Innviðaráðherra kærður fyrir brot á siðareglum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. apríl 2022 14:20 Forsætisnefnd Alþingis hefur borist kæra vegna framferðis innviðaráðherra. Vísir/Viilhelm Kæra fyrir brot á siðareglum hefur verið lögð fram til forsætisnefndar vegna ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi. Birgir Ármannsson, formaður forsætisnefndar, staðfestir í samtali við fréttastofu RÚV að forsætisnefnd hafi borist kæra vegna framgöngu Sigurðar. Umrædd kæra tengist ummælum sem Sigurður lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Fréttastofa hefur ekki náð í Birgi vegna málsins en Oddný G. Harðardóttir 1. varaforseti segir í samtali við fréttastofu að kæran hafi verið send til baka vegna formgalla. Ekki liggi fyrir á þessari stundu hvort búið sé að leiðrétta hann en að því búnu verði forsætisnefnd kölluð saman þar sem farið verður yfir hæfi nefndarmanna og erindið tekið til afgreiðslu. Hún segir að vafi gæti verið uppi um hæfi einhverra nefndarmanna sem hafi þegar tjáð sig opinberlega um málið. Sigurður hefur ekki fengist til þess að segja opinberlega hver ummælin voru. Hann hefur sjálfur kallað ummælin „óviðurkvæmileg“ en Vigdís hefur sagt að þau afar særandi og að duldir fordómar séu gríðarlegt samfélagsmein sem grasseri á öllum stigum samfélagsins. Heimildir fréttastofu herma að Sigurður hafi talað um Vigdísi sem „þá svörtu“. Fréttastofa ræddi við Björn Leví Gunnarsson, þingmann Pírata og nefndarmann í forsætisnefnd, fyrir tæpri viku en hann fór vel yfir mögulegt framhald málsins ef til kæru myndi koma. Sjá nánar: Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið Hver sem er getur kært þingmann til siðanefndar Alþingis og þarf viðkomandi ekki að vera aðili máls. Fréttastofu er ekki kunnugt um hver það er sem hefur kært innviðaráðherra fyrir brot á siðareglum. Fyrir helgi áttu Vigdís og Sigurður fund ásamt stjórn Bændasamtakanna en Vigdís greindi frá því í stöðuuppfærslu á Facebook að hún hefði meðtekið afsökunarbeiðni frá innviðaráðherra. Uppfært: Kærandi hefur leiðrétt formgalla á kærunni og forsætisnefnd tekið á móti henni að nýju. Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Alþingi Tengdar fréttir „Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að til standi að biðja Vigdísi Häsler, formann Bændasamtakanna, afsökunar. Hann hafi gert það opinberlega en ekki gert það persónulega. Þau munu hittast á morgun. 7. apríl 2022 19:10 Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00 Segist hafa látið ummælin falla í pirringi eftir mikla skemmtun Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir ummæli sín um Vigdísi Häsler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hafa fallið eftir mikinn gleðskap og í pirringi. Sigurður Ingi tjáði sig í fyrsta sinn um málið við fjölmiðla í kvöldfréttum RÚV eftir að hafa komið sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í dag. 5. apríl 2022 21:34 „Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2022 13:36 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Birgir Ármannsson, formaður forsætisnefndar, staðfestir í samtali við fréttastofu RÚV að forsætisnefnd hafi borist kæra vegna framgöngu Sigurðar. Umrædd kæra tengist ummælum sem Sigurður lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Fréttastofa hefur ekki náð í Birgi vegna málsins en Oddný G. Harðardóttir 1. varaforseti segir í samtali við fréttastofu að kæran hafi verið send til baka vegna formgalla. Ekki liggi fyrir á þessari stundu hvort búið sé að leiðrétta hann en að því búnu verði forsætisnefnd kölluð saman þar sem farið verður yfir hæfi nefndarmanna og erindið tekið til afgreiðslu. Hún segir að vafi gæti verið uppi um hæfi einhverra nefndarmanna sem hafi þegar tjáð sig opinberlega um málið. Sigurður hefur ekki fengist til þess að segja opinberlega hver ummælin voru. Hann hefur sjálfur kallað ummælin „óviðurkvæmileg“ en Vigdís hefur sagt að þau afar særandi og að duldir fordómar séu gríðarlegt samfélagsmein sem grasseri á öllum stigum samfélagsins. Heimildir fréttastofu herma að Sigurður hafi talað um Vigdísi sem „þá svörtu“. Fréttastofa ræddi við Björn Leví Gunnarsson, þingmann Pírata og nefndarmann í forsætisnefnd, fyrir tæpri viku en hann fór vel yfir mögulegt framhald málsins ef til kæru myndi koma. Sjá nánar: Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið Hver sem er getur kært þingmann til siðanefndar Alþingis og þarf viðkomandi ekki að vera aðili máls. Fréttastofu er ekki kunnugt um hver það er sem hefur kært innviðaráðherra fyrir brot á siðareglum. Fyrir helgi áttu Vigdís og Sigurður fund ásamt stjórn Bændasamtakanna en Vigdís greindi frá því í stöðuuppfærslu á Facebook að hún hefði meðtekið afsökunarbeiðni frá innviðaráðherra. Uppfært: Kærandi hefur leiðrétt formgalla á kærunni og forsætisnefnd tekið á móti henni að nýju.
Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Alþingi Tengdar fréttir „Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að til standi að biðja Vigdísi Häsler, formann Bændasamtakanna, afsökunar. Hann hafi gert það opinberlega en ekki gert það persónulega. Þau munu hittast á morgun. 7. apríl 2022 19:10 Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00 Segist hafa látið ummælin falla í pirringi eftir mikla skemmtun Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir ummæli sín um Vigdísi Häsler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hafa fallið eftir mikinn gleðskap og í pirringi. Sigurður Ingi tjáði sig í fyrsta sinn um málið við fjölmiðla í kvöldfréttum RÚV eftir að hafa komið sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í dag. 5. apríl 2022 21:34 „Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2022 13:36 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
„Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að til standi að biðja Vigdísi Häsler, formann Bændasamtakanna, afsökunar. Hann hafi gert það opinberlega en ekki gert það persónulega. Þau munu hittast á morgun. 7. apríl 2022 19:10
Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00
Segist hafa látið ummælin falla í pirringi eftir mikla skemmtun Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir ummæli sín um Vigdísi Häsler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hafa fallið eftir mikinn gleðskap og í pirringi. Sigurður Ingi tjáði sig í fyrsta sinn um málið við fjölmiðla í kvöldfréttum RÚV eftir að hafa komið sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í dag. 5. apríl 2022 21:34
„Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2022 13:36
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent