Vaktin: Úkraínski herinn sækir á Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Tryggvi Páll Tryggvason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 28. mars 2022 17:00 Úkraínskir hermenn skoða hertekinn rússneskan skriðdreka í Trostsyanets. AP Photo/Efrem Lukatsky Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Utanríkisráðherra Bretlands segir mikilvægt að Pútín og Rússland muni ekki græða á innrásinni. Þrír meðlimir viðræðunefndar Úkraínumanna og Roman Abramovich, rússneskur auðjöfur og eigandi Chelsea FC, eru taldir hafa verið fórnarlamb eitrunar fyrr í þessum mánuði. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði í nótt nauðsyn þess að koma tafarlaust á friði í landinu. Hann sagði fullveldi Úkraínu og yfirráð yfir öllu landinu þó algjört skilyrði. Selenskí segir að tvö þúsund börnum hafi verið rænt frá Maríupól og flutt til Rússlands. Viðræður Úkraínumanna og Rússa halda áfram í Tyrklandi í dag. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur dregið til baka, eða útskýrt, ummæli sín þar sem hann sagði að Vladimir Pútín Rússlandsforseti gæti ekki verið áfram við völd. Svaraði hann „nei“, spurður að því hvort hann væri að kalla eftir stjórnarskiptum í Moskvu. Úkraínuher segir Rússa hafa verið hrakta frá ákveðnum svæðum í nágrenni Kænugarðs og að þeim hafi ekki tekist að ná yfirráðum yfir lykilleiðum inn í borgina. Rússar eru hins vegar taldir vera að auka viðbúnað sinn í suðausturhluta Hvíta-Rússlands. Samkvæmt upplýsingum frá Varnarmálaráðuneyti Úkraínu eru Rússar ekki taldir hafa hætt við að reyna að ná Kænugarði eða umkringja borgina. Það er þó Rússar hafi sagt fyrir helgi að þeir ætluðu að einbeita sér að Donbas-héraði. Varaforsætisráðherra Úkraínu hefur varað við „óábyrgri“ hegðun Rússa við Tjernobyl-kjarnorkuverið og að hætta sé á því að mengun berist frá verinu yfir Evrópu. Úkraínski herinn hefur náð tökum á bænum Trostyanets í austurhluta Úkraínu úr höndum rússneska hersins, að sögn embættismanna hjá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Helstu tíðindi: Utanríkisráðherra Bretlands segir mikilvægt að Pútín og Rússland muni ekki græða á innrásinni. Þrír meðlimir viðræðunefndar Úkraínumanna og Roman Abramovich, rússneskur auðjöfur og eigandi Chelsea FC, eru taldir hafa verið fórnarlamb eitrunar fyrr í þessum mánuði. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði í nótt nauðsyn þess að koma tafarlaust á friði í landinu. Hann sagði fullveldi Úkraínu og yfirráð yfir öllu landinu þó algjört skilyrði. Selenskí segir að tvö þúsund börnum hafi verið rænt frá Maríupól og flutt til Rússlands. Viðræður Úkraínumanna og Rússa halda áfram í Tyrklandi í dag. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur dregið til baka, eða útskýrt, ummæli sín þar sem hann sagði að Vladimir Pútín Rússlandsforseti gæti ekki verið áfram við völd. Svaraði hann „nei“, spurður að því hvort hann væri að kalla eftir stjórnarskiptum í Moskvu. Úkraínuher segir Rússa hafa verið hrakta frá ákveðnum svæðum í nágrenni Kænugarðs og að þeim hafi ekki tekist að ná yfirráðum yfir lykilleiðum inn í borgina. Rússar eru hins vegar taldir vera að auka viðbúnað sinn í suðausturhluta Hvíta-Rússlands. Samkvæmt upplýsingum frá Varnarmálaráðuneyti Úkraínu eru Rússar ekki taldir hafa hætt við að reyna að ná Kænugarði eða umkringja borgina. Það er þó Rússar hafi sagt fyrir helgi að þeir ætluðu að einbeita sér að Donbas-héraði. Varaforsætisráðherra Úkraínu hefur varað við „óábyrgri“ hegðun Rússa við Tjernobyl-kjarnorkuverið og að hætta sé á því að mengun berist frá verinu yfir Evrópu. Úkraínski herinn hefur náð tökum á bænum Trostyanets í austurhluta Úkraínu úr höndum rússneska hersins, að sögn embættismanna hjá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila