Vaktin: Segir sönnunargögn um þjóðarmorð Pútíns hrannast upp Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 12. apríl 2022 16:50 Biden dró ekkert úr ummælum sínum um einræðisherrann Pútín sem fremji þjóðarmorð, þegar hann var beðinn að skýra þau nánar. Drew Angerer/Getty Images Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi óttast að Rússar myndu beita efnavopnum en fullyrti ekki að þau hefðu verið notuð. Fyrr í gær var því haldið fram að efnavopnasprengja hefði verið látin falla á Maríupól. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Hroki Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og einangrun hans leiddu til til þess að forsetinn rússneski vanmat aðstæður í Úkraínu og ofmat getu rússneskra hersveita til að hernema landið. Vladimír Pútín sagði á blaðamannafundi í dag að það væri Úkraínumönnum að kenna að friðarviðræður vegna innrásar Rússa í Úkraínu hefðu ekki borið árangur hingað til. Nærri tveir þriðjuhlutar allra barna í Úkraínu hafa flúið heimili sín á þeim sex vikum sem liðnar eru frá því að Rússar réðust inn í landið. Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest dauða 142 barna í átökunum en segja raunverulegan fjölda líklega mun meiri. Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa fleiri en 6.000 stríðsglæpi til rannsóknar. Fleiri sögur eru að berast af grófu kynferðisofbeldi sem Rússar eru sagðir hafa beitt konur og börn. Íbúar í Kharkív og norðurhluta Úkraínu hafa verið varaðir við því sem Selenskí hefur kallað „hundrað þúsund hættulega hluti“ sem innrásarherinn hefur skilið eftir sig; jarðsprengjur og ósprungnar og virkar sprengjur. Rússar eru taldir munu taka Maríupól áður en þeir hefja stórsókn sína í Donetsk, þar sem þeir munu freista þess á næstu vikum að ná yfirráðum og tengja Donbas við hinn þegar innlimaða Krímskaga. Vladimir Pútín Rússlandsforseti og Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, eru sagðir munu hittast í dag, meðal annars til að ræða ástandið í Úkraínu og refsiaðgerðir Vesturlanda. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu en undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Hroki Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og einangrun hans leiddu til til þess að forsetinn rússneski vanmat aðstæður í Úkraínu og ofmat getu rússneskra hersveita til að hernema landið. Vladimír Pútín sagði á blaðamannafundi í dag að það væri Úkraínumönnum að kenna að friðarviðræður vegna innrásar Rússa í Úkraínu hefðu ekki borið árangur hingað til. Nærri tveir þriðjuhlutar allra barna í Úkraínu hafa flúið heimili sín á þeim sex vikum sem liðnar eru frá því að Rússar réðust inn í landið. Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest dauða 142 barna í átökunum en segja raunverulegan fjölda líklega mun meiri. Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa fleiri en 6.000 stríðsglæpi til rannsóknar. Fleiri sögur eru að berast af grófu kynferðisofbeldi sem Rússar eru sagðir hafa beitt konur og börn. Íbúar í Kharkív og norðurhluta Úkraínu hafa verið varaðir við því sem Selenskí hefur kallað „hundrað þúsund hættulega hluti“ sem innrásarherinn hefur skilið eftir sig; jarðsprengjur og ósprungnar og virkar sprengjur. Rússar eru taldir munu taka Maríupól áður en þeir hefja stórsókn sína í Donetsk, þar sem þeir munu freista þess á næstu vikum að ná yfirráðum og tengja Donbas við hinn þegar innlimaða Krímskaga. Vladimir Pútín Rússlandsforseti og Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, eru sagðir munu hittast í dag, meðal annars til að ræða ástandið í Úkraínu og refsiaðgerðir Vesturlanda. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu en undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Fleiri fréttir Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Sjá meira