríkjanna greindi frá í gær. Þeir fjármunir færu allir til vopnakaupa. Mikilvægt væri að hraða vopnasendingum til landsins vegna aukins þunga í hernaði Rússa í austur- og suðurhluta Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir Rússa ætla að sviðsetja þjóðaratkvæðagreiðslu í austurhéruðunum og innlima þau síðan í Rússland.AP/Efrem Lukatsky „Í suður- og austurhluta landsins heldur innrásarherinn áfram að gera allt sem í hans valdi stendur til að geta talað um einhverja sigra. Þeir eru að safna liði og flytja árásarherfylki inn í landið okkar," segir Zelenskyy. Þótt Rússar segist hafa náð fullum yfirráðum yfir hafnarborginni Mariupol sem nú er rústir einar segja Zelenskyy og Pavlo Kyrylenko héraðsstjórinn í Donetsk héraði, sem borgin tilheyrir, að það sé af og frá. „Orrustan um Mariupol heldur áfram. Það er ekki bara barist um Azovsta-verksmiðjuna, þar sem er varnarvirki okkar frábæru varnarliða, heldur eru einnig götubardagar í miðborginni og skriðdrekabardagar eiga sér stað," segir héraðsstjórinn. Tölur eru á reiki um hversu margir óbreyttir borgarar eru enn eftir í Mariupol sem sætt hefur stöðugum stórskotaliðs-, eldflauga og loftárásum Rússa allt frá upphafi stríðsins. Úkraínumenn segja að enn séu um 100 þúsund óbreyttir borgarar í borginni. Reyna átti að koma um fimmtán hundruð manns þaðan í gær en einungis áttatíu manns tókst að komast til borgarinnar Zaporizhzhia í samnefndu nágrannahéraði. Hinn 61 árs gamli Yuriy Lulac var einn þeirra. „Mariupol er hreint helvíti, það er ekki hægt að lýsa því. Rússarnir drepa fólk að ástæðulausu. Ef heimurinn grípur ekki til aðgerða verður þetta eins í Zapoizhzhia. Það verður að gera eitthvað. Eins fljótt og mögulegt er," sagði Lulac. Dmitriy Antipenko, kona hans og tengdafaðir höfðust við í kjallara fjölbýlishúss í Mariupol vikum saman og hættu sér ekki upp á yfirborðið fyrr en dró úr loftárásunum í gær. „Það var bara hola eftir í staðinn fyrir níu hæða byggingu. Allir stigagangarnir voru gereyðilagðir," sagði Antipenko sem vart mátti mæla af sorg. Nancy Pelosi forseti fultrúadeildar Bandaríkjaþings hét Úkraínumönnum enn frekari stuðningi eftir fund með Denys Shmyhal forsætisráðherra landsins í Washington í gær. „Það sem Rússar eru að gera í Úkraínu stendur utan við siðmenntaða mannlega hegðun. Þetta er hræðilegt," sagði Pelosi lýsti því jafnframt yfir að Bandaríkjaþing muni samþykkja enn frekari aðstoð við Úkraínumenn í næstu viku. Farið var ítarlega yfir stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi „Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“ 22. apríl 2022 16:31 Rússar gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir vopnaflutninga Rússneska sendiráðið í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu og „lengi þar með neyðarástandið í Úkraínu.“ 22. apríl 2022 14:05 Úkraínuforseti segir Rússa undirbúa innlimun tveggja héraða Úkraínuforseti segir líklegt að Rússar séu að undirbúa sýndar þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun tveggja héraða í suðausturhluta Úkraínu og varar íbúana við að veita Rússum persónuupplýsingar. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings boðaði enn frekari stuðning við Úkraínu á fundi með forsætisráðherra landsins. 22. apríl 2022 12:59 Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Zelenskyy Úkraínuforseti þakkaði Bandaríkjastjórn fyrir aukinn stuðning upp á 800 milljónir dollara sem Joe Biden forseti Bandaríkjanna greindi frá í gær. Þeir fjármunir færu allir til vopnakaupa. Mikilvægt væri að hraða vopnasendingum til landsins vegna aukins þunga í hernaði Rússa í austur- og suðurhluta Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir Rússa ætla að sviðsetja þjóðaratkvæðagreiðslu í austurhéruðunum og innlima þau síðan í Rússland.AP/Efrem Lukatsky „Í suður- og austurhluta landsins heldur innrásarherinn áfram að gera allt sem í hans valdi stendur til að geta talað um einhverja sigra. Þeir eru að safna liði og flytja árásarherfylki inn í landið okkar," segir Zelenskyy. Þótt Rússar segist hafa náð fullum yfirráðum yfir hafnarborginni Mariupol sem nú er rústir einar segja Zelenskyy og Pavlo Kyrylenko héraðsstjórinn í Donetsk héraði, sem borgin tilheyrir, að það sé af og frá. „Orrustan um Mariupol heldur áfram. Það er ekki bara barist um Azovsta-verksmiðjuna, þar sem er varnarvirki okkar frábæru varnarliða, heldur eru einnig götubardagar í miðborginni og skriðdrekabardagar eiga sér stað," segir héraðsstjórinn. Tölur eru á reiki um hversu margir óbreyttir borgarar eru enn eftir í Mariupol sem sætt hefur stöðugum stórskotaliðs-, eldflauga og loftárásum Rússa allt frá upphafi stríðsins. Úkraínumenn segja að enn séu um 100 þúsund óbreyttir borgarar í borginni. Reyna átti að koma um fimmtán hundruð manns þaðan í gær en einungis áttatíu manns tókst að komast til borgarinnar Zaporizhzhia í samnefndu nágrannahéraði. Hinn 61 árs gamli Yuriy Lulac var einn þeirra. „Mariupol er hreint helvíti, það er ekki hægt að lýsa því. Rússarnir drepa fólk að ástæðulausu. Ef heimurinn grípur ekki til aðgerða verður þetta eins í Zapoizhzhia. Það verður að gera eitthvað. Eins fljótt og mögulegt er," sagði Lulac. Dmitriy Antipenko, kona hans og tengdafaðir höfðust við í kjallara fjölbýlishúss í Mariupol vikum saman og hættu sér ekki upp á yfirborðið fyrr en dró úr loftárásunum í gær. „Það var bara hola eftir í staðinn fyrir níu hæða byggingu. Allir stigagangarnir voru gereyðilagðir," sagði Antipenko sem vart mátti mæla af sorg. Nancy Pelosi forseti fultrúadeildar Bandaríkjaþings hét Úkraínumönnum enn frekari stuðningi eftir fund með Denys Shmyhal forsætisráðherra landsins í Washington í gær. „Það sem Rússar eru að gera í Úkraínu stendur utan við siðmenntaða mannlega hegðun. Þetta er hræðilegt," sagði Pelosi lýsti því jafnframt yfir að Bandaríkjaþing muni samþykkja enn frekari aðstoð við Úkraínumenn í næstu viku. Farið var ítarlega yfir stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld:
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi „Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“ 22. apríl 2022 16:31 Rússar gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir vopnaflutninga Rússneska sendiráðið í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu og „lengi þar með neyðarástandið í Úkraínu.“ 22. apríl 2022 14:05 Úkraínuforseti segir Rússa undirbúa innlimun tveggja héraða Úkraínuforseti segir líklegt að Rússar séu að undirbúa sýndar þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun tveggja héraða í suðausturhluta Úkraínu og varar íbúana við að veita Rússum persónuupplýsingar. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings boðaði enn frekari stuðning við Úkraínu á fundi með forsætisráðherra landsins. 22. apríl 2022 12:59 Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi „Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“ 22. apríl 2022 16:31
Rússar gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir vopnaflutninga Rússneska sendiráðið í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu og „lengi þar með neyðarástandið í Úkraínu.“ 22. apríl 2022 14:05
Úkraínuforseti segir Rússa undirbúa innlimun tveggja héraða Úkraínuforseti segir líklegt að Rússar séu að undirbúa sýndar þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun tveggja héraða í suðausturhluta Úkraínu og varar íbúana við að veita Rússum persónuupplýsingar. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings boðaði enn frekari stuðning við Úkraínu á fundi með forsætisráðherra landsins. 22. apríl 2022 12:59