Soucek bjargaði stigi fyrir West Ham | Newcastle stal sigrinum gegn Leicester Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. apríl 2022 15:18 Thomas Soucek skoraði eina mark West Ham í dag. Steve Bardens/Getty Images Tveimur leikjum er nú lokið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Thomas Soucek bjargaði stigi fyrir West Ham gegn fallbaráttuliði Burnley og Newcastle vann 2-1 sigur gegn Leicester, en sigurmarkið kom á fimmtu mínútu uppbótartíma. Burnley þarf sárlega á stigum að halda, enda er liðið í harðri fallbaráttu og stjóralaust í þokkabót eftir að Sean Dyche var látinn taka poka sinn í vikunnu. Liðið varð fyrir áfalli um miðjan fyrri hálfleikinn þegar Nikola Vlasic braut á miðjumanni Burnley, Ashley Westwood. Brotið leit ekkert sérstaklega illa út, en Westwood virtist festa löppina í grasinu með þeim afleiðingum að snérist vægast sagt illa upp á ökklann á leikmanninum. Löng töf varð á leiknum á meðan Westwood fékk aðhlynningu og hann var að lokum borinn af velli. Þrátt fyrir þetta áfall höfðu gestirnir í Burnley verk að vinna og eftir hálftíma leik var Wout Weghorst búinn að koma liðinu yfir. Maxwel Cornet fékk svo tækifæri til að tvöfalda forystu gestanna af vítapunktinum stuttu fyrir hálfleik, en Lukasz Fabianski sá við honum í marki West Ham. Staðan var því 0-1 í hálfleik og þannig var hún alveg þangað til að um stundarfjórðungur var til leiksloka þregar Tomas Soucek skallaði aukaspyrnu Manuel Lanzini í netið og jafnaði metin. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli. Burnley situr enn í 18. sæti deildarinnar með 25 stig, þremur stigu frá öruggu sæti nú þegar sjö umferðir eru eftir. West Ham heldur hins vegar enn í veika von um sæti í Meistaradeild Evrópu, en sá draumur virðist ansi fjarlægur. ⏹ A point on the road. #WHUBUR | #UTC pic.twitter.com/cX1VO2R4Dx— Burnley FC (@BurnleyOfficial) April 17, 2022 Í hinum leik dagsins reyndist Bruno Guimaraes hetja Newcastle, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri gegn Leicester. Ademola Lookman kom Leicester í forystu eftir tæplega 20 mínútna leik áður en Guimares jafnaði metin tíu mínútum síðar. Guimares skoraði svo sigurmarkið á fimmtu mínútu uppbótartíma með seinustu spyrnu leiksins og niðurstaðan því 2-1 sigur Newcastle. Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sjá meira
Burnley þarf sárlega á stigum að halda, enda er liðið í harðri fallbaráttu og stjóralaust í þokkabót eftir að Sean Dyche var látinn taka poka sinn í vikunnu. Liðið varð fyrir áfalli um miðjan fyrri hálfleikinn þegar Nikola Vlasic braut á miðjumanni Burnley, Ashley Westwood. Brotið leit ekkert sérstaklega illa út, en Westwood virtist festa löppina í grasinu með þeim afleiðingum að snérist vægast sagt illa upp á ökklann á leikmanninum. Löng töf varð á leiknum á meðan Westwood fékk aðhlynningu og hann var að lokum borinn af velli. Þrátt fyrir þetta áfall höfðu gestirnir í Burnley verk að vinna og eftir hálftíma leik var Wout Weghorst búinn að koma liðinu yfir. Maxwel Cornet fékk svo tækifæri til að tvöfalda forystu gestanna af vítapunktinum stuttu fyrir hálfleik, en Lukasz Fabianski sá við honum í marki West Ham. Staðan var því 0-1 í hálfleik og þannig var hún alveg þangað til að um stundarfjórðungur var til leiksloka þregar Tomas Soucek skallaði aukaspyrnu Manuel Lanzini í netið og jafnaði metin. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli. Burnley situr enn í 18. sæti deildarinnar með 25 stig, þremur stigu frá öruggu sæti nú þegar sjö umferðir eru eftir. West Ham heldur hins vegar enn í veika von um sæti í Meistaradeild Evrópu, en sá draumur virðist ansi fjarlægur. ⏹ A point on the road. #WHUBUR | #UTC pic.twitter.com/cX1VO2R4Dx— Burnley FC (@BurnleyOfficial) April 17, 2022 Í hinum leik dagsins reyndist Bruno Guimaraes hetja Newcastle, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri gegn Leicester. Ademola Lookman kom Leicester í forystu eftir tæplega 20 mínútna leik áður en Guimares jafnaði metin tíu mínútum síðar. Guimares skoraði svo sigurmarkið á fimmtu mínútu uppbótartíma með seinustu spyrnu leiksins og niðurstaðan því 2-1 sigur Newcastle.
Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sjá meira