Vaktin: Allt að 75 prósent herafla Rússlands sagður taka þátt í innrásinni Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Vésteinn Örn Pétursson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 29. mars 2022 15:30 Lík rússnesks hermanns í skógi norðvestur af Kænugarði. AP/Felipe Dana Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, segir Atlantshafsbandalagið hafa ýtt Rússlandi út í horn með þenslustefnu sinni. Viðskiptaþvinganir Vesturlanda væru á við stríðsyfirlýsingu gegn Rússum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna telja allt að 75 prósent herafla Rússlands koma nú að innrásinni í Úkraínu. Úkraínumenn hafa sent Rússum tillögur að friðarsakomulagi. Frekari upplýsingar um það má finna hér. Þær voru lagðar fram á fundi í Istanbúl í dag. Rússar segjast ætla að draga úr umsvifum sínum í norðurhluta Úkraínu, við Kænugarð og Tsjernihiv. Það ætla þeir að gera til að einbeita sér að Donabas-héraði. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur varað bandamenn við því að óttinn geri þá samseka og segir Úkraínumenn ekki eiga að deyja vegna þess að önnur ríki hafi ekki hugrekki til að senda þeim vopn. Selenskí ræddi í gær við leiðtoga Þýskalands, Bretlands, Ítalíu og Kanada. Að minnsta kosti 144 börn hafa látist í átökunum í Úkraínu og 220 særst. Þá hafa fleiri en 60 kirkjur og trúarlegar byggingar verið eyðilagðar og 733 menntastofnanir. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hyggjast senda þúsund málaliða svokallaðs Wagners-hóp inn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna telja allt að 75 prósent herafla Rússlands koma nú að innrásinni í Úkraínu. Úkraínumenn hafa sent Rússum tillögur að friðarsakomulagi. Frekari upplýsingar um það má finna hér. Þær voru lagðar fram á fundi í Istanbúl í dag. Rússar segjast ætla að draga úr umsvifum sínum í norðurhluta Úkraínu, við Kænugarð og Tsjernihiv. Það ætla þeir að gera til að einbeita sér að Donabas-héraði. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur varað bandamenn við því að óttinn geri þá samseka og segir Úkraínumenn ekki eiga að deyja vegna þess að önnur ríki hafi ekki hugrekki til að senda þeim vopn. Selenskí ræddi í gær við leiðtoga Þýskalands, Bretlands, Ítalíu og Kanada. Að minnsta kosti 144 börn hafa látist í átökunum í Úkraínu og 220 særst. Þá hafa fleiri en 60 kirkjur og trúarlegar byggingar verið eyðilagðar og 733 menntastofnanir. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hyggjast senda þúsund málaliða svokallaðs Wagners-hóp inn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Sjá meira