Íslenski boltinn

Kynningar­fundur Bestu deildar kvenna: Val spáð Ís­lands­meistara­titlinum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valskonur eru ríkjandi Íslandsmeistarar og er talið að þær verji titil sinn.
Valskonur eru ríkjandi Íslandsmeistarar og er talið að þær verji titil sinn. Vísir/Hulda Margrét

Kynningarfundur fyrir Bestu deild kvenna í fótbolta fór fram í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í dag. Er því spáð að Íslandsmeistarar Vals muni verja titil sinn. Fundinn má sjá í heild sinni neðst í fréttinni.

Besta deild kvenna hefst þann 26. apríl næstkomandi með tveimur leikjum. ÍBV mætir Stjörnunni í Vestmannaeyjum og Íslandsmeistarar Vals fá nágranna sína í Þrótti Reykjavík í heimsókn.

Ásamt því að tilkynna spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna var farið yfir ýmisleg atriði. Til að mynda vefsíðu deildarinnar Bestadeildin.is og að áfram yrði vikulegur markaþáttur á Stöð 2 Sport sem Helena Ólafsdóttir stýrir.

Sex vikna hlé verður gert á deildinni vegna Evrópumóts kvenna sem fram fer í Englandi og deildinni lýkur því ekki fyrr en 1. október.

Hér að neðan má sjá spánna í heild sinni en Valur og Breiðablik eru á toppi deildarinnar á meðan KR og Keflavík er spáð falli.

1.Valur

2.Breiðablik

3.Stjarnan

4.Selfoss

5.Þróttur Reykjavík

6.Þór/KA

7.ÍBV

8.Afturelding

9.Keflavík

10.KR

Klippa: Kynningarfundur Bestu deildar kvenna

Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×