Vaktin: Heimurinn þurfi að búa sig undir þann möguleika að Pútín beiti kjarnorkuvopnum Eiður Þór Árnason, Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 15. apríl 2022 07:55 Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Embætti forseta Úkraínu Anton Gerashchenko ráðgjafi innanríkisráðherra Úkraínu segir Anton Kuprin, skipstjóra Moskvu flaggskips Rússa í Svartahafi sem sökkt var í gær, hafa látist. Úkraínumenn halda því fram að Neptunus-flugskeyti á þeirra vegum hafi hæft skipið en Rússar hafa vísað því á bug. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Volodímír Selenskí, forseti Úkraínu, flutti ávarp í gær þar sem hann hrósaði úkraínskum hermönnum og sjálfboðaliðum fyrir að hafa staðið af sér innrás Rússa í 50 daga. Forsetinn hefur kallað eftir því að Evrópuríki hætti að kaupa rússneska olíu og gas. Í viðtali skammaði hann sérstaklega Þýskaland og Ungverjaland fyrir að koma í veg fyrir að viðskiptabann á rússneska orkugjafa yrði að veruleika. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ekki heimsækja Kænugarð. Greint var frá því að heimsókn hans þangað væri til skoðunar. Hann íhugar nú að senda háttsettan embættismann í opinbera heimsókn til Úkraínu. Rússneska herskipið Moskva, flaggskip Rússa í Svartahafi, er sokkið. Úkraínumenn segjast hafa grandað skipinu en Rússar segja eldsvoða um borð hafa valdið því að skipið sökk. Hér má finna vakt gærdagsins. Hér má sjá kort sem sýnir stöðuna í Úkraínu í grófum dráttum.vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Volodímír Selenskí, forseti Úkraínu, flutti ávarp í gær þar sem hann hrósaði úkraínskum hermönnum og sjálfboðaliðum fyrir að hafa staðið af sér innrás Rússa í 50 daga. Forsetinn hefur kallað eftir því að Evrópuríki hætti að kaupa rússneska olíu og gas. Í viðtali skammaði hann sérstaklega Þýskaland og Ungverjaland fyrir að koma í veg fyrir að viðskiptabann á rússneska orkugjafa yrði að veruleika. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ekki heimsækja Kænugarð. Greint var frá því að heimsókn hans þangað væri til skoðunar. Hann íhugar nú að senda háttsettan embættismann í opinbera heimsókn til Úkraínu. Rússneska herskipið Moskva, flaggskip Rússa í Svartahafi, er sokkið. Úkraínumenn segjast hafa grandað skipinu en Rússar segja eldsvoða um borð hafa valdið því að skipið sökk. Hér má finna vakt gærdagsins. Hér má sjá kort sem sýnir stöðuna í Úkraínu í grófum dráttum.vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira