Skelfilegir stríðsglæpir koma í ljós Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. apríl 2022 12:39 Hörmungarnar koma betur og betur í ljós eftir því sem Úkraínumenn vinna meira af landsvæði sínu til baka. Getty/Alexey Furman Alþjóðleg mannréttindasamtök segja ljóst að rússneskir hermenn hafi framið ýmsa stríðsglæpi í Úkraínu. Hræðilegar sögur berast frá íbúum þeirra svæða sem Rússar hafa horfið frá. Þeir tóku sex karlmenn úr mismunandi fjölskyldum, sögðu fjölskyldum þeirra að bíða við hús sín og leiddu mennina að þorpsmörkunum þar sem þeir skutu þá. Svona lýsir kona úr litlum bæ nærri borginni Chernihiv því sem gerðist þar á allra fyrstu dögum innrásarinnar eftir að Rússar höfðu náð stjórn á svæðinu. Aftaka mannanna sex segir hún hafa verið algerlega tilhæfulausa – þeir voru almennir borgarar. Hún lýsir atvikinu í samtali við alþjóðlegu mannréttindasamtökin Human Rights Watch, eða Mannréttindavaktin, sem hefur síðustu daga tekið viðtöl við íbúa þeirra svæða í Úkraínu sem Rússar hafa stjórnað. Rússneski herinn hefur horfið frá stóru svæði í norðri og virðist ætla að einbeita sér að austurhluta landsins. Mynd tekin í bæ nærri Chernihiv í gær. Leyfum af sprengjum hefur verið safnað saman í hrúgur við hreinsunarstarf í bænum.getty/metin aktas Samtökin segja herinn hafa skilið eftir sig slóð hörmunga og greinilegra dæma um stríðsglæpi. Þannig hafi samtökin rætt við íbúa í norðrinu sem lýsi nokkrir því að hafa orðið vitni tilhæfulausum aftökum á almennum borgurum, nauðgunum og jafnvel drápum á börnum og mæðrum þeirra. Hreinsun og hjálparstarf standa nú yfir á þessum svæðum sem Úkraínumenn hafa náð aftur á sitt vald. Úkraínumenn beina reiði sinni að rússneskum almenningi Rætt var við Karl Júlíusson, starfsmann Alþjóða-Rauða krossins í Sprengisandi í morgun. Hann var nýkominn frá Úkraínu eftir þriggja vikna dvöl þar og lýsti því hvernig andúð Úkraínumanna á Rússum hefur farið vaxandi. „Maður upplifir mjög sterkt þetta - ég ætla ekki að segja hatur - en þessar sterku tilfinningar í garð Rússa og rússnesks almennings í sjálfu sér,“ sagði Karl. Hann sagði þannig Úkraínumenn ekki aðeins beina andúð sinni gegn rússneskum stjórnvöldum, eins og flestir Vesturlandabúar. „Þegar fólk er þarna í miðju stríði að missa ættingja og vini og annað að þá að sjálfsögðu verða tilfinningar mjög svona beittari,“ sagði Karl. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Hjálparstarf Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Þeir tóku sex karlmenn úr mismunandi fjölskyldum, sögðu fjölskyldum þeirra að bíða við hús sín og leiddu mennina að þorpsmörkunum þar sem þeir skutu þá. Svona lýsir kona úr litlum bæ nærri borginni Chernihiv því sem gerðist þar á allra fyrstu dögum innrásarinnar eftir að Rússar höfðu náð stjórn á svæðinu. Aftaka mannanna sex segir hún hafa verið algerlega tilhæfulausa – þeir voru almennir borgarar. Hún lýsir atvikinu í samtali við alþjóðlegu mannréttindasamtökin Human Rights Watch, eða Mannréttindavaktin, sem hefur síðustu daga tekið viðtöl við íbúa þeirra svæða í Úkraínu sem Rússar hafa stjórnað. Rússneski herinn hefur horfið frá stóru svæði í norðri og virðist ætla að einbeita sér að austurhluta landsins. Mynd tekin í bæ nærri Chernihiv í gær. Leyfum af sprengjum hefur verið safnað saman í hrúgur við hreinsunarstarf í bænum.getty/metin aktas Samtökin segja herinn hafa skilið eftir sig slóð hörmunga og greinilegra dæma um stríðsglæpi. Þannig hafi samtökin rætt við íbúa í norðrinu sem lýsi nokkrir því að hafa orðið vitni tilhæfulausum aftökum á almennum borgurum, nauðgunum og jafnvel drápum á börnum og mæðrum þeirra. Hreinsun og hjálparstarf standa nú yfir á þessum svæðum sem Úkraínumenn hafa náð aftur á sitt vald. Úkraínumenn beina reiði sinni að rússneskum almenningi Rætt var við Karl Júlíusson, starfsmann Alþjóða-Rauða krossins í Sprengisandi í morgun. Hann var nýkominn frá Úkraínu eftir þriggja vikna dvöl þar og lýsti því hvernig andúð Úkraínumanna á Rússum hefur farið vaxandi. „Maður upplifir mjög sterkt þetta - ég ætla ekki að segja hatur - en þessar sterku tilfinningar í garð Rússa og rússnesks almennings í sjálfu sér,“ sagði Karl. Hann sagði þannig Úkraínumenn ekki aðeins beina andúð sinni gegn rússneskum stjórnvöldum, eins og flestir Vesturlandabúar. „Þegar fólk er þarna í miðju stríði að missa ættingja og vini og annað að þá að sjálfsögðu verða tilfinningar mjög svona beittari,“ sagði Karl.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Hjálparstarf Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira