Hart barist í austurhluta Úkraínu og Mariupol ósigruð Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2022 19:21 Íbúar í Chernihiv skoða það sem eftir er af húsi þeirra eftir árásir Rússa í dag. AP/Emilio Morenatt Forseti Úkraínu segir mikilvægt að hraða vopnaflutningum til landsins frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum vegna aukins þunga í hernaði Rússa í austur- og suðurhluta landsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um sigur í Mariupol sé borgin ekki á þeirra valdi þar sem barist sé á götum úti í miðborgini. Zelenskyy Úkraínuforseti þakkaði Bandaríkjastjórn fyrir aukinn stuðning upp á 800 milljónir dollara sem Joe Biden forseti Bandaríkjanna greindi frá í gær. Þeir fjármunir færu allir til vopnakaupa. Mikilvægt væri að hraða vopnasendingum til landsins vegna aukins þunga í hernaði Rússa í austur- og suðurhluta Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir Rússa ætla að sviðsetja þjóðaratkvæðagreiðslu í austurhéruðunum og innlima þau síðan í Rússland.AP/Efrem Lukatsky „Í suður- og austurhluta landsins heldur innrásarherinn áfram að gera allt sem í hans valdi stendur til að geta talað um einhverja sigra. Þeir eru að safna liði og flytja árásarherfylki inn í landið okkar," segir Zelenskyy. Þótt Rússar segist hafa náð fullum yfirráðum yfir hafnarborginni Mariupol sem nú er rústir einar segja Zelenskyy og Pavlo Kyrylenko héraðsstjórinn í Donetsk héraði, sem borgin tilheyrir, að það sé af og frá. „Orrustan um Mariupol heldur áfram. Það er ekki bara barist um Azovsta-verksmiðjuna, þar sem er varnarvirki okkar frábæru varnarliða, heldur eru einnig götubardagar í miðborginni og skriðdrekabardagar eiga sér stað," segir héraðsstjórinn. Tölur eru á reiki um hversu margir óbreyttir borgarar eru enn eftir í Mariupol sem sætt hefur stöðugum stórskotaliðs-, eldflauga og loftárásum Rússa allt frá upphafi stríðsins. Úkraínumenn segja að enn séu um 100 þúsund óbreyttir borgarar í borginni. Reyna átti að koma um fimmtán hundruð manns þaðan í gær en einungis áttatíu manns tókst að komast til borgarinnar Zaporizhzhia í samnefndu nágrannahéraði. Hinn 61 árs gamli Yuriy Lulac var einn þeirra. „Mariupol er hreint helvíti, það er ekki hægt að lýsa því. Rússarnir drepa fólk að ástæðulausu. Ef heimurinn grípur ekki til aðgerða verður þetta eins í Zapoizhzhia. Það verður að gera eitthvað. Eins fljótt og mögulegt er," sagði Lulac. Dmitriy Antipenko, kona hans og tengdafaðir höfðust við í kjallara fjölbýlishúss í Mariupol vikum saman og hættu sér ekki upp á yfirborðið fyrr en dró úr loftárásunum í gær. „Það var bara hola eftir í staðinn fyrir níu hæða byggingu. Allir stigagangarnir voru gereyðilagðir," sagði Antipenko sem vart mátti mæla af sorg. Nancy Pelosi forseti fultrúadeildar Bandaríkjaþings hét Úkraínumönnum enn frekari stuðningi eftir fund með Denys Shmyhal forsætisráðherra landsins í Washington í gær. „Það sem Rússar eru að gera í Úkraínu stendur utan við siðmenntaða mannlega hegðun. Þetta er hræðilegt," sagði Pelosi lýsti því jafnframt yfir að Bandaríkjaþing muni samþykkja enn frekari aðstoð við Úkraínumenn í næstu viku. Farið var ítarlega yfir stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi „Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“ 22. apríl 2022 16:31 Rússar gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir vopnaflutninga Rússneska sendiráðið í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu og „lengi þar með neyðarástandið í Úkraínu.“ 22. apríl 2022 14:05 Úkraínuforseti segir Rússa undirbúa innlimun tveggja héraða Úkraínuforseti segir líklegt að Rússar séu að undirbúa sýndar þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun tveggja héraða í suðausturhluta Úkraínu og varar íbúana við að veita Rússum persónuupplýsingar. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings boðaði enn frekari stuðning við Úkraínu á fundi með forsætisráðherra landsins. 22. apríl 2022 12:59 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Zelenskyy Úkraínuforseti þakkaði Bandaríkjastjórn fyrir aukinn stuðning upp á 800 milljónir dollara sem Joe Biden forseti Bandaríkjanna greindi frá í gær. Þeir fjármunir færu allir til vopnakaupa. Mikilvægt væri að hraða vopnasendingum til landsins vegna aukins þunga í hernaði Rússa í austur- og suðurhluta Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir Rússa ætla að sviðsetja þjóðaratkvæðagreiðslu í austurhéruðunum og innlima þau síðan í Rússland.AP/Efrem Lukatsky „Í suður- og austurhluta landsins heldur innrásarherinn áfram að gera allt sem í hans valdi stendur til að geta talað um einhverja sigra. Þeir eru að safna liði og flytja árásarherfylki inn í landið okkar," segir Zelenskyy. Þótt Rússar segist hafa náð fullum yfirráðum yfir hafnarborginni Mariupol sem nú er rústir einar segja Zelenskyy og Pavlo Kyrylenko héraðsstjórinn í Donetsk héraði, sem borgin tilheyrir, að það sé af og frá. „Orrustan um Mariupol heldur áfram. Það er ekki bara barist um Azovsta-verksmiðjuna, þar sem er varnarvirki okkar frábæru varnarliða, heldur eru einnig götubardagar í miðborginni og skriðdrekabardagar eiga sér stað," segir héraðsstjórinn. Tölur eru á reiki um hversu margir óbreyttir borgarar eru enn eftir í Mariupol sem sætt hefur stöðugum stórskotaliðs-, eldflauga og loftárásum Rússa allt frá upphafi stríðsins. Úkraínumenn segja að enn séu um 100 þúsund óbreyttir borgarar í borginni. Reyna átti að koma um fimmtán hundruð manns þaðan í gær en einungis áttatíu manns tókst að komast til borgarinnar Zaporizhzhia í samnefndu nágrannahéraði. Hinn 61 árs gamli Yuriy Lulac var einn þeirra. „Mariupol er hreint helvíti, það er ekki hægt að lýsa því. Rússarnir drepa fólk að ástæðulausu. Ef heimurinn grípur ekki til aðgerða verður þetta eins í Zapoizhzhia. Það verður að gera eitthvað. Eins fljótt og mögulegt er," sagði Lulac. Dmitriy Antipenko, kona hans og tengdafaðir höfðust við í kjallara fjölbýlishúss í Mariupol vikum saman og hættu sér ekki upp á yfirborðið fyrr en dró úr loftárásunum í gær. „Það var bara hola eftir í staðinn fyrir níu hæða byggingu. Allir stigagangarnir voru gereyðilagðir," sagði Antipenko sem vart mátti mæla af sorg. Nancy Pelosi forseti fultrúadeildar Bandaríkjaþings hét Úkraínumönnum enn frekari stuðningi eftir fund með Denys Shmyhal forsætisráðherra landsins í Washington í gær. „Það sem Rússar eru að gera í Úkraínu stendur utan við siðmenntaða mannlega hegðun. Þetta er hræðilegt," sagði Pelosi lýsti því jafnframt yfir að Bandaríkjaþing muni samþykkja enn frekari aðstoð við Úkraínumenn í næstu viku. Farið var ítarlega yfir stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld:
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi „Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“ 22. apríl 2022 16:31 Rússar gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir vopnaflutninga Rússneska sendiráðið í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu og „lengi þar með neyðarástandið í Úkraínu.“ 22. apríl 2022 14:05 Úkraínuforseti segir Rússa undirbúa innlimun tveggja héraða Úkraínuforseti segir líklegt að Rússar séu að undirbúa sýndar þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun tveggja héraða í suðausturhluta Úkraínu og varar íbúana við að veita Rússum persónuupplýsingar. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings boðaði enn frekari stuðning við Úkraínu á fundi með forsætisráðherra landsins. 22. apríl 2022 12:59 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi „Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“ 22. apríl 2022 16:31
Rússar gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir vopnaflutninga Rússneska sendiráðið í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu og „lengi þar með neyðarástandið í Úkraínu.“ 22. apríl 2022 14:05
Úkraínuforseti segir Rússa undirbúa innlimun tveggja héraða Úkraínuforseti segir líklegt að Rússar séu að undirbúa sýndar þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun tveggja héraða í suðausturhluta Úkraínu og varar íbúana við að veita Rússum persónuupplýsingar. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings boðaði enn frekari stuðning við Úkraínu á fundi með forsætisráðherra landsins. 22. apríl 2022 12:59