Enski boltinn

Manchester-liðin og Chelsea borguðu mest til um­boðs­manna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jack Grealish kostaði Manchester City 100 milljónir punda.
Jack Grealish kostaði Manchester City 100 milljónir punda. Marc Atkins/Getty Images

Alls borguðu ensk úrvalsdeildarfélög umboðsmönnum leikmanna 272,6 milljónir punda frá 2021-2022. Samsvarar það rúmlega 46 milljörðum íslenskra króna. Manchester City, topplið deildarinnar, borgaði mest allra liða í deildinni.

Manchester City keypti Jack Grealish frá Aston Villa á 100 milljónir punda síðasta sumar. Þá samdi félagið við nokkra af bestu leikmönnum sínum sem þýddi að þegar tímabilinu lauk hafði Man City borgað umboðsmönnum 35 milljónir punda frá 2. febrúar 2021 til 31. janúar 2022.

Þar á eftir koma Manchester United (29 milljónir punda) og Chelsea (28,2 milljónir punda).

Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að tölurnar komi frá enska knattspyrnusambandinu. Þar stendur einnig að frá 2020 til 2021 hafi talan verið nánast sú sama eða 272,2 milljónir punda.

Nýliðar Brentford eru það lið sem borgaði umboðsmönnum minnst. Borgaði liðið aðeins 3,5 milljónir punda. Listann í heild sinni má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×