Vaktin: Allt að 75 prósent herafla Rússlands sagður taka þátt í innrásinni Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Vésteinn Örn Pétursson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 29. mars 2022 15:30 Lík rússnesks hermanns í skógi norðvestur af Kænugarði. AP/Felipe Dana Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, segir Atlantshafsbandalagið hafa ýtt Rússlandi út í horn með þenslustefnu sinni. Viðskiptaþvinganir Vesturlanda væru á við stríðsyfirlýsingu gegn Rússum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna telja allt að 75 prósent herafla Rússlands koma nú að innrásinni í Úkraínu. Úkraínumenn hafa sent Rússum tillögur að friðarsakomulagi. Frekari upplýsingar um það má finna hér. Þær voru lagðar fram á fundi í Istanbúl í dag. Rússar segjast ætla að draga úr umsvifum sínum í norðurhluta Úkraínu, við Kænugarð og Tsjernihiv. Það ætla þeir að gera til að einbeita sér að Donabas-héraði. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur varað bandamenn við því að óttinn geri þá samseka og segir Úkraínumenn ekki eiga að deyja vegna þess að önnur ríki hafi ekki hugrekki til að senda þeim vopn. Selenskí ræddi í gær við leiðtoga Þýskalands, Bretlands, Ítalíu og Kanada. Að minnsta kosti 144 börn hafa látist í átökunum í Úkraínu og 220 særst. Þá hafa fleiri en 60 kirkjur og trúarlegar byggingar verið eyðilagðar og 733 menntastofnanir. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hyggjast senda þúsund málaliða svokallaðs Wagners-hóp inn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna telja allt að 75 prósent herafla Rússlands koma nú að innrásinni í Úkraínu. Úkraínumenn hafa sent Rússum tillögur að friðarsakomulagi. Frekari upplýsingar um það má finna hér. Þær voru lagðar fram á fundi í Istanbúl í dag. Rússar segjast ætla að draga úr umsvifum sínum í norðurhluta Úkraínu, við Kænugarð og Tsjernihiv. Það ætla þeir að gera til að einbeita sér að Donabas-héraði. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur varað bandamenn við því að óttinn geri þá samseka og segir Úkraínumenn ekki eiga að deyja vegna þess að önnur ríki hafi ekki hugrekki til að senda þeim vopn. Selenskí ræddi í gær við leiðtoga Þýskalands, Bretlands, Ítalíu og Kanada. Að minnsta kosti 144 börn hafa látist í átökunum í Úkraínu og 220 særst. Þá hafa fleiri en 60 kirkjur og trúarlegar byggingar verið eyðilagðar og 733 menntastofnanir. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hyggjast senda þúsund málaliða svokallaðs Wagners-hóp inn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira