Fleiri greinst með Covid í Kína það sem af er ári en allt árið 2021 Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. mars 2022 11:35 Útgöngubann er nú í gildi í Shanghai en um þriðjungur íbúa borgarinnar hefur þegar farið í skimun frá því að tilfellum tók að fjölga. AP/Chen Si Yfir hundrað milljón tilfelli kórónuveirusmits hafa nú greinst í Asíu en faraldurinn er í mikilli uppsveiflu í álfunni um þessar mundir vegna undirafbrigðis ómíkron, BA.2. Yfirvöld í Kína hafa gripið til aðgerða til að hemja útbreiðsluna, þar á meðal í Shanghai þar sem útgöngubann er í gildi. Að því er kemur fram í frétt Reuters um málið greinast nú um milljón tilfelli á tveggja daga fresti, langflest þeirra í Suður-Kóreu. Að meðaltali látast um þrjú hundruð manns á dag vegna Covid í Suður-Kóreu og hefur líkbrennslustöðum verið gert að starfa lengur að beiðni yfirvalda. Faraldurinn er sömuleiðis í uppsveiflu í Kína en landið hefur komið tiltölulega vel út úr fyrri bylgjum faraldursins með því að beita útgöngubönnum og víðtækum skimunum. Það sem af er ári hafa rúmlega 45 þúsund tilfelli greinst í Kína, fleiri tilfelli en greindust allt árið 2021. Enn er um tiltölulega fá tilfelli að ræða en kínversk yfirvöld hafa áður gripið til aðgerða að minna tilefni. Tilkynnt var um útgöngubann í Shanghai á dögunum vegna veirunnar en um 26 milljón manns búa í borginni. Víðtækum skimunum hefur verið beitt en rúmlega níu milljón manns höfðu farið í sýnatöku í dag. Þá hafa byggingarhúsnæði, íbúðir og fjölfarnir staðir verið sótthreinsaðar til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Tilfellum hefur fjölgað hratt í borginni og byrjuðu yfirvöld þar í landi á því að loka nokkrum svæðum í vesturhluta Shanghai í morgun, tveimur dögum á undan áætlun. Svæðum í austurhluta borgarinnar hefur verið lokað frá því á mánudag. Ljóst er að lokanirnar í Shanghai munu hafa töluverð áhrif á efnahag Kína en yfirvöld í borginni hafa tilkynnt um skattendurgreiðslu, niðurgreidda leigu og tímabundin lán til fyrirtækja, að því er kemur fram í frétt AP um málið. Kína Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sex milljón látist á heimsvísu vegna Covid-19 Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú orðin yfir sex milljón frá upphafi faraldursins, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans. 7. mars 2022 15:16 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Að því er kemur fram í frétt Reuters um málið greinast nú um milljón tilfelli á tveggja daga fresti, langflest þeirra í Suður-Kóreu. Að meðaltali látast um þrjú hundruð manns á dag vegna Covid í Suður-Kóreu og hefur líkbrennslustöðum verið gert að starfa lengur að beiðni yfirvalda. Faraldurinn er sömuleiðis í uppsveiflu í Kína en landið hefur komið tiltölulega vel út úr fyrri bylgjum faraldursins með því að beita útgöngubönnum og víðtækum skimunum. Það sem af er ári hafa rúmlega 45 þúsund tilfelli greinst í Kína, fleiri tilfelli en greindust allt árið 2021. Enn er um tiltölulega fá tilfelli að ræða en kínversk yfirvöld hafa áður gripið til aðgerða að minna tilefni. Tilkynnt var um útgöngubann í Shanghai á dögunum vegna veirunnar en um 26 milljón manns búa í borginni. Víðtækum skimunum hefur verið beitt en rúmlega níu milljón manns höfðu farið í sýnatöku í dag. Þá hafa byggingarhúsnæði, íbúðir og fjölfarnir staðir verið sótthreinsaðar til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Tilfellum hefur fjölgað hratt í borginni og byrjuðu yfirvöld þar í landi á því að loka nokkrum svæðum í vesturhluta Shanghai í morgun, tveimur dögum á undan áætlun. Svæðum í austurhluta borgarinnar hefur verið lokað frá því á mánudag. Ljóst er að lokanirnar í Shanghai munu hafa töluverð áhrif á efnahag Kína en yfirvöld í borginni hafa tilkynnt um skattendurgreiðslu, niðurgreidda leigu og tímabundin lán til fyrirtækja, að því er kemur fram í frétt AP um málið.
Kína Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sex milljón látist á heimsvísu vegna Covid-19 Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú orðin yfir sex milljón frá upphafi faraldursins, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans. 7. mars 2022 15:16 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Sex milljón látist á heimsvísu vegna Covid-19 Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú orðin yfir sex milljón frá upphafi faraldursins, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans. 7. mars 2022 15:16