Veður

Ró­leg norð­læg átt og víða milt veður

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður á bilinu núll til fimm stig. Frystir í kvöld.
Hiti á landinu verður á bilinu núll til fimm stig. Frystir í kvöld. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir rólegri, norðlægri átt í dag, víða léttskýjuðu sunnan- og vestanlands og mildu veðri. Reikna má með dálítilli rigningu eða snjókomu á norðaustanverðu landinu, en þurrt að mestu seinnipartinn. 

Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu núll til fimm stig , en frystir svo í kvöld.

„Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp í kvöld. Suðaustan 10-18 og rigning á morgun, einkum sunnantil, en fer að lægja síðdegis. Hægari vindur og yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 10 stig.

Austlæg eða breytileg átt gola eða kaldi á sumardaginn fyrsta. Víða léttskýjað norðanlands, en skýjað með köflum og stöku skúrir syðra. Fremur hlýtt í veðri.

Spákortið fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Austan og suðaustan 10-18 m/s og rigning með köflum, einkum sunnantil, en hægari og þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 10 stig. Dregur úr vindi seinnipartinn.

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti) og föstudag: Austan og suðaustan 3-10 og víða bjartviðri, en skýjað með köflum og úrkomulítið sunnanlands og við austurströndina. Hiti 5 til 13 stig.

Á laugardag og sunnudag: Fremur hæg breytileg átt og skýjað með köflum. Kólnar heldur.

Á mánudag: Norðlæg átt, skýjað og smáskúrir eða slydduél norðantil.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×