Fjöldi flóttamanna frá Úkraínu á við alla íbúa Króatíu Heimir Már Pétursson skrifar 30. mars 2022 19:21 Þótt hægt hafi á flóttamannastrauminum frá Úkraínu koma þúsundir flóttafólks vestur yfir landamærin á degi hverjum, aðallega konur, börn og eldra fólk. AP/Sergei Grits Í dag náði fjöldi flóttamanna frá Úkraínu að fara yfir fjórar milljónir eða sem samsvarar öllum íbúum Króatíu. Flóttafólk sem kom til Póllands í dag treystir ekki yfirlýsingum Rússa um að þeir ætli að draga úr árásum á borgir í norðurhluta Úkraínu. Sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum segir ganga vel að afvopna Rússa. Talsmaður Vladimirs Putins forseta Rússlands gerði í dag lítið úr væntingum um frið eftir fund ríkjanna í Tyrklandi í gær. Ekkert annað hefði gerst en Úkraínumenn hefðu loks komið kröfum sínum á blað. Þeirra á meðal væri að teknar verði upp tvíhliða viðræður milli Rússlands og Úkraínu um framtíð Krímskaga sem væri óaðskiljanlegur hluti Rússlands samkvæmt stjórnarskrá. Þá sagði Putin í dag að eina leiðin til að stöðva loftárásir á Mariupol og koma íbúum þar til aðstoðar væri að úkraínskir hermenn í borginni gæfust upp. Þar eru enn um hundrað þúsund manns innkróaðar og sæta stanslausum árásum. Úkraínskur hermaður reynir að hugga aldraða konu eftir að hún neyddist til að flýja Irpin skammt frá höfuðborginni Kænugarði.AP/Rodrigo Abd Alex Mundt skipuleggjandi frá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að fjöldi flóttamanna til nágrannaríkja vestan við landamærin haldi áfram að slá öll met. „Í dag fór fjöldinn yfir fjórar milljónir. Það finnst mér vera dapurlegur áfangi. Það þýðir að á um mánuði hafa fjórar milljónir manna verið rifnar upp með rótum frá heimilum sínum, fjölskyldum og samfélagi í hraðasta flótta fólks á okkar tímum,“ segir Mundt. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og fleiri hafa varað við því að trúa yfirlýsingum Rússa um að þeir ætli að draga úr árásum á borgir í norður Úkraínu. Það er greinilegt að flóttafólk sem kom til Póllands í dag treysti þessum yfirlýsingum ekki heldur, eins og ungi maðurinn Nikolay Nazarov sem flúði með veikan föður sinn frá Kharkiv í norðausturhluta Úkraínu. „Ég efast um að hægt sé að trúa því sem Rússar segja. Ég held að átökin eigi enn eftir að magnast í austurhlut landsins. Þess vegan getum við ekki snúið aftur til Kharkiv. Við óttumst nýjan þátt í stríðinu,“ sagði Nazarov þar sem hann ýttu föður sínum áfram í hjólastól. Sergiy Kyslytsya sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir Úkraínumönum ganga vel að afvopna Rússa.AP/John Minchillo Líklegast er talið að Rússsar hafi kallað hluta uppgefinna hersveita sinna heim áður en þeir senda nýjar sveitir til árása í Úkraínu. Sergiy Kyslytsya sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir Rússa hafa misst mikinn fjölda flugvéla, skriðdreka og annarra hertóla og um 17 þúsund Rússar hafi fallið í stríðinu. „Ég vil upplýsa ykkur um að afvopnun Rússa sem framkvæmd er af úkraínska hernum með aðstoð allrar þjóðarinnar er langt á veg komin,“ sagði sendiherrann og sneri því yfirlýstum markmiðum Rússa um að afvopna úkraínska herinn við. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Gefa út viðvörun og biðja Þjóðverja um að fara sparlega með gasið Yfirvöld í Þýskalandi hafa gefið út snemmbúna viðvörun vegna mögulegrar skerðingar á afhendingu gass vegna deilu við rússnesk yfirvöld sem vilja fá greitt í rúblum vegna refsiaðgerða Vesturlanda. 30. mars 2022 15:47 Meint raunasaga úkraínskrar flóttakonu tekin upp af leyniþjónustu Rússlands Ríkismiðlar Rússlands birtu nýverið myndband af úkraínskri flóttakonu frá Marípuól þar sem hún sagði Azov-herdeildina umdeildu og aðra úkraínska hermenn hafa framið umfangsmikla stríðsglæpi í borginni. Hún sagði úkraínska hermenn hafa myrt íbúa og skýlt sér bakvið þá. 30. mars 2022 11:51 Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins. 30. mars 2022 11:40 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Sjá meira
Talsmaður Vladimirs Putins forseta Rússlands gerði í dag lítið úr væntingum um frið eftir fund ríkjanna í Tyrklandi í gær. Ekkert annað hefði gerst en Úkraínumenn hefðu loks komið kröfum sínum á blað. Þeirra á meðal væri að teknar verði upp tvíhliða viðræður milli Rússlands og Úkraínu um framtíð Krímskaga sem væri óaðskiljanlegur hluti Rússlands samkvæmt stjórnarskrá. Þá sagði Putin í dag að eina leiðin til að stöðva loftárásir á Mariupol og koma íbúum þar til aðstoðar væri að úkraínskir hermenn í borginni gæfust upp. Þar eru enn um hundrað þúsund manns innkróaðar og sæta stanslausum árásum. Úkraínskur hermaður reynir að hugga aldraða konu eftir að hún neyddist til að flýja Irpin skammt frá höfuðborginni Kænugarði.AP/Rodrigo Abd Alex Mundt skipuleggjandi frá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að fjöldi flóttamanna til nágrannaríkja vestan við landamærin haldi áfram að slá öll met. „Í dag fór fjöldinn yfir fjórar milljónir. Það finnst mér vera dapurlegur áfangi. Það þýðir að á um mánuði hafa fjórar milljónir manna verið rifnar upp með rótum frá heimilum sínum, fjölskyldum og samfélagi í hraðasta flótta fólks á okkar tímum,“ segir Mundt. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og fleiri hafa varað við því að trúa yfirlýsingum Rússa um að þeir ætli að draga úr árásum á borgir í norður Úkraínu. Það er greinilegt að flóttafólk sem kom til Póllands í dag treysti þessum yfirlýsingum ekki heldur, eins og ungi maðurinn Nikolay Nazarov sem flúði með veikan föður sinn frá Kharkiv í norðausturhluta Úkraínu. „Ég efast um að hægt sé að trúa því sem Rússar segja. Ég held að átökin eigi enn eftir að magnast í austurhlut landsins. Þess vegan getum við ekki snúið aftur til Kharkiv. Við óttumst nýjan þátt í stríðinu,“ sagði Nazarov þar sem hann ýttu föður sínum áfram í hjólastól. Sergiy Kyslytsya sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir Úkraínumönum ganga vel að afvopna Rússa.AP/John Minchillo Líklegast er talið að Rússsar hafi kallað hluta uppgefinna hersveita sinna heim áður en þeir senda nýjar sveitir til árása í Úkraínu. Sergiy Kyslytsya sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir Rússa hafa misst mikinn fjölda flugvéla, skriðdreka og annarra hertóla og um 17 þúsund Rússar hafi fallið í stríðinu. „Ég vil upplýsa ykkur um að afvopnun Rússa sem framkvæmd er af úkraínska hernum með aðstoð allrar þjóðarinnar er langt á veg komin,“ sagði sendiherrann og sneri því yfirlýstum markmiðum Rússa um að afvopna úkraínska herinn við.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Gefa út viðvörun og biðja Þjóðverja um að fara sparlega með gasið Yfirvöld í Þýskalandi hafa gefið út snemmbúna viðvörun vegna mögulegrar skerðingar á afhendingu gass vegna deilu við rússnesk yfirvöld sem vilja fá greitt í rúblum vegna refsiaðgerða Vesturlanda. 30. mars 2022 15:47 Meint raunasaga úkraínskrar flóttakonu tekin upp af leyniþjónustu Rússlands Ríkismiðlar Rússlands birtu nýverið myndband af úkraínskri flóttakonu frá Marípuól þar sem hún sagði Azov-herdeildina umdeildu og aðra úkraínska hermenn hafa framið umfangsmikla stríðsglæpi í borginni. Hún sagði úkraínska hermenn hafa myrt íbúa og skýlt sér bakvið þá. 30. mars 2022 11:51 Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins. 30. mars 2022 11:40 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Sjá meira
Gefa út viðvörun og biðja Þjóðverja um að fara sparlega með gasið Yfirvöld í Þýskalandi hafa gefið út snemmbúna viðvörun vegna mögulegrar skerðingar á afhendingu gass vegna deilu við rússnesk yfirvöld sem vilja fá greitt í rúblum vegna refsiaðgerða Vesturlanda. 30. mars 2022 15:47
Meint raunasaga úkraínskrar flóttakonu tekin upp af leyniþjónustu Rússlands Ríkismiðlar Rússlands birtu nýverið myndband af úkraínskri flóttakonu frá Marípuól þar sem hún sagði Azov-herdeildina umdeildu og aðra úkraínska hermenn hafa framið umfangsmikla stríðsglæpi í borginni. Hún sagði úkraínska hermenn hafa myrt íbúa og skýlt sér bakvið þá. 30. mars 2022 11:51
Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins. 30. mars 2022 11:40