Innviðaráðherra kærður fyrir brot á siðareglum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. apríl 2022 14:20 Forsætisnefnd Alþingis hefur borist kæra vegna framferðis innviðaráðherra. Vísir/Viilhelm Kæra fyrir brot á siðareglum hefur verið lögð fram til forsætisnefndar vegna ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi. Birgir Ármannsson, formaður forsætisnefndar, staðfestir í samtali við fréttastofu RÚV að forsætisnefnd hafi borist kæra vegna framgöngu Sigurðar. Umrædd kæra tengist ummælum sem Sigurður lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Fréttastofa hefur ekki náð í Birgi vegna málsins en Oddný G. Harðardóttir 1. varaforseti segir í samtali við fréttastofu að kæran hafi verið send til baka vegna formgalla. Ekki liggi fyrir á þessari stundu hvort búið sé að leiðrétta hann en að því búnu verði forsætisnefnd kölluð saman þar sem farið verður yfir hæfi nefndarmanna og erindið tekið til afgreiðslu. Hún segir að vafi gæti verið uppi um hæfi einhverra nefndarmanna sem hafi þegar tjáð sig opinberlega um málið. Sigurður hefur ekki fengist til þess að segja opinberlega hver ummælin voru. Hann hefur sjálfur kallað ummælin „óviðurkvæmileg“ en Vigdís hefur sagt að þau afar særandi og að duldir fordómar séu gríðarlegt samfélagsmein sem grasseri á öllum stigum samfélagsins. Heimildir fréttastofu herma að Sigurður hafi talað um Vigdísi sem „þá svörtu“. Fréttastofa ræddi við Björn Leví Gunnarsson, þingmann Pírata og nefndarmann í forsætisnefnd, fyrir tæpri viku en hann fór vel yfir mögulegt framhald málsins ef til kæru myndi koma. Sjá nánar: Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið Hver sem er getur kært þingmann til siðanefndar Alþingis og þarf viðkomandi ekki að vera aðili máls. Fréttastofu er ekki kunnugt um hver það er sem hefur kært innviðaráðherra fyrir brot á siðareglum. Fyrir helgi áttu Vigdís og Sigurður fund ásamt stjórn Bændasamtakanna en Vigdís greindi frá því í stöðuuppfærslu á Facebook að hún hefði meðtekið afsökunarbeiðni frá innviðaráðherra. Uppfært: Kærandi hefur leiðrétt formgalla á kærunni og forsætisnefnd tekið á móti henni að nýju. Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Alþingi Tengdar fréttir „Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að til standi að biðja Vigdísi Häsler, formann Bændasamtakanna, afsökunar. Hann hafi gert það opinberlega en ekki gert það persónulega. Þau munu hittast á morgun. 7. apríl 2022 19:10 Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00 Segist hafa látið ummælin falla í pirringi eftir mikla skemmtun Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir ummæli sín um Vigdísi Häsler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hafa fallið eftir mikinn gleðskap og í pirringi. Sigurður Ingi tjáði sig í fyrsta sinn um málið við fjölmiðla í kvöldfréttum RÚV eftir að hafa komið sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í dag. 5. apríl 2022 21:34 „Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2022 13:36 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Birgir Ármannsson, formaður forsætisnefndar, staðfestir í samtali við fréttastofu RÚV að forsætisnefnd hafi borist kæra vegna framgöngu Sigurðar. Umrædd kæra tengist ummælum sem Sigurður lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Fréttastofa hefur ekki náð í Birgi vegna málsins en Oddný G. Harðardóttir 1. varaforseti segir í samtali við fréttastofu að kæran hafi verið send til baka vegna formgalla. Ekki liggi fyrir á þessari stundu hvort búið sé að leiðrétta hann en að því búnu verði forsætisnefnd kölluð saman þar sem farið verður yfir hæfi nefndarmanna og erindið tekið til afgreiðslu. Hún segir að vafi gæti verið uppi um hæfi einhverra nefndarmanna sem hafi þegar tjáð sig opinberlega um málið. Sigurður hefur ekki fengist til þess að segja opinberlega hver ummælin voru. Hann hefur sjálfur kallað ummælin „óviðurkvæmileg“ en Vigdís hefur sagt að þau afar særandi og að duldir fordómar séu gríðarlegt samfélagsmein sem grasseri á öllum stigum samfélagsins. Heimildir fréttastofu herma að Sigurður hafi talað um Vigdísi sem „þá svörtu“. Fréttastofa ræddi við Björn Leví Gunnarsson, þingmann Pírata og nefndarmann í forsætisnefnd, fyrir tæpri viku en hann fór vel yfir mögulegt framhald málsins ef til kæru myndi koma. Sjá nánar: Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið Hver sem er getur kært þingmann til siðanefndar Alþingis og þarf viðkomandi ekki að vera aðili máls. Fréttastofu er ekki kunnugt um hver það er sem hefur kært innviðaráðherra fyrir brot á siðareglum. Fyrir helgi áttu Vigdís og Sigurður fund ásamt stjórn Bændasamtakanna en Vigdís greindi frá því í stöðuuppfærslu á Facebook að hún hefði meðtekið afsökunarbeiðni frá innviðaráðherra. Uppfært: Kærandi hefur leiðrétt formgalla á kærunni og forsætisnefnd tekið á móti henni að nýju.
Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Alþingi Tengdar fréttir „Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að til standi að biðja Vigdísi Häsler, formann Bændasamtakanna, afsökunar. Hann hafi gert það opinberlega en ekki gert það persónulega. Þau munu hittast á morgun. 7. apríl 2022 19:10 Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00 Segist hafa látið ummælin falla í pirringi eftir mikla skemmtun Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir ummæli sín um Vigdísi Häsler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hafa fallið eftir mikinn gleðskap og í pirringi. Sigurður Ingi tjáði sig í fyrsta sinn um málið við fjölmiðla í kvöldfréttum RÚV eftir að hafa komið sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í dag. 5. apríl 2022 21:34 „Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2022 13:36 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
„Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að til standi að biðja Vigdísi Häsler, formann Bændasamtakanna, afsökunar. Hann hafi gert það opinberlega en ekki gert það persónulega. Þau munu hittast á morgun. 7. apríl 2022 19:10
Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00
Segist hafa látið ummælin falla í pirringi eftir mikla skemmtun Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir ummæli sín um Vigdísi Häsler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hafa fallið eftir mikinn gleðskap og í pirringi. Sigurður Ingi tjáði sig í fyrsta sinn um málið við fjölmiðla í kvöldfréttum RÚV eftir að hafa komið sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í dag. 5. apríl 2022 21:34
„Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2022 13:36