Leiðtogarnir sýndu samstöðu en tóku engin ný skref Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. mars 2022 23:14 Leiðtogar vestrænu ríkjanna funduðu í dag og voru aðgerðir tilkynntar í kjölfarið en ekkert sem gjörbreytir stöðunni. AP/Henry Nicholls Leiðtogar NATO, Evrópusambandsins og G7 ríkjanna funduðu í Brussel í dag um stöðuna milli Úkraínu og Evrópu. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að auka viðbúnað og hernaðaraðstoð til Úkraínu en í heildina að sjá var lítið um breytingar. Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegast að fundurinn verði notaður til að þrýsta á kínversk stjórnvöld. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, fór yfir stöðuna í viðtali hjá Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag en að hans sögn voru leiðtogarnir fyrst og fremst saman komnir til að þétta raðirnar og sýna samstöðu. Stórar yfirlýsingar hafi þá verið á fundinum. „Það á til dæmis að stórauka viðbúnað NATO ríkjanna í Austur Evrópu en það munu þau gera í skrefum á næstu mánuðum. Það er verið að tala um fjörutíu þúsund manna her, meiri herafla, mun meiri og loftvarnir, varnir gegn hugsanlegri efnavopnaárásum og líka sjóvarnir,“ sagði Baldur í Reykjavík síðdegis. Hann benti þó á að aukning á fjármagni og vopnum sem verða send til Úkraínu sé ekki nýtt fyrirkomulag. Vestræn ríki forðast það að stigmagna átökin og hafa því til að mynda ekki sent herflugvélar til Úkraínu eða tekið yfir loftrýmisgæslu þar í landi, sem úkraínsk stjórnvöld hafa ítrekað kallað eftir. „NATO er ekkert að taka nein ný skref í stuðningi við Úkraínustjórn, það er frekar að gefa í það sem er fyrir,“ sagði Baldur. Þurfa að fá Kína til liðs við sig Aðspurður um hvað þurfi til svo að hernaðarátökunum ljúki sagði Baldur það erfitt að segja. Hann vísaði til þess að Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hafi gefið eftir þegar kemur að helstu ágreiningsefnunum, það eru innganga Úkraínu í NATO og átök um Krímskaga og Donbass héröðin í Austur Evrópu. „Þetta dugar samt ekki til að Pútín vilji setjast niður með honum og ræða málin,“ sagði Baldur. „Vandamálið við að semja við Pútín og hans stjórn er að það er ekkert að marka það sem þeir segja. Það er náttúrlega vandinn.“ Tilkynnt var um hertar refsiaðgerðir eftir fundinn og ítrekuðu leiðtogarnir samstöðu en að sögn Baldurs er ekki um grundvallarbreytingar að ræða. „Það er ekkert sem ég sé sem að gjörbreytir stöðunni varðandi stríðsreksturinn í Úkraínu. Það þarf eitthvað meira að gerast til þess að svo verði,“ segir Baldur og vísar þar til að mynda til aðkomu Kína. „Ég held að [leiðtogar vestrænu ríkjanna] munu nota kraftinn frá þessum fundi til að þrýsta á kínversk stjórnvöld að raða sér frekar í lið með vestrænum lýðræðisríkjum heldur en Rússlandi,“ sagði Baldur. Biden said he hopes China doesn't get involved and support Russia. "I think that China understands that its economic future is much more closely tied to the West than it is to Russia," Biden said. "I m hopeful that he does not get engaged," referring to Xi Jinping.— darlene superville (@dsupervilleap) March 24, 2022 Joe Biden Bandaríkjaforseti var spurður út í aðkomu Kína að stríðinu á blaðamannafundi í dag en hann sagðist hafa rætt við Xi Jinping, forseta Kína um afleiðingar þess ef Kína aðstoðar Rússa við stríðsrekstur í Úkraínu. Hann sagðist þó ekki hafa hótað forsetanum neinum sem virðist benda til þess að vestrænu ríkin vilja halda sambandi við Kína. „Ef þessi ríki ná að fá Kína með sér í lið, þannig að kínversk stjórnvöld, bak við tjöldin eða opinberlega, fara að þrýsta á rússnesk stjórnvöld að láta af vopnaskakinu í Úkraínu, það væri helst þannig að það gæti skipt máli,“ sagði Baldur. Innrás Rússa í Úkraínu NATO Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Vaktin: Helmingur allra barna í Úkraínu á vergangi Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins funduðu í Brussel í dag en þar var ákveðið að auka viðbúnað NATO herja í bandalagsríkjum í austur Evrópu.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 24. mars 2022 14:25 Zelenskyy gagnrýnir Vesturlönd fyrir skort á vopnum Úkraínuforseti sakar Rússa um að nota fosfórsprengjur í stríðinu í Úkraínu og gagnrýnir Vesturlönd fyrir að útvega Úkraínumönnum ekki flugvélar og skriðdreka. Innrás Rússa sé aðeins byrjunin á árásum þeirra á Evrópuþjóðir nái þeir sínu fram gagnvart Úkraínu. 24. mars 2022 20:01 „Við erum staðráðin í að gera allt sem við getum til að styðja Úkraínu“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir leiðtoga bandalagsins hafa ákveðið að auka viðbúnað þess á öllum sviðum. Á láði, leiði og í lofti. Þeir hafi sömuleiðis samþykkt aukna aðstoð við Úkraínumenn til að hjálpa þeim að verjast innrás Rússa. 24. mars 2022 14:05 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, fór yfir stöðuna í viðtali hjá Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag en að hans sögn voru leiðtogarnir fyrst og fremst saman komnir til að þétta raðirnar og sýna samstöðu. Stórar yfirlýsingar hafi þá verið á fundinum. „Það á til dæmis að stórauka viðbúnað NATO ríkjanna í Austur Evrópu en það munu þau gera í skrefum á næstu mánuðum. Það er verið að tala um fjörutíu þúsund manna her, meiri herafla, mun meiri og loftvarnir, varnir gegn hugsanlegri efnavopnaárásum og líka sjóvarnir,“ sagði Baldur í Reykjavík síðdegis. Hann benti þó á að aukning á fjármagni og vopnum sem verða send til Úkraínu sé ekki nýtt fyrirkomulag. Vestræn ríki forðast það að stigmagna átökin og hafa því til að mynda ekki sent herflugvélar til Úkraínu eða tekið yfir loftrýmisgæslu þar í landi, sem úkraínsk stjórnvöld hafa ítrekað kallað eftir. „NATO er ekkert að taka nein ný skref í stuðningi við Úkraínustjórn, það er frekar að gefa í það sem er fyrir,“ sagði Baldur. Þurfa að fá Kína til liðs við sig Aðspurður um hvað þurfi til svo að hernaðarátökunum ljúki sagði Baldur það erfitt að segja. Hann vísaði til þess að Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hafi gefið eftir þegar kemur að helstu ágreiningsefnunum, það eru innganga Úkraínu í NATO og átök um Krímskaga og Donbass héröðin í Austur Evrópu. „Þetta dugar samt ekki til að Pútín vilji setjast niður með honum og ræða málin,“ sagði Baldur. „Vandamálið við að semja við Pútín og hans stjórn er að það er ekkert að marka það sem þeir segja. Það er náttúrlega vandinn.“ Tilkynnt var um hertar refsiaðgerðir eftir fundinn og ítrekuðu leiðtogarnir samstöðu en að sögn Baldurs er ekki um grundvallarbreytingar að ræða. „Það er ekkert sem ég sé sem að gjörbreytir stöðunni varðandi stríðsreksturinn í Úkraínu. Það þarf eitthvað meira að gerast til þess að svo verði,“ segir Baldur og vísar þar til að mynda til aðkomu Kína. „Ég held að [leiðtogar vestrænu ríkjanna] munu nota kraftinn frá þessum fundi til að þrýsta á kínversk stjórnvöld að raða sér frekar í lið með vestrænum lýðræðisríkjum heldur en Rússlandi,“ sagði Baldur. Biden said he hopes China doesn't get involved and support Russia. "I think that China understands that its economic future is much more closely tied to the West than it is to Russia," Biden said. "I m hopeful that he does not get engaged," referring to Xi Jinping.— darlene superville (@dsupervilleap) March 24, 2022 Joe Biden Bandaríkjaforseti var spurður út í aðkomu Kína að stríðinu á blaðamannafundi í dag en hann sagðist hafa rætt við Xi Jinping, forseta Kína um afleiðingar þess ef Kína aðstoðar Rússa við stríðsrekstur í Úkraínu. Hann sagðist þó ekki hafa hótað forsetanum neinum sem virðist benda til þess að vestrænu ríkin vilja halda sambandi við Kína. „Ef þessi ríki ná að fá Kína með sér í lið, þannig að kínversk stjórnvöld, bak við tjöldin eða opinberlega, fara að þrýsta á rússnesk stjórnvöld að láta af vopnaskakinu í Úkraínu, það væri helst þannig að það gæti skipt máli,“ sagði Baldur.
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Vaktin: Helmingur allra barna í Úkraínu á vergangi Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins funduðu í Brussel í dag en þar var ákveðið að auka viðbúnað NATO herja í bandalagsríkjum í austur Evrópu.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 24. mars 2022 14:25 Zelenskyy gagnrýnir Vesturlönd fyrir skort á vopnum Úkraínuforseti sakar Rússa um að nota fosfórsprengjur í stríðinu í Úkraínu og gagnrýnir Vesturlönd fyrir að útvega Úkraínumönnum ekki flugvélar og skriðdreka. Innrás Rússa sé aðeins byrjunin á árásum þeirra á Evrópuþjóðir nái þeir sínu fram gagnvart Úkraínu. 24. mars 2022 20:01 „Við erum staðráðin í að gera allt sem við getum til að styðja Úkraínu“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir leiðtoga bandalagsins hafa ákveðið að auka viðbúnað þess á öllum sviðum. Á láði, leiði og í lofti. Þeir hafi sömuleiðis samþykkt aukna aðstoð við Úkraínumenn til að hjálpa þeim að verjast innrás Rússa. 24. mars 2022 14:05 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira
Vaktin: Helmingur allra barna í Úkraínu á vergangi Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins funduðu í Brussel í dag en þar var ákveðið að auka viðbúnað NATO herja í bandalagsríkjum í austur Evrópu.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 24. mars 2022 14:25
Zelenskyy gagnrýnir Vesturlönd fyrir skort á vopnum Úkraínuforseti sakar Rússa um að nota fosfórsprengjur í stríðinu í Úkraínu og gagnrýnir Vesturlönd fyrir að útvega Úkraínumönnum ekki flugvélar og skriðdreka. Innrás Rússa sé aðeins byrjunin á árásum þeirra á Evrópuþjóðir nái þeir sínu fram gagnvart Úkraínu. 24. mars 2022 20:01
„Við erum staðráðin í að gera allt sem við getum til að styðja Úkraínu“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir leiðtoga bandalagsins hafa ákveðið að auka viðbúnað þess á öllum sviðum. Á láði, leiði og í lofti. Þeir hafi sömuleiðis samþykkt aukna aðstoð við Úkraínumenn til að hjálpa þeim að verjast innrás Rússa. 24. mars 2022 14:05