Zelenskyy gagnrýnir Vesturlönd fyrir skort á vopnum Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2022 20:01 Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hélt út á götu í Kænugarði í nótt þegar mánuður var liðinn frá innrás Rússa til að hvetja heiminn til stuðnings við land hans. AP/forsetaembætti Úkraínu Úkraínuforseti sakar Rússa um að nota fosfórsprengjur í stríðinu í Úkraínu og gagnrýnir Vesturlönd fyrir að útvega Úkraínumönnum ekki flugvélar og skriðdreka. Innrás Rússa sé aðeins byrjunin á árásum þeirra á Evrópuþjóðir nái þeir sínu fram gagnvart Úkraínu. Nú þegar mánuður er liðinn frá innrás Rússa í Úkraínu hafa þúsundir óbreyttra borgara fallið og gríðarlegar skemmdir orðið á mannvirkjum eftir stöðugar stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir Rússa á borgir og bæi. Mariupol hefur orðið hvað verst úti þar sem manntjónið er líka mest. Rússar hafa valdið gífurlegu tjóni og fjölda borga og bæja í Úkraínu og þúsundir óbreyttra borgara hafa fallið. Þó er talið að mannfallið sé mun meira í röðum Rússa og þeir hafi misst á bilinu 7-10 þúsund hermenn þeirra á meðal háttsetta hershöfðingja.AP/Andrew Marienko Rússum hefur þó algerlega mistekist ætlunarverkiðað steypa stjórn landsins og afvopna úkraínska herinn sem veitt hefur kröftuga mótspyrnu og hrakið rússneskar hersveitir áflótta víða. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu þakkaði Vesturlöndum stuðninginn þegar hann ávarpaði NATO leiðtogana í dag. En hann gagnrýndi bandalagið fyrir að útvega þeim ekki öll þau vopn sem á þyrfti að halda gegn öflugum her Rússa. „Úkraína bað ykkur um flugvélar til að draga úr mannfallinu. Þið eigið þúsundir flugvéla en hafið ekki látið okkur fá eina einustu," sagði Zelenskyy og sagði Úkraínumenn reiðubúna að greiða fyrir flugvélarnar. Þá hefði NATO ekki látið af hendi einn einasta skriðdreka af þeim tuttugu þúsund sem ríki bandalagsins ættu. Rússar sprengdu vörugeymslu í Kænugarði í loft upp í dag. Slökkviliðsmenn borgarinnar hafa haft í nógu að snúast frá því innrásin hófst fyrir mánuði.AP//Vadim Ghirda „Í morgun var fosfórsprengjum beitt. Rússneskum fosfórsprengjum. Aftur voru fullorðnir og börn myrt. Ég vil að þið vitið að Bandalagið getur enn komið í veg fyrir dauða Úkraínumanna af völdum loftárása Rússa af völdum hersetu Rússa með því að útvega okkur vopnin sem við þurfum," sagði Zelenskyy. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir Vesturlönd staðráðin í að verða ekki beinir þátttakendur í stríðinu. Bandalagsríkin vilji hins vegar styðja Úkraínumenn með öllum öðrum ráðum til að þeir hafi sigur gegn Rússum. „Við erum sammála um að fordæma tilefnislausa árásir Kremlarstjórnarinnar og að styðja fullveldi og landamærahelgi Úkraínu. Við erum staðráðin í að láta Rússa sæta viðurlögum í því skyni að binda enda á þetta hrottalega stríð," sagði Jens Stoltenberg. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Nú þegar mánuður er liðinn frá innrás Rússa í Úkraínu hafa þúsundir óbreyttra borgara fallið og gríðarlegar skemmdir orðið á mannvirkjum eftir stöðugar stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir Rússa á borgir og bæi. Mariupol hefur orðið hvað verst úti þar sem manntjónið er líka mest. Rússar hafa valdið gífurlegu tjóni og fjölda borga og bæja í Úkraínu og þúsundir óbreyttra borgara hafa fallið. Þó er talið að mannfallið sé mun meira í röðum Rússa og þeir hafi misst á bilinu 7-10 þúsund hermenn þeirra á meðal háttsetta hershöfðingja.AP/Andrew Marienko Rússum hefur þó algerlega mistekist ætlunarverkiðað steypa stjórn landsins og afvopna úkraínska herinn sem veitt hefur kröftuga mótspyrnu og hrakið rússneskar hersveitir áflótta víða. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu þakkaði Vesturlöndum stuðninginn þegar hann ávarpaði NATO leiðtogana í dag. En hann gagnrýndi bandalagið fyrir að útvega þeim ekki öll þau vopn sem á þyrfti að halda gegn öflugum her Rússa. „Úkraína bað ykkur um flugvélar til að draga úr mannfallinu. Þið eigið þúsundir flugvéla en hafið ekki látið okkur fá eina einustu," sagði Zelenskyy og sagði Úkraínumenn reiðubúna að greiða fyrir flugvélarnar. Þá hefði NATO ekki látið af hendi einn einasta skriðdreka af þeim tuttugu þúsund sem ríki bandalagsins ættu. Rússar sprengdu vörugeymslu í Kænugarði í loft upp í dag. Slökkviliðsmenn borgarinnar hafa haft í nógu að snúast frá því innrásin hófst fyrir mánuði.AP//Vadim Ghirda „Í morgun var fosfórsprengjum beitt. Rússneskum fosfórsprengjum. Aftur voru fullorðnir og börn myrt. Ég vil að þið vitið að Bandalagið getur enn komið í veg fyrir dauða Úkraínumanna af völdum loftárása Rússa af völdum hersetu Rússa með því að útvega okkur vopnin sem við þurfum," sagði Zelenskyy. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir Vesturlönd staðráðin í að verða ekki beinir þátttakendur í stríðinu. Bandalagsríkin vilji hins vegar styðja Úkraínumenn með öllum öðrum ráðum til að þeir hafi sigur gegn Rússum. „Við erum sammála um að fordæma tilefnislausa árásir Kremlarstjórnarinnar og að styðja fullveldi og landamærahelgi Úkraínu. Við erum staðráðin í að láta Rússa sæta viðurlögum í því skyni að binda enda á þetta hrottalega stríð," sagði Jens Stoltenberg.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira