Vaktin: Þjóðverjar skoði loftvarnakerfi vegna mögulegra árása Rússa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Viktor Örn Ásgeirsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. mars 2022 09:23 Scholz segir að hafa verði í huga að Rússar séu reiðubúnir að beita ofbeldi í þágu hagsmuna sinna. Michele Tantussi - Pool / Getty Þjóðverjar íhuga nú að fjárfesta í loftvarnakerfi, til að verjast mögulegum árásum Rússa á landið. Þetta segir Olaf Scholz, kanslari Þýskalands. „Þetta er eitt af því sem er til umræðu, og af ærinni ástæðu,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Shcolz. Þetta var svar hans við spurningu fréttamanns ARD við spurningu um hvort Þýskalandsstjórn væri að íhuga að koma upp samskonar loftvarnakerfi og Ísrael, sem hefur verið kallað „Járnhjúpurinn“ (e. Iron dome.) Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Linnulausar árásir Rússa hafa haldið áfram í nótt og í morgun en úkraínski herinn segist hafa varist sjö árásum í Donetsk og Luhansk í nótt. Rússar gerðu fjórar loftárásir á borgina Lvív, sem er aðeins sextíu kílómetra frá landamærum Póllands. Árásin er sú stærsta sem gerð hefur verið á borgina frá upphafi stríðs og voru skotmörk Rússa eldsneytisgeymslur og annað húsnæði úkraínska hersins. Úkraína hefur beðið Rauða krossinn um að opna ekki skrifstofu í Rostov-on-Don. Yfirvöld í Úkraínu segja að það myndi vera stuðningsyfirlýsing við Rússa. Borgarstjóri Chernihív segir að 44 særðir, þar af þrjú börn, séu föst í borginni og ekki sé hægt að veita þeim viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Rússar hafa lokað borgina algjörlega af og byrgðastaða er slæm. Þingkonan Lesia Vasylenko segir að íbúar Maríupól, sem er hvað verst farin eftir árásir Rússa, séu að svelta og þeir neyðist nú til að drekka vatn úr holræsum þar sem þeir hafi ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni. Vaktin er örlítið seinni á ferðinni í dag en fyrri daga vegna tæknilegra örðugleika í morgunsárið.
„Þetta er eitt af því sem er til umræðu, og af ærinni ástæðu,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Shcolz. Þetta var svar hans við spurningu fréttamanns ARD við spurningu um hvort Þýskalandsstjórn væri að íhuga að koma upp samskonar loftvarnakerfi og Ísrael, sem hefur verið kallað „Járnhjúpurinn“ (e. Iron dome.) Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Linnulausar árásir Rússa hafa haldið áfram í nótt og í morgun en úkraínski herinn segist hafa varist sjö árásum í Donetsk og Luhansk í nótt. Rússar gerðu fjórar loftárásir á borgina Lvív, sem er aðeins sextíu kílómetra frá landamærum Póllands. Árásin er sú stærsta sem gerð hefur verið á borgina frá upphafi stríðs og voru skotmörk Rússa eldsneytisgeymslur og annað húsnæði úkraínska hersins. Úkraína hefur beðið Rauða krossinn um að opna ekki skrifstofu í Rostov-on-Don. Yfirvöld í Úkraínu segja að það myndi vera stuðningsyfirlýsing við Rússa. Borgarstjóri Chernihív segir að 44 særðir, þar af þrjú börn, séu föst í borginni og ekki sé hægt að veita þeim viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Rússar hafa lokað borgina algjörlega af og byrgðastaða er slæm. Þingkonan Lesia Vasylenko segir að íbúar Maríupól, sem er hvað verst farin eftir árásir Rússa, séu að svelta og þeir neyðist nú til að drekka vatn úr holræsum þar sem þeir hafi ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni. Vaktin er örlítið seinni á ferðinni í dag en fyrri daga vegna tæknilegra örðugleika í morgunsárið.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira