Veður

Hægir vindar og víðast létt­skýjað

Atli Ísleifsson skrifar
Spáð er hita á bilinu átta til fimmtán stig í dag.
Spáð er hita á bilinu átta til fimmtán stig í dag. Vísir/Vilhelm

Yfir landinu liggur hægfara háþrýstisvæði yfir helgina og eru vindar því almennt hægir og léttskýjað víðast hvar. Sums staðar er þó þokuloft víð sjávarsíðuna.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að lægðardrag vestur af landinu valdi þó austanstrekkingi við suðurströndina framan af degi og sums staðar lítilsháttar vætu vestanlands.

„Fremur hlýtt veður yfir daginn, en líkur á að hitaútgeislun yfir nóttina valdi næturfrosti inn til landsins. Lítur út fyrir kólnandi veður eftir helgi og vætu með köflum er líður á vikuna.“

Spáð er hita á bilinu átta til fimmtán stig þar sem hlýjast verður norðaustanlands.

Spákortið fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Hæg breytileg átt, yfirleitt léttskýjað og hiti 8 til 14 stig, en sums staðar skýjað og mun svalara við ströndina.

Á sunnudag: Hæg vestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en léttskýjað sunnanlands. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast syðst.

Á mánudag: Hægir vindar, skýjað að mestu skýjað og úrkomulítið og kólnar í veðri.

Á þriðjudag: Suðvestlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda víða um land. Hiti 1 til 6 stig.

Á miðvikudag og fimmtudag: Útlit fyrir breytilega átt, smá skúrir eða él víða um land og fremur svalt í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×