Veður

Norðan­átt, kalt og hvasst á stöku stað

Atli Ísleifsson skrifar
Spár gera ráð fyrir að kalt loft ráði ríkjum á landinu út vikuna.
Spár gera ráð fyrir að kalt loft ráði ríkjum á landinu út vikuna. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir norðanátt í dag, víða kalda eða strekking, en hvassara á stöku stað í vindstrengjum sunnan undir fjöllum.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að útlit sé fyrir dálítil él á Norður- og Austurlandi. Hins vegar verði léttskýjað og sólríkt sunnan- og vestantil á landinu, þó sumir myndu segja að um sé að ræða gluggaveður.

„Það fyrirbæri dregur nafn sitt af því að þegar horft er út um gluggann virðist vera hið besta veður, en þegar út er komið bítur kuldinn í norðan næðingnum í kinnar. Það er enda kaldur loftmassi yfir landinu og frost yfirleitt á bilinu 1 til 6 stig að deginum og kólnar enn frekar í nótt.

Á morgun er síðan útlit fyrir hægari vind, áttin norðlæg eða breytileg. Þurrt og bjart nokkuð víða, en búast má við stöku éljum um landið norðaustanvert.

Spár gera ráð fyrir að kalt loft ráði ríkjum á landinu út vikuna,“ segir í tilkynningunni.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða þurrt og bjart veður, en stöku él norðaustantil á landinu. Frost 2 til 7 stig yfir daginn, en frostlaust nærri suðurströndinni. Víða talsvert næturfrost.

Á föstudag: Breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og stöku él, einkum við ströndina. Frost 0 til 6 stig að deginum, en frostlaust við suðvesturströndina.

Á laugardag og sunnudag: Austan og norðaustan 5-13. Víða dálítil él, en líkur á snjókomu við suðvesturströndina. Frost 0 til 7 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.

Á mánudag: Norðan 8-13. Él á norðanverðu landinu, en léttskýjað sunnanlands. Áfram kalt í veðri.

Á þriðjudag: Austan- og norðaustanátt. Þurrt vestanlands, annars dálítil él eða skúrir. Hlýnar heldur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.