Erlent

Gefa út viðvörun og biðja Þjóðverja um að fara sparlega með gasið

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Yfirvöld hafa beðið almenning í Þýskalandi um að fara sparlega með gasið.
Yfirvöld hafa beðið almenning í Þýskalandi um að fara sparlega með gasið. Getty/KlausVedfelt

Yfirvöld í Þýskalandi hafa gefið út snemmbúna viðvörun vegna mögulegrar skerðingar á afhendingu gass vegna deilu við rússnesk yfirvöld sem vilja fá greitt í rúblum vegna refsiaðgerða Vesturlanda.

Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir fjármálaráðherra Þýskalands að viðvörunin sé varúðarráðstöfun.

Í kjölfar samstilltra refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarstríðsins í Úkraínu kröfðust Rússar að „óvinaþjóðir“ sínar myndu greiða fyrir orku með rúblum og nefndu 31. mars í því samhengi ellegar myndu þeir „skrúfa fyrir gasið“ til Evrópu. Evrópusambandslöndin hafa hafnað þessari kröfu Rússanna og sagt það samningsbrot.

Eftir að viðbrögð frá ESB lágu fyrir hafa yfirvöld í Rússlandi mildað sína afstöðu og sagst sætta sig við að þeim verði greitt í rúblum smám saman.

Rússar sjá Þjóðverjum fyrir um helming gassins sem þeir nota og þriðjungi af olíunni. Þjóðverjar biðla nú til neytenda og fyrirtækja í landinu að draga verulega úr gasnotkun vegna mögulegs skorts sem kunni að verða ef deilurnar fara á versta veg.

Snemmbúin viðvörun er fyrsta viðbúnaðarstig af þremur í neyðaráætlun Þjóðverja.


Tengdar fréttir

Rússar hóta að skrúfa fyrir gas til Evrópu

Leiðtogar Evrópuríkjanna munu funda í Frakklandi á fimmtudag til að ræða leiðir til að gera álfuna óháða olíu og gasi frá Rússlandi. Þarlendir ráðamenn hafa brugðist við hugmyndum um verslunarbann á olíu með því að hóta að hætta að selja gas til Evrópu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×