Veður

Hæg sunnan­átt og víða þurrt á landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Morgundagurinn mun líka byrja með rólegri sunnanátt.
Morgundagurinn mun líka byrja með rólegri sunnanátt. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir hægri sunnanátt í dag þar sem hiti fer upp í þrjú til átta stig en á Austfjörðum verður hiti nálægt frostmarki.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að svæði með lítilsháttar rigningu eða súld sé á norðurleið yfir vestanverðu landinu en þurrt verði í öðrum landshlutum.

„Laugardagurinn byrjar líka með rólegri sunnanátt og dálitlum skúrum eða éljum við norðurströndina. Eftir hádegi verður vaxandi suðaustanátt og rigning eða súld sunnan- og vestanlands. Hiti 4 til 9 stig en eins og áður heldur svalara fyrir austan.

Sunnudagurinn verður víða blautur. Rigning í fyrstu, skúrir síðdegis. Hiti breytist lítið.

Kólnandi veður eftir helgina og sums staðar snjókoma eða él og hiti um eða undir frostmarki,“ segir í tilkynningunni.

Spákortið fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Hæg breytileg átt framan af degi og þurrt, en dálitlir skúrir eða él um landið norðanvert. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst. Gengur í suðaustan 8-15 m/s seinnipartinn með rigningu og súld vestantil.

Á sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt 5-13 og víða rigning, en slydda á Austurlandi. Hiti frá 1 stigi við austurströndina, upp í 8 stig syðst. Norðlægari og kólnar með snjókomu norðanlands um kvöldið, en styttir upp syðra.

Á mánudag: Norðan 8-15, él og vægt frost. Bjartviðri sunnan heiða og hiti 1 til 6 stig yfir daginn.

Á þriðjudag: Norðaustan 5-13 og dálítil él, en þurrt um landið vestanvert. Frost 1 til 7 stig, en frostlaust við suðurströndina yfir daginn.

Á miðvikudag: Breytileg átt og víða þurrt og bjart veður, en skýjað að mestu og dálítil él norðantil. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag: Hæg breytileg átt og bjart og þurrt að mestu. Frost 0 til 5 stig yfir daginn en hiti yfir frostmarki sunnantil. Töluvert næturfrost.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×