Orðljótur Rooney með skýr skilaboð fyrir Rashford Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2022 10:31 Wayne Rooney og Marcus Rashford léku saman í Manchester United og enska landsliðinu. Getty/Simon Stacpoole Wayne Rooney vill að Marcus Rashford „taki hausinn út úr rassinum“ og einbeiti sér að því að slá markametið sem Rooney á hjá Manchester United. Rooney skoraði 253 mörk fyrir Manchester United og hinn 24 ára gamli Rashford á því langt í land með að ná því meti. Rashford hefur þó skorað 93 mörk í 297 leikjum fyrir United til þessa. Rashford hefur hins vegar gengið illa í vetur og aðeins skorað fimm mörk. Hlutverk hans hefur minnkað og frá áramótum hefur hann aðeins byrjað þrjá deildarleiki. Hann var ekki valinn í enska landsliðshópinn á dögunum. Samkvæmt helsta félagaskiptafréttamanni fótboltans í dag, Fabrizio Romano, er Rashford farinn að velta fyrir sér að yfirgefa United en hann er með samning við félagið sem gildir til sumarsins 2023. Rooney er hins vegar á því að Rashford eigi að hætta að hugsa um annað en að skora mörk fyrir United og slá á endanum markametið hjá félaginu. Rooney var viðstaddur fína samkomu í Manchester á laugardaginn þar sem hann sagði við The Sun: „Það að ná metinu og verða markahæstur í sögu United er helvíti rosalegt,“ og bætti við: „Það sem ég vona er að Marcus Rashford drullist til að taka hausinn út úr rassinum og fari og slái þetta met. Hann er Manchester-strákur.“ Wayne Rooney pleads with Man Utd's Marcus Rashford to get his "f***ing head out his a***"https://t.co/Ma9hlezbMj pic.twitter.com/iRMYxPGs6G— Mirror Football (@MirrorFootball) March 28, 2022 Vill taka við Manchester United The Sun hefur jafnframt eftir Rooney, sem er 36 ára og stýrir Derby, að hann hafi mikinn áhuga á að taka við sem knattspyrnustjóri Manchester United í framtíðinni: „Aðalástæðan fyrir því að ég gerðist knattspyrnustjóri er Manchester United. Ég fékk tilboð um að mæta í viðtal vegna starfsins hjá Everton. Ég vil verða stjóri Manchester United. Ég veit að ég er ekki tilbúinn en allar mínar áætlanir verða að miða að því að það verði einn daginn að veruleika.“ Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Rooney skoraði 253 mörk fyrir Manchester United og hinn 24 ára gamli Rashford á því langt í land með að ná því meti. Rashford hefur þó skorað 93 mörk í 297 leikjum fyrir United til þessa. Rashford hefur hins vegar gengið illa í vetur og aðeins skorað fimm mörk. Hlutverk hans hefur minnkað og frá áramótum hefur hann aðeins byrjað þrjá deildarleiki. Hann var ekki valinn í enska landsliðshópinn á dögunum. Samkvæmt helsta félagaskiptafréttamanni fótboltans í dag, Fabrizio Romano, er Rashford farinn að velta fyrir sér að yfirgefa United en hann er með samning við félagið sem gildir til sumarsins 2023. Rooney er hins vegar á því að Rashford eigi að hætta að hugsa um annað en að skora mörk fyrir United og slá á endanum markametið hjá félaginu. Rooney var viðstaddur fína samkomu í Manchester á laugardaginn þar sem hann sagði við The Sun: „Það að ná metinu og verða markahæstur í sögu United er helvíti rosalegt,“ og bætti við: „Það sem ég vona er að Marcus Rashford drullist til að taka hausinn út úr rassinum og fari og slái þetta met. Hann er Manchester-strákur.“ Wayne Rooney pleads with Man Utd's Marcus Rashford to get his "f***ing head out his a***"https://t.co/Ma9hlezbMj pic.twitter.com/iRMYxPGs6G— Mirror Football (@MirrorFootball) March 28, 2022 Vill taka við Manchester United The Sun hefur jafnframt eftir Rooney, sem er 36 ára og stýrir Derby, að hann hafi mikinn áhuga á að taka við sem knattspyrnustjóri Manchester United í framtíðinni: „Aðalástæðan fyrir því að ég gerðist knattspyrnustjóri er Manchester United. Ég fékk tilboð um að mæta í viðtal vegna starfsins hjá Everton. Ég vil verða stjóri Manchester United. Ég veit að ég er ekki tilbúinn en allar mínar áætlanir verða að miða að því að það verði einn daginn að veruleika.“
Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira