Vaktin: Úkraínskar hersveitir búa sig undir síðasta bardagann í Maríupól Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. apríl 2022 15:30 Innan úr gjörónýtri skólastofu í Mariupol. Áætlað er að minnst 184 börn hafi látist í Úkraínu frá því innrás Rússa hófst. Leon Klein/Anadolu Agency via Getty Breska varnamálaráðuneytið varar við því að Rússar muni mögulega nota fosfór-vopn í Maríupól, líkt og þeir hafa áður gert í Donetsk. Þeir segja notkun Rússa á ónákvæmum sprengjum stórauka hættuna á dauða almennra borgara. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu og ötull stuðningsmaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, segir rússneskar hersveitir ekki munu láta staðar numið eftir að þeir hafa „frelsað“ Donetsk og Luhansk, heldur muni Kænugarður falla og allar aðrar borgir Úkraínu. Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, mun hitta Pútín í dag, fyrstur Evrópuleiðtoga frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Nehammer heimsótti Bucha á laugardag og AFP segir hann munu ræða stríðsglæpina sem þar voru framdir við Rússlandsforseta. Hernaðaryfirvöld í Úkraínu segja Rússa mögulega munu grípa til „ögrandi“ aðgerða í Móldóvu, til að geta sakað Úkraínumenn um árásir gegn nágranna sínum. Þá gera þau ráð fyrir áframhaldandi árásum á innviði í Úkraínu til að stöðva innflutning til landsins. Lest á vegum Lækna án landamæra hefur sótt 48 særða og aldraða til austurhluta Úkraínu. Um er að ræða fjórðu ferð „sjúkrahúslestar“ sem samtökin hafa staðið fyrir í landinu frá því að átökin hófust. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun funda með Narendra Modi, forseta Indlands, í dag og hvetja Indverja til að auka ekki innkaup sín á olíu frá Rússlandi. Indverjar hafa ekki gripið til refsiaðgerða gegn Rússum en eru þvert á móti sagðir hafa nýtt sér tækifærið og keypt olíu á afsláttarverði. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu og ötull stuðningsmaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, segir rússneskar hersveitir ekki munu láta staðar numið eftir að þeir hafa „frelsað“ Donetsk og Luhansk, heldur muni Kænugarður falla og allar aðrar borgir Úkraínu. Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, mun hitta Pútín í dag, fyrstur Evrópuleiðtoga frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Nehammer heimsótti Bucha á laugardag og AFP segir hann munu ræða stríðsglæpina sem þar voru framdir við Rússlandsforseta. Hernaðaryfirvöld í Úkraínu segja Rússa mögulega munu grípa til „ögrandi“ aðgerða í Móldóvu, til að geta sakað Úkraínumenn um árásir gegn nágranna sínum. Þá gera þau ráð fyrir áframhaldandi árásum á innviði í Úkraínu til að stöðva innflutning til landsins. Lest á vegum Lækna án landamæra hefur sótt 48 særða og aldraða til austurhluta Úkraínu. Um er að ræða fjórðu ferð „sjúkrahúslestar“ sem samtökin hafa staðið fyrir í landinu frá því að átökin hófust. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun funda með Narendra Modi, forseta Indlands, í dag og hvetja Indverja til að auka ekki innkaup sín á olíu frá Rússlandi. Indverjar hafa ekki gripið til refsiaðgerða gegn Rússum en eru þvert á móti sagðir hafa nýtt sér tækifærið og keypt olíu á afsláttarverði. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira