„Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. apríl 2022 13:36 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, býst við að framganga innviðaráðherra muni hafa afleiðingar. Vísir/Einar Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. Vigdís sagði í færslu á Facebook í gær að ummælin hafi verið særandi en Sigurður Ingi hefur á sama vettvangi kallað þau „óviðurkvæmileg“ og beðist afsökunar á þeim en að öðru leyti ekki viljað ræða við fjölmiðla. Á vettvangi Alþingis hafa nokkrir þingmenn sagt að framferði Sigurðar Inga brjóti mögulega í bága við siðreglur sem gilda um ráðherra, einkum þá sem kveður á um að ráðherra beri að gæta þess að rýra ekki virðingu embættis síns með ámælisverðri framkomu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er nefndarmaður í forsætisnefnd en mál er varða siðareglur heyra undir þá nefnd en til þess að mál verði tekin upp á vegum hennar þarf formleg kvörtun að berast en hver sem er getur lagt hana fram. „Sem forsætisnefnd þá skoðar hvort tilefni sé til að kanna nánar; hvort það sé fótur fyrir þeirri ábendingu. Þetta getur farið í nokkrar áttir. Það getur verið að málinu sé strax vísað frá og það metið sem tilefnislaust. Það getur verið metið svo að leita eigi ráðgjafar hjá ráðgefandi siðanefnd og forsætisnefnd getur ákveðið í rauninni sjálf hvort þetta varði brot á siðareglum eða jafnvel meint brot á lagareglum.“ Meint brot á lögum sem Björn Leví vísar til myndi þá mögulega varða við Lög um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna sem samþykkt voru af núverandi ríkisstjórn 11. júní 2018. Björn Leví segist aðspurður ekki telja að meint brot á siðareglum sé langsótt þótt ummælin hafi ekki verið látin falla á vettvangi þingsins. „Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið. Og ef það kemur formleg kvörtun vegna siðareglnanna þá einfaldlega ber forsætisnefnd að fara yfir það.“ Björn Leví kveðst aðspurður eiga von á því að málið muni hafa afleiðingar fyrir Sigurð Inga. „Það er sérstaklega tekið fram í lögum um jafna meðferð óháð kynþætti að það sé óheimilt að afsala sér þeim réttindum sem kveður á um í lögunum.“ Hann segir að hugsun löggjafans á bakvið það sé til þess að það sé ekki á herðum þess sem verður fyrir broti þurfi ekki að reka málið sjálfur. „Þarna er það sett í hendur stjórnvalda að framfylgja lögunum, það er að segja kærunefnd jafnréttismála ef það berst ábending sem hver sem er á að geta gert.“ Alþingi Píratar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Ekki komið til umræðu að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa orðið mjög döpur vegna þeirra særandi ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra viðhafði um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, á Búnaðarþingi. Ekki hafi komið til umræðu innan Vinstri grænna að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu hyggist Sigurður Ingi sitja áfram í ráðherrastól. 5. apríl 2022 12:23 Brynja telur Sigurð Inga ekki vera rasista: „Við erum mannleg og við skítum stundum upp á bak“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir það hafa verið ömurlegt og sárt að heyra af ummælum sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi um helgina. Sigurður Ingi hringdi í Brynju vegna málsins í gær og segir Brynja að hann sé fullur iðrunar. Þá segir hún stigsmunur á að segja eitthvað rasískt og að vera rasisti. 5. apríl 2022 11:38 Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Vigdís sagði í færslu á Facebook í gær að ummælin hafi verið særandi en Sigurður Ingi hefur á sama vettvangi kallað þau „óviðurkvæmileg“ og beðist afsökunar á þeim en að öðru leyti ekki viljað ræða við fjölmiðla. Á vettvangi Alþingis hafa nokkrir þingmenn sagt að framferði Sigurðar Inga brjóti mögulega í bága við siðreglur sem gilda um ráðherra, einkum þá sem kveður á um að ráðherra beri að gæta þess að rýra ekki virðingu embættis síns með ámælisverðri framkomu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er nefndarmaður í forsætisnefnd en mál er varða siðareglur heyra undir þá nefnd en til þess að mál verði tekin upp á vegum hennar þarf formleg kvörtun að berast en hver sem er getur lagt hana fram. „Sem forsætisnefnd þá skoðar hvort tilefni sé til að kanna nánar; hvort það sé fótur fyrir þeirri ábendingu. Þetta getur farið í nokkrar áttir. Það getur verið að málinu sé strax vísað frá og það metið sem tilefnislaust. Það getur verið metið svo að leita eigi ráðgjafar hjá ráðgefandi siðanefnd og forsætisnefnd getur ákveðið í rauninni sjálf hvort þetta varði brot á siðareglum eða jafnvel meint brot á lagareglum.“ Meint brot á lögum sem Björn Leví vísar til myndi þá mögulega varða við Lög um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna sem samþykkt voru af núverandi ríkisstjórn 11. júní 2018. Björn Leví segist aðspurður ekki telja að meint brot á siðareglum sé langsótt þótt ummælin hafi ekki verið látin falla á vettvangi þingsins. „Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið. Og ef það kemur formleg kvörtun vegna siðareglnanna þá einfaldlega ber forsætisnefnd að fara yfir það.“ Björn Leví kveðst aðspurður eiga von á því að málið muni hafa afleiðingar fyrir Sigurð Inga. „Það er sérstaklega tekið fram í lögum um jafna meðferð óháð kynþætti að það sé óheimilt að afsala sér þeim réttindum sem kveður á um í lögunum.“ Hann segir að hugsun löggjafans á bakvið það sé til þess að það sé ekki á herðum þess sem verður fyrir broti þurfi ekki að reka málið sjálfur. „Þarna er það sett í hendur stjórnvalda að framfylgja lögunum, það er að segja kærunefnd jafnréttismála ef það berst ábending sem hver sem er á að geta gert.“
Alþingi Píratar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Ekki komið til umræðu að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa orðið mjög döpur vegna þeirra særandi ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra viðhafði um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, á Búnaðarþingi. Ekki hafi komið til umræðu innan Vinstri grænna að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu hyggist Sigurður Ingi sitja áfram í ráðherrastól. 5. apríl 2022 12:23 Brynja telur Sigurð Inga ekki vera rasista: „Við erum mannleg og við skítum stundum upp á bak“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir það hafa verið ömurlegt og sárt að heyra af ummælum sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi um helgina. Sigurður Ingi hringdi í Brynju vegna málsins í gær og segir Brynja að hann sé fullur iðrunar. Þá segir hún stigsmunur á að segja eitthvað rasískt og að vera rasisti. 5. apríl 2022 11:38 Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Ekki komið til umræðu að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa orðið mjög döpur vegna þeirra særandi ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra viðhafði um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, á Búnaðarþingi. Ekki hafi komið til umræðu innan Vinstri grænna að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu hyggist Sigurður Ingi sitja áfram í ráðherrastól. 5. apríl 2022 12:23
Brynja telur Sigurð Inga ekki vera rasista: „Við erum mannleg og við skítum stundum upp á bak“ Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segir það hafa verið ömurlegt og sárt að heyra af ummælum sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi um helgina. Sigurður Ingi hringdi í Brynju vegna málsins í gær og segir Brynja að hann sé fullur iðrunar. Þá segir hún stigsmunur á að segja eitthvað rasískt og að vera rasisti. 5. apríl 2022 11:38
Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41