Vaktin: „Gefist upp eða deyið“ Tryggvi Páll Tryggvason, Samúel Karl Ólason og Smári Jökull Jónsson skrifa 16. apríl 2022 14:30 Móðir og dóttir bíða eftir strætisvagni sem flytur þær frá borginni Sloviansk í Dónetsk héraði í Úkraínu. Vísir/AP Rússar hafa gefið Úkraínumönnum afarkosti um að leggja niður vopn í Maríupól frá klukkan þrjú í nótt. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa gefið hermönnum Úkraínu í Maríupól afarkosti um að leggja niður vopn frá klukkan þrjú að íslenskum tíma í nótt. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur enn á ný varað við því að Rússar gætu beitt kjarnavopnum gegn Úkraínu. Fjölmargir Rússa hafa tilneyddir þurft að snúa aftur til Rússlands vegna fjárhagsvandræða eftir að hafa flúið landið í upphafi stríðsins. Rússar hafa bannað helstu ráðamönnum Breta að koma til landsins vegna fjandsamlegra aðgerða Breta gagnvart Rússum. Sameinuðu þjóðirnar óttast að lokun hafna Úkraínu við Svartahaf muni leiða til hungursneyðar um heiminn allan, fólksflutninga og aukins óstöðugleika. Innrásin í Úkraínu hefur verið kölluð sértæk hernaðaraðgerð en þar gæti mögulega orðið breyting á. Sérfræðingar sem vakta sjónvarpsstöðvar Rússlands telja mögulegt að verið sé að leggja grunninn að því að lýsa yfir formlega yfir stríði við Úkraínu. Fregnir hafa borist af mannfalli í austurhluta Úkraínu af völdum loftárása næturinnar. Talið er að minnst tveir hafi látist. Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, segir að á milli 2.500 til 3.000 úkraínskir hermenn hafi látist í átökunum og um tíu þúsund hafi slasast. Yfirvöld í Úkraínu búa sig undir hefndaraðgerðir af hálfu Rússa fyrir að hafa sökkt flaggskipi Rússneska hersins, Moskvu. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa gefið hermönnum Úkraínu í Maríupól afarkosti um að leggja niður vopn frá klukkan þrjú að íslenskum tíma í nótt. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur enn á ný varað við því að Rússar gætu beitt kjarnavopnum gegn Úkraínu. Fjölmargir Rússa hafa tilneyddir þurft að snúa aftur til Rússlands vegna fjárhagsvandræða eftir að hafa flúið landið í upphafi stríðsins. Rússar hafa bannað helstu ráðamönnum Breta að koma til landsins vegna fjandsamlegra aðgerða Breta gagnvart Rússum. Sameinuðu þjóðirnar óttast að lokun hafna Úkraínu við Svartahaf muni leiða til hungursneyðar um heiminn allan, fólksflutninga og aukins óstöðugleika. Innrásin í Úkraínu hefur verið kölluð sértæk hernaðaraðgerð en þar gæti mögulega orðið breyting á. Sérfræðingar sem vakta sjónvarpsstöðvar Rússlands telja mögulegt að verið sé að leggja grunninn að því að lýsa yfir formlega yfir stríði við Úkraínu. Fregnir hafa borist af mannfalli í austurhluta Úkraínu af völdum loftárása næturinnar. Talið er að minnst tveir hafi látist. Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, segir að á milli 2.500 til 3.000 úkraínskir hermenn hafi látist í átökunum og um tíu þúsund hafi slasast. Yfirvöld í Úkraínu búa sig undir hefndaraðgerðir af hálfu Rússa fyrir að hafa sökkt flaggskipi Rússneska hersins, Moskvu. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Úkraína Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira