Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna Heimir Már Pétursson skrifar 30. mars 2022 11:40 Úkraínskur hermaður við rússneskan skriðdreka sem búið er að eyðileggja. AP/Vadim Ghirda Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins. Yfirlýst markmið Rússa með innrásinni í Úkraínu voru að afvopna úkraínska herinn, losa landið undan oki nasismans og verja íbúa landsins af rússnesku bergi brotið fyrir ofsóknum stjórnvalda í Úkraínu og jafnvel þjóðarmorði á þeim. Engu að síður hafa þeir haldið uppi stöðugum loftárásum þar sem helmingur eða stór hluti íbúanna er af rússneskum ættum eins og í Kharkiv og Mariupol. Í gær tilkynntu Rússar að þeir ætluðu að slaka á árásum sínum á höfuðborgina Kænugarð og aðrar borgir í norðurhluta landsins og einbeita sér að Donetsk og Luhansk í Donbashéraði þar sem stríðið hefur í raun staðið yfir frá árinu 2014. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og fleiri hafa varað við því að taka þessi orð trúanleg. Rúmlega tíu milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna innrásar Rússa í Úkraínu og tæplega fjórar milljónir hafa flúið landið. Hér fær gömul kona aðstoð á flótta frá borginni Irpin skammt frá Kænugarði.AP/Vadim Ghirda Þá hefur Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagt að hvergi verðið slakað á vörnum Kænugarðs þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa. Margt bendir til að yfirlýsingar þeirra séu yfirskyn eftir afhroð hersveita þeirra í Úkraínu og verið sé að kalla þær heim til að senda nýjar í þeirra stað. Sergiy Kyslytsya sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum snéri markmiðum Rússa um afvopnun úkraínska hersins upp á þá sjálfa á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum í gær. Úkraínska hernum hafi gengið vel í að afvopna Rússa frá því stríðið hófst fyrir mánuði. Sergiy Kyslytsya sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir Úkraínumönum ganga vel að afvopna Rússa.AP/John Minchillo „Ég vil upplýsa ykkur um að afvopnun Rússa sem framkvæmd er af úkraínska hernum með aðstoð allrar þjóðarinnar er langt á veg komin,“ sagði Kyslytsya. Frá upphafi innrásarinnar hafi rússneska innrásarliðið misst 17 þúsund hermenn og rúmlega 700 brynvarin ökutæki. „Þá hafa þeir misst tæplega 600 skriðdreka, rúmlega 300 stórskotakerfi, 127 flugvélar, 129 þyrlur, tæplega 100 eldflaugaskotpalla, 54 loftvarnakerfi og sjö skip,“ sagði sendiherrann. Hluta þessa búnaðar hafa Úkraínumenn getað tekið til eigin nota í stríðinu. Stríðið veldur hungursneið og hörmungum víða um heim David Beasley aðalframkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna segir stríðið í Úkraínu valda auknum hörmungum á öðrum stöðum í heiminum.AP/Jeffrey Collins Úkraína hefur verið kölluð brauðkarfa heimsins en allur útflutningur á korni frá landinu hefur verið stöðvaður. David Beasley aðalframkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna segir þetta hafa komið illa niður á matvælaaðstoð við fátæk og stríðshrjáð ríki eins og Jemen. Það hafi verið erfitt að ímynda sér að ástandið eins og það var í heiminum fyrir stríðið í Úkraínu gæti versnað. „Vegna hækkunar á verði eldsneytis, matvæla og á flutningskostnaði höfðum við þegar byrjað að minnka matarskammta til milljóna barna og fjölskyldna hér og þar íheiminum. Í Jemen til að mynda þar sem við höfðum minnkað skammtana um helming fyrir átta miljónir manna horfum við fram á að þurfa að hætta matargjöfum alveg," segir aðalframkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Jemen Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Pólland ætlar að hætta notkun rússnesks jarðefnaeldsneytis Pólverjar hyggjast hætta öllum innflutningi á olíu frá Rússlandi fyrir lok þessa árs. Þetta tilkynnti Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra landsins í morgun. Hann sagði stjórnvöld nú þegar hafa tekið skref til að draga úr notkun á rússneskri olíu. 30. mars 2022 08:55 Geyma líkin í frystikistum og leita smiða til að smíða líkkistur Sprengingar hafa heyrst í Kænugarði síðasta sólahringinn, þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um að þeir hyggist draga sig til baka á svæðinu. Svo virðist þó sem um sé að ræða átök á útjaðri borgarinnar en ekki í borginni sjálfri. 30. mars 2022 07:37 Vaktin: Segja innrásarsveitir hafa neyðst til að hörfa aftur til Rússlands og Hvíta-Rússlands Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar innrásarsveitir hafa neyðst til að hörfa aftur til Rússlands og Hvíta-Rússlands til enduskipuleggja sig og sækja birgðir. Ákvörðun Rússa um að einbeita sér að því að „frelsa“ Donetsk og Luhansk sé líklega til marks um að þeir geti ekki sótt fram nema á einum stað. 30. mars 2022 06:24 Bandaríkin vara við að lesa of mikið í tilfæringar rússnesks herliðs frá Kiev Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn í stjórn hans segja of snemmt að leggja mat á fullyrðingar rússneskra yfirvalda um að verið sé að draga rússneska hermenn frá Kiev, höfuðborg Úkraínu. 29. mars 2022 23:31 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Yfirlýst markmið Rússa með innrásinni í Úkraínu voru að afvopna úkraínska herinn, losa landið undan oki nasismans og verja íbúa landsins af rússnesku bergi brotið fyrir ofsóknum stjórnvalda í Úkraínu og jafnvel þjóðarmorði á þeim. Engu að síður hafa þeir haldið uppi stöðugum loftárásum þar sem helmingur eða stór hluti íbúanna er af rússneskum ættum eins og í Kharkiv og Mariupol. Í gær tilkynntu Rússar að þeir ætluðu að slaka á árásum sínum á höfuðborgina Kænugarð og aðrar borgir í norðurhluta landsins og einbeita sér að Donetsk og Luhansk í Donbashéraði þar sem stríðið hefur í raun staðið yfir frá árinu 2014. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og fleiri hafa varað við því að taka þessi orð trúanleg. Rúmlega tíu milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna innrásar Rússa í Úkraínu og tæplega fjórar milljónir hafa flúið landið. Hér fær gömul kona aðstoð á flótta frá borginni Irpin skammt frá Kænugarði.AP/Vadim Ghirda Þá hefur Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagt að hvergi verðið slakað á vörnum Kænugarðs þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa. Margt bendir til að yfirlýsingar þeirra séu yfirskyn eftir afhroð hersveita þeirra í Úkraínu og verið sé að kalla þær heim til að senda nýjar í þeirra stað. Sergiy Kyslytsya sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum snéri markmiðum Rússa um afvopnun úkraínska hersins upp á þá sjálfa á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum í gær. Úkraínska hernum hafi gengið vel í að afvopna Rússa frá því stríðið hófst fyrir mánuði. Sergiy Kyslytsya sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir Úkraínumönum ganga vel að afvopna Rússa.AP/John Minchillo „Ég vil upplýsa ykkur um að afvopnun Rússa sem framkvæmd er af úkraínska hernum með aðstoð allrar þjóðarinnar er langt á veg komin,“ sagði Kyslytsya. Frá upphafi innrásarinnar hafi rússneska innrásarliðið misst 17 þúsund hermenn og rúmlega 700 brynvarin ökutæki. „Þá hafa þeir misst tæplega 600 skriðdreka, rúmlega 300 stórskotakerfi, 127 flugvélar, 129 þyrlur, tæplega 100 eldflaugaskotpalla, 54 loftvarnakerfi og sjö skip,“ sagði sendiherrann. Hluta þessa búnaðar hafa Úkraínumenn getað tekið til eigin nota í stríðinu. Stríðið veldur hungursneið og hörmungum víða um heim David Beasley aðalframkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna segir stríðið í Úkraínu valda auknum hörmungum á öðrum stöðum í heiminum.AP/Jeffrey Collins Úkraína hefur verið kölluð brauðkarfa heimsins en allur útflutningur á korni frá landinu hefur verið stöðvaður. David Beasley aðalframkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna segir þetta hafa komið illa niður á matvælaaðstoð við fátæk og stríðshrjáð ríki eins og Jemen. Það hafi verið erfitt að ímynda sér að ástandið eins og það var í heiminum fyrir stríðið í Úkraínu gæti versnað. „Vegna hækkunar á verði eldsneytis, matvæla og á flutningskostnaði höfðum við þegar byrjað að minnka matarskammta til milljóna barna og fjölskyldna hér og þar íheiminum. Í Jemen til að mynda þar sem við höfðum minnkað skammtana um helming fyrir átta miljónir manna horfum við fram á að þurfa að hætta matargjöfum alveg," segir aðalframkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Jemen Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Pólland ætlar að hætta notkun rússnesks jarðefnaeldsneytis Pólverjar hyggjast hætta öllum innflutningi á olíu frá Rússlandi fyrir lok þessa árs. Þetta tilkynnti Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra landsins í morgun. Hann sagði stjórnvöld nú þegar hafa tekið skref til að draga úr notkun á rússneskri olíu. 30. mars 2022 08:55 Geyma líkin í frystikistum og leita smiða til að smíða líkkistur Sprengingar hafa heyrst í Kænugarði síðasta sólahringinn, þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um að þeir hyggist draga sig til baka á svæðinu. Svo virðist þó sem um sé að ræða átök á útjaðri borgarinnar en ekki í borginni sjálfri. 30. mars 2022 07:37 Vaktin: Segja innrásarsveitir hafa neyðst til að hörfa aftur til Rússlands og Hvíta-Rússlands Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar innrásarsveitir hafa neyðst til að hörfa aftur til Rússlands og Hvíta-Rússlands til enduskipuleggja sig og sækja birgðir. Ákvörðun Rússa um að einbeita sér að því að „frelsa“ Donetsk og Luhansk sé líklega til marks um að þeir geti ekki sótt fram nema á einum stað. 30. mars 2022 06:24 Bandaríkin vara við að lesa of mikið í tilfæringar rússnesks herliðs frá Kiev Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn í stjórn hans segja of snemmt að leggja mat á fullyrðingar rússneskra yfirvalda um að verið sé að draga rússneska hermenn frá Kiev, höfuðborg Úkraínu. 29. mars 2022 23:31 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Pólland ætlar að hætta notkun rússnesks jarðefnaeldsneytis Pólverjar hyggjast hætta öllum innflutningi á olíu frá Rússlandi fyrir lok þessa árs. Þetta tilkynnti Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra landsins í morgun. Hann sagði stjórnvöld nú þegar hafa tekið skref til að draga úr notkun á rússneskri olíu. 30. mars 2022 08:55
Geyma líkin í frystikistum og leita smiða til að smíða líkkistur Sprengingar hafa heyrst í Kænugarði síðasta sólahringinn, þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um að þeir hyggist draga sig til baka á svæðinu. Svo virðist þó sem um sé að ræða átök á útjaðri borgarinnar en ekki í borginni sjálfri. 30. mars 2022 07:37
Vaktin: Segja innrásarsveitir hafa neyðst til að hörfa aftur til Rússlands og Hvíta-Rússlands Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar innrásarsveitir hafa neyðst til að hörfa aftur til Rússlands og Hvíta-Rússlands til enduskipuleggja sig og sækja birgðir. Ákvörðun Rússa um að einbeita sér að því að „frelsa“ Donetsk og Luhansk sé líklega til marks um að þeir geti ekki sótt fram nema á einum stað. 30. mars 2022 06:24
Bandaríkin vara við að lesa of mikið í tilfæringar rússnesks herliðs frá Kiev Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn í stjórn hans segja of snemmt að leggja mat á fullyrðingar rússneskra yfirvalda um að verið sé að draga rússneska hermenn frá Kiev, höfuðborg Úkraínu. 29. mars 2022 23:31